Málfríður Friðriksdóttir (1896-1970)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Málfríður Friðriksdóttir (1896-1970)

Parallel form(s) of name

  • Málfríður Guðfinna Friðriksdóttir (1896-1970)
  • Málfríður Guðfinna Friðriksdóttir

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

8.2.1896 - 17.10.1970

History

Málfríður Guðfinna Friðriksdóttir 8. feb. 1896 - 17. okt. 1970. Var í Grænahúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Akureyri og síðar í Reykjavík. Síðast bús. þar.

Places

Grænahúsið Sauðárkróki; Akureyri:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Friðrik Hjálmar Árnason 15. okt. 1870 - 16. júlí 1958. Var í Skr. E.Vertshúsi, Sjávarborgarsókn, Skag. 1880. Bóndi í Grænahúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Sjómaður á Sauðárkróki 1930. Skipstjóri á Sauðárkróki og kona hans 1895; Halldóra Árnadóttir 11.7.1867 - 22. des. 1943. Var í húsi Jóhönnu Ásmundsdóttur, Hólssókn í Bolungarvík, N-Ís. 1910. Húsfreyja á Sauðárkróki 1930.

Maður hennar, Kristján Kristjánsson 19. júní 1899 - 16. júní 1968. Bifreiðareigandi á Akureyri 1930. Forstjóri á Akureyri, síðast bús. í Reykjavík. Stofnaði Bifreiðastöð Akureyrar „Nefndur Bíla-Kristján“ segir Reykjahl.

Börn þeirra;
1) óskírð dóttir f. 1928, hún lést við fæðingu.
2) Kristján Kristjánsson 2. sept. 1929 - 3. mars 1999. Var á Akureyri 1930. Viðskiptafræðingur, síðast bús. í Reykjavík. Kona hans maí 1951; Stella Jóna Guðbjörg Sæberg 13. maí 1927 - 5. sept. 2014. Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja og verslunarstarfsmaður í Reykjavík. Þau slitu samvistir 1968, seinni maður Stellu; Þórður Guðmundur Halldórsson 9. des. 1921 - 26. okt. 1999. Var í Hafnarfirði 1930. Skipstjóri og síðar fasteignasali í Reykjavík.
3) Friðrik Kristjánsson 18. nóv. 1930 - 4. júlí 2016.
4) Kolbrún Kristjánsdóttir f. 15.3. 1934.

General context

Kristján Kristjánsson fæddist á Akureyri 2. september 1929. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. mars 1999, 69 ára að aldri.
Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson, forstjóri BSA á Akureyri, f. 19.6. 1899, d. 16.6. 1968, og Málfríður Friðriksdóttir, f. 8.2. 1896, d. 17.10. 1970.

Kristján var fæddur á Kambsstöðum í Hálshreppi en flutti ásamt fjölskyldu sinni ungur til Birningsstaða þar sem hann ólst upp. Var hann oft nefndur Kristján Birningur af þeim sem þekktu hann vel. Málfríður var ættuð frá Hvalsnesi á Reykjanesi. Afi Málfríðar í föðurætt var Árni snikkari, frumbyggi Sauðárkróks. Kristján og Málfríður eignuðust fjögur börn.
1) óskírð dóttir f. 1928, hún lést við fæðingu.
2) Friðrik, f. 18.11. 1930.
3) Kolbrún, f. 15.3. 1934.
Í maí 1951 kvæntist Kristján Stellu Sæberg, f. 13.5. 1927, frá Hafnarfirði. Kristján og Stella slitu samvistir 1968. Synir þeirra eru: 1) Kristján Kristjánsson, kerfisfræðingur, f. 22.9. 1951, kona hans er Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri, f. 17.4. 1950. Sonur þeirra er Kristján, f. 9.1. 1993. 2) Árni Sæberg Kristjánsson, ljósmyndari hjá Morgunblaðinu, f. 30.5. 1956. Kristján lauk námi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1946 og starfaði síðan við Útvegsbankann á Akureyri um skeið. Einnig starfaði hann á þessum árum við Síldarverksmiðjuna á Raufarhöfn. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík á árunum 1948­1950. Árið 1950­ 1951 dvaldi hann ásamt Friðriki bróður sínum í London þar sem þeir lögðu stund á nám í ensku og verslunarfræðum við Pittmans College. Árið 1954 fór Kristján til Bandaríkjanna og stundaði m.a. nám í viðskiptafræðum við Columbia University í New York. Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum starfaði hann við bókhald í nokkur ár í fyrirtæki föður síns, Ford umboðinu Kr. Kristjánsson. Hann starfaði síðan um árabil á Skattstofunni í Reykjavík, hjá Ríkisendurskoðun og hjá Richards Co. Est. í Vestur-Þýskalandi. Síðustu starfsárin vann hann á Múlalundi. Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. mars.


Stella Sæberg fæddist í Hafnarfirði 13. maí 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 5. september 2014.
Foreldrar Stellu eru Jóhanna María Sæberg Eyjólfsdóttir, frá Dröngum á Skógarströnd og Berthold Benjamin Magnússon Sæberg, bifreiðastjóri og stöðvareigandi í Hafnarfirði, frá Hjörtskoti á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Bæði látin. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 20 í Hafnarfirði.

Stella var tvígift. Fyrri eiginmaður hennar var Kristján Kristjánsson, frá Akureyri. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Brekkugötu 4 hjá tengdaforeldrum Stellu, Kristjáni Kristjánssyni, forstjóra BSA, og Málfríði Friðriksdóttur, konu hans, en fluttu um ársskeið til New York þar sem Kristján var við nám. Þegar heim kom settust þau að á Selvogsgrunni 22 í Reykjavík, þar sem Stella bjó mestan sinn aldur. Seinni eiginmaður Stellu var Þórður G. Halldórsson, fyrrverandi fasteignasali. Hún dvaldi ásamt Þórði eitt ár á Stöðvarfirði og einnig í Hrísey í nokkur ár, þar sem þau áttu íbúð. Mjög kært var með Stellu og Jóhönnu móður hennar, en hún dvaldi með þeim bæði á Stöðvarfirði og í Hrísey.

Börn Stellu eru: 1) Jóhanna Guðbjörnsdóttir, maður hennar er Skúli Guðmundsson, þeirra börn eru a) Hilmar Sæberg, fyrrverandi kona hans er Linda Björk Stefánsdóttir, þeirra dætur eru Ingibjörg og Emilía. Fyrir á Linda dótturina Brynju. Unnusta Hilmars er Helena Rúnarsdóttir. Hennar börn eru þrjú. b) Svava, hennar maður er Árni Björgvinsson, þeirra börn eru Árni Sæberg og Jóhanna María. c) Guðmundur Ingi, kona hans er Lára Guðrún Jónsdóttir, þeirra börn eru Helga María, Jón Skúli og Birna Rut; 2) Kristján Kristjánsson, kona hans er Valgerður Snæland Jónsdóttir, synir þeirra eru Kristján og Jón Örn Michael, sambýliskona Jóns er Marta Jóhannesdóttir, dóttir hans er Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, sonur þeirra Mörtu er Jóhannes Hrafn; 3) Árni Sæberg, dóttir hans er Marta María Sæberg; 4) Margrét Þórðardóttir, hennar maður er Guðmundur Hallbergsson, þeirra börn eru Þórður Axel, Guðrún Stella, Karen, Hallberg, Axel og Guðmundur. Dætur Þórðar af fyrra hjónabandi eru 1) Sigríður, maður hennar Björgvin Vilmundarson; 2) Sjöfn, hennar maður er Árni Jónsson Sigurðsson og 3) Svala, eiginmaður hennar er Gísli Sveinsson.

Stella gekk einn vetur í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðan í Katólska skólann við Suðurgötu. Hún stundaði nám til gagnfræðaprófs við Flensborgarskóla og síðar í hússtjórn við Húsmæðraskólann á Akureyri. Stella vann sem unglingur hjá föður sínum, bæði í verslun hans í Hafnarfirði og Bifreiðastöð Hafnarfjarðar sem hann rak til dauðadags 1961. Flest sín fullorðinsár var Stella heimavinnandi húsmóðir. Hún rak Skósöluna á Snorrabraut um nokkurra ára skeið ásamt Kristjáni, fyrri manni sínum. Þá starfaði hún í snyrtivöruversluninni Tíbrá í nokkur ár og í snyrtivöruverslun Karnabæjar við Klapparstíg. Síðar á ævinni starfaði hún um nokkurra ára skeið á elli- og hjúkrunarheimilinu á Dalbraut.

Útför Stellu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12. september 2014, og hefst athöfnin kl. 13.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02479

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.7.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places