Magnús Þórarinn Sigurjónsson (1918-2009) Reykjavík

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Magnús Þórarinn Sigurjónsson (1918-2009) Reykjavík

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

31.8.1918 - 21.9.2009

History

Magnús Þórarinn Sigurjónsson fæddist í Kópavogi 31. ágúst, 1918. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. september síðastliðinn. Magnús naut stuttrar skólagöngu en fróðleiksþorsti hans og vilji til mennta var mikill og sérstaklega hugleikin var honum saga þjóðarinnar, ekki síst fyrstu aldir Íslandsbyggðar, og þær bókmenntir sem þá urðu hér til. Framan af ævi gegndi hann ýmsum störfum, var lengi sjómaður, en á sjötta áratugnum hóf hann störf á Keflavíkurvelli og starfaði þar um árabil, síðast sem verktaki. Seinna var hann fisksali í Vesturbæ og afgreiðslumaður í Málningu og járnvörum við Laugaveg. Í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti starfaði hann sem umsjónarmaður frá árinu 1969 uns hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1985. Magnús var áberandi maður í bæjarlífinu og pólitíkinni. Hann var dyggur sjálfstæðismaður og um langt skeið virkur í starfi flokksins, stýrði meðal annars einu af hverfafélögunum og skrifaði fjölda blaðagreina. Árið 1973 gekkst hann ásamt nánum vini sínum, Hreggviði Jónssyni, fyrir undirskriftasöfnun meðal áhrifamanna í sjávarútvegi til stuðnings kröfunni um yfirráðarétt yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Leiddi sú undirskriftasöfnun til pólitískra átaka og varð Magnús þá um tíma mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni. Margir munu minnast Magnúsar vegna vináttu hans við Albert Guðmundsson, en þeir voru í hópi manna sem um árabil komu saman við hringborðið á Hótel Borg og ræddu landsmálin. Margir þeirra eru nú látnir og hópurinn hefur fyrir löngu fært sig á annað kaffihús í grenndinni, en þangað kom Magnús þó enn dag hvern til að hitta félagana þótt kominn væri á tíræðisaldur.
Magnús verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 29. september, og hefst athöfnin klukkan 15.

Places

Kópavogur:

Legal status

Functions, occupations and activities

Framan af ævi gegndi hann ýmsum störfum, var lengi sjómaður, en á sjötta áratugnum hóf hann störf á Keflavíkurvelli og starfaði þar um árabil, síðast sem verktaki. Seinna var hann fisksali í Vesturbæ og afgreiðslumaður í Málningu og járnvörum við Laugaveg. Í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti starfaði hann sem umsjónarmaður frá árinu 1969 uns hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1985. Magnús var áberandi maður í bæjarlífinu og pólitíkinni. Hann var dyggur sjálfstæðismaður og um langt skeið virkur í starfi flokksins, stýrði meðal annars einu af hverfafélögunum og skrifaði fjölda blaðagreina. Árið 1973 gekkst hann ásamt nánum vini sínum, Hreggviði Jónssyni, fyrir undirskriftasöfnun meðal áhrifamanna í sjávarútvegi til stuðnings kröfunni um yfirráðarétt yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Leiddi sú undirskriftasöfnun til pólitískra átaka og varð Magnús þá um tíma mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni. Margir munu minnast Magnúsar vegna vináttu hans við Albert Guðmundsson, en þeir voru í hópi manna sem um árabil komu saman við hringborðið á Hótel Borg og ræddu landsmálin. Margir þeirra eru nú látnir og hópurinn hefur fyrir löngu fært sig á annað kaffihús í grenndinni, en þangað kom Magnús þó enn dag hvern til að hitta félagana þótt kominn væri á tíræðisaldur.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Hann var sonur hjónanna Sigurjóns Ólafssonar, starfsmanns hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, f. 1889, d. 1946 og Önnu Pétursdóttur, f. 1890, d. 1958.
Magnús átti systur, Kristínu, sem dó í æsku.
Magnús kvæntist aldrei en eignaðist fimm börn. Móðir Þeirra var Elín Málfríður Magnúsdóttir, f. 10.9. 1912, d. 4.7. 1987.
1) Ólafur, rafveitustjóri og skákmeistari, f. 1938, kvæntur Jónu Guðjónsdóttur. Þeirra sonur er Geir, í sambúð með Helgu Úlfsdóttur, þau eiga eina dóttur.
2) Jónína, f. 1940-2014. Hún á sex börn. Með Geir Sigurðssyni á hún: Sigurð, kvæntan Jóhönnu Waage, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn; Viðar, kvæntan Jóhönnu Sævarsdóttur, þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn; Hannes, kvæntan Ernu Arnórsdóttur, þau eiga tvö börn. Með Jóhannesi Þórðarsyni á hún: Anton; Guðríði, gifta Jaap DeWagt, þau eiga tvö börn; Guðjón, kvæntan Guðrúnu Pétursdóttur, þau eiga fimm börn.
3) Gylfi Þór flugmaður, f. 1946. Hann á tvo syni með Kristbjörgu Ástu Ingvarsdóttur: Ingvar Þór, í sambúð með Söru Huld Örlygsdóttur, þau eiga eina dóttur; Magnús Þór, í sambúð með Kristrúnu Ýr Óskarsdóttur.
4) Anna Sigurlaug kennari, f. 1948, gift Frímanni Inga Helgasyni (1947) Kjörfaðir skv. Thorarens.: Helgi Jensson, f. 13.4.1929, eiga þau tvö börn: Helga, í sambúð með Svövu Gísladóttur og Örnu, í sambúð með Guðjóni Snæland Péturssyni.
5) Sigurjón rithöfundur, f. 1955, kvæntur Helgu Tryggvadóttur, þeirra börn eru Kristín og Magnús Jökull.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01736

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 5.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 29.9.2009. https://timarit.is/page/5263796?iabr=on

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places