Magnea Þorkelsdóttir (1911-2006) biskupsfrú

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Magnea Þorkelsdóttir (1911-2006) biskupsfrú

Hliðstæð nafnaform

  • Magnea Þorkelsdóttir (1911-2006) biskupsfrú

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1.3.1911 - 10.4.2006

Saga

Magnea Þorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1911. Hún lést 10. apríl sl., þá stödd í Skálholti. Eftir að Sigurbjörn lét af embætti 1981 áttu þau hjónin heimili í Kópavogi. Hún starfaði í Kvenfélagi Hallgrímskirkju og var formaður þess um tíma. Magnea var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín.
Magnea naut góðrar heilsu fram á síðustu ár. Síðasta árið naut hún umönnunar Rannveigar dóttur sinnar og Bernharðs manns hennar og lést á heimili þeirra.
Útför Magneu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.

Staðir

Reykjavík: Svíþjóð: Breiðabólsstað á Skógarströnd: Kópavogur:

Réttindi

Magnea stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn 1929.

Starfssvið

Hún vann á saumastofunni Dyngju við þjóðbúningasaum og saumaði m.a. skautbúninga fyrir Alþingishátíðina 1930. Hún var mikil hannyrðakona og liggur eftir hana mikið safn hannyrða, m.a. hökull Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd, sem hún saumaði eftir teikningu Nínu Tryggvadóttur, og altarisbrún Hallgrímskirkju í Reykjavík. Eftir að hún giftist helgaði hún heimilinu krafta sína og var húsmóðir fyrst í Svíþjóð meðan maður hennar var þar við nám, þv ínæst á Breiðabólstað á Skógarströnd og í Reykjavík þar sem maður hennar var prestur, prófessor og loks biskup.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Magnússon, vélstjóri og sótari, f. 13. september 1881, d. 10. júní 1956, og Rannveig Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 18. febrúar 1885, d. 17. desember 1977. Systir Magneu var Inga Guðríður, f. 17. september 1912, d. 22. mars 2005.
Magnea giftist 22. ágúst 1933 Sigurbirni Einarssyni biskupi, f. 30. júní 1911. Foreldrar hans voru Einar Sigurfinnsson bóndi, f. 14. september 1884, d. 17. maí 1979, og fyrri kona hans Gíslrún Sigurbergsdóttir, f. 21. júní 1887, d. 1. janúar 1913.
Börn Magneu og Sigurbjörns eru:
1) Gíslrún, kennari, f. 23. september 1934, maki Kjartan Ólafsson rithöfundur, f. 2. júní 1933. Börn þeirra eru: Edda, kennari, gift Sigurjóni Gunnarssyni og eiga þau tvö börn, fyrir átti Edda son; Halla, kennari, gift Páli Valssyni og eiga þau þrjú börn; Signý, skrifstofumaður, gift Páli Eyjólfssyni og eiga þau tvö börn; Inga, skrifstofumaður, gift Kára Kárasyni og eiga þau tvö börn; Katla, þjóðfræðingur, gift Kristni Schram og eiga þau tvö börn.
2) Rannveig, hjúkrunarfræðingur, f. 28. febrúar 1936, maki Bernharður Guðmundsson rektor, f. 28. janúar 1937. Börn þeirra: Svava, víóluleikari, gift Matej Sarc og eiga þau eitt barn; Magnús Þorkell, lektor, kvæntur Margaret McComish og eiga þau tvö börn; Sigurbjörn fiðluleikari.
3) Þorkell tónskáld, f. 16. júlí 1938, maki Barbara Sigurbjörnsson kennari, f. 17. október 1937. Börn þeirra: Mist, deildarstjóri tónlistardeildar LHÍ, gift Sigfúsi Nikulássyni og eiga þau þrjú börn; Sigurbjörn, verkfræðingur, kvæntur Aðalheiði Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn.
4) Árni Bergur, sóknarprestur, f. 24. janúar 1941, d. 17. september 2005, maki Lilja Garðarsdóttir skrifstofumaður, f. 30. ágúst 1944. Börn þeirra: Harpa, myndlistarmaður, gift Birni Zoëga og eiga þau fimm börn; Magnea, flautuleikari, gift Hákoni Guðbjartssyni og eiga þau þrjú börn; Garðar, flugmaður, í sambúð með Heiðu Katrínu Arnbjörnsdóttur og á Garðar eitt barn.
5) Einar, f. 6. maí 1944, prófessor, maki Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sóknarprestur, f. 1. september 1946. Börn þeirra: Sigurbjörn, viðskiptafræðingur, kvæntur Brynju Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðný, organisti, og Magnea, menntaskólanemi.
6) Karl, biskup Íslands, f. 5. febrúar 1947, maki Kristín Þórdís Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 16. mars 1946. Börn þeirra: Inga Rut, kennari, gift Sigurði Arnarsyni og eiga þau tvö börn; Rannveig Eva, nemi, og á hún eitt barn; Guðjón Davíð (Gúi), leikari, f. 8. apríl 1980, unnusta hans er Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir.
7) Björn, f. 27. júní 1949, d. 27. janúar 2003, sóknarprestur, maki Lilian Sigurbjörnsson, fóstra, f. 23. desember 1948. Börn þeirra: Kjartan, hagfræðingur, kvæntur Annette Björnsson og eiga þau tvö börn; Maria, bókasafnsfræðingur, og á hún eitt barn; Bjarki, viðskiptafræðingur, f. 29. september 1977.
8) Gunnar, hagfræðingur, f. 3. ágúst 1951, maki Ingela Sigurbjörnsson fulltrúi, f. 11. janúar 1952.
Alls voru afkomendur Magneu 73.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurbjörn Einarsson (1911-2008) Biskup yfir Íslandi (30.6.1911 - 28.8.2008)

Identifier of related entity

HAH01934

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurbjörn Einarsson (1911-2008) Biskup yfir Íslandi

er maki

Magnea Þorkelsdóttir (1911-2006) biskupsfrú

Dagsetning tengsla

1933 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01727

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir