Magnús Jónsson (1927-2000)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Magnús Jónsson (1927-2000)

Hliðstæð nafnaform

  • Magnús Jónsson (1927-2000) frá Litlu-Völlum í Bárðardal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

13.10.1927 - 17.6.2000

Saga

Magnús Jónsson fæddist 13. október 1927 og lést 17. júní síðastliðinn. Útför Magnúsar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Akureyri:

Réttindi

Magnús tók gagnfræðapróf 1944, lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun á Akureyri 1948 og fékk síðan meistararéttindi í greininni árið 1951.

Starfssvið

Hann stofnaði ásamt öðrum bifreiðaverkstæðið Víking og keypti síðan hlut í bifreiðaverkstæðinu Þórshamri hf. Þar starfaði hann sem aðalverkstjóri og síðar verslunarstjóri og var oft kenndur við það fyrirtæki. Jafnframt var hann lengi umboðsmaður fyrir Volvo bátavélar, bíla og vinnuvélar. Magnús vann að félagsmálum og var meðal annars í nokkur ár formaður Iðnráðs Akureyrar og Akureyrardeildar KEA. Magnús var í áratugi félagi í frímúrarareglunni og hlaut þar æðstu heiðursmerki. Síðustu árin var hann starfsmaður frímúrarareglunnar á Akureyri.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Magnús var einkasonur Jóns Friðlaugssonar, f. 17. 12. 1897 á Litluvöllum í Bárðardal, d. 29. 9. 1979, búfræðings og verkamanns á Akureyri, og konu hans Valgerðar Magnúsdóttur, f. 27. 7. 1902 í Vestri-Garðsauka, Rangárvallasýslu, d. 15.12.1988, húsfreyju.
Magnús kvæntist 6. 11. 1948 Sigríði Loftsdóttur frá Böggvisstöðum, f. 20. október 1927.
Börn þeirra eru:
1) Valgerður, f. 24. 2. 1949, sálfræðingur, maki Teitur Jónsson, tannlæknir. Synir þeirra eru: a) Andri, f. 1966, verkfræðingur, maki Auður Hörn Freysdóttir, lögfræðingur, og þeirra dætur Eir, Iðunn og Urður. b) Magnús, f. 1972, háskólanemi.
2) Jón, f. 22. 5. 1952, vátryggingamaður í Reykjavík, maki Selma Tómasdóttir, bókari. Börn þeirra eru: a) Valdís, f. 1976, leikskólakennari, unnusti Lárus Óskar Lárusson prentari. b) Arnór, f. 1980, nemi.
3) Haukur, f. 15. 3. 1954, tæknifræðingur í Reykjavík, maki Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, sagnfræðingur. Börn þeirra eru: a) Sigtryggur, f. 1992 og b) Steingerður, f. 1996.
4) Hildur, f. 17. 4. 1962, ritari á Akureyri, maki Sigurður H. Baldursson, bátasmiður. Börn þeirra eru: a) Róbert, f. 1995 og b) Sigríður Halla, f. 1997. Dóttir Hildar er c) Katla Þorsteinsdóttir, f. 1982 og dóttir Sigurðar er d) Selma, f. 1988.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01734

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir