Magnea Halldórsdóttir (1931-2013)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Magnea Halldórsdóttir (1931-2013)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.8.1931 - 23.3.2013

Saga

Magnea Halldórsdóttir fæddist 22. ágúst 1931 á Vindheimum í Ölfusi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. mars 2013. Hún kynntist Grími sem kaupakona í Grímstungu. Árið 1964 fluttust þau alflutt til Reykjavíkur á Bragagötu 29. Magnea var húsmóðir fram í fingurgóma og sá til þess að fjölskyldan gæti framfleytt sér á verkamannalaunum. Það var enginn munaður á Bragagötunni en ríkt vinarþel og gestristni. Það var mikill gestagangur á Bragagötunni. Magnea var einlægur náttúruunnandi, las lífið og landið með næmni og hafði ómælda ánægju af gönguferðum, náttúruskoðun og garðrækt. Þegar árin færðust yfir lagðist hún í heimshornaflakk með Jóni Böðvarssyni og fylgdi í fótspor víkinga, landnema og konunga. Magnea bjó ein allt fram að miðjum desember síðastliðnum. Þrátt fyrir Alzheimer-sjúkdóminn tókst henni með reglusemi og líkamsrækt að standa á eigin fótum á eigin heimili. Seinustu vikurnar dvaldi Magna á hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 27. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Staðir

Vindheimar í Ölfusi: Grímstunga í Vatnsdal: Reykjavík:

Réttindi

Magnea stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Magnea var trúrækin og hollvinur Hallgrímskirkju og sótti sér félagsskap í kirkjuna og félagsstarf eldri borga á Vesturgötunni og Vitatorgi.

Starfssvið

Þau hjón voru virk í Kvæðamannafélaginu Iðunni um margra áratuga skeið. Magnea var kvæðamaður góður og samdi ófáar vísurnar. Hún var í stjórn Iðunnar um árbil, var formaður rímnalaganefndar og var gerð að heiðursfélaga Iðunnar fyrir störf í þágu félagsins.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru hjónin Sesselja Einarsdóttir og Halldór Magnússon.
Systkini Magneu eru Guðrún, sem búsett er í Bandaríkjunum, Jónína, sem nú er látin, Laufey, sem lést ung að árum, og Hafsteinn.
Magnea giftist Grími Heiðland Lárussyni frá Grímstungu í Vatnsdal árið 1953, f. 3. júní 1926. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Björnsson og Péturína Björg Jóhannsdóttir. Grímur lést 23. október 1995.
Magnea og Grímur eignuðust fimm börn:
1) Reynir, f. 17.7. 1953. Reynir er giftur Kari Grimsby (f. 17.6. 1955). Saman eiga þau Björn (f. 27.1. 1992), Gunnar (f. 2.8. 1993) og Einar (f. 22.7. 1997). Af fyrra hjónabandi með Liv Mikalsen á Reynir Hönnu Sesselju (f. 8.2. 1986) og Inguelsu (f. 18.5. 1987).
2) Lárus Halldór, f. 13.12. 1954. Með Eddu Jónsdóttur á hann Áslaugu (f. 23.1. 2000) og Steinunni (f. 31.7. 2001). Úr fyrri sambúð með Helgu Bjarnadóttur á hann Grím (f. 9.7. 1992) og Egil (f. 19.4. 1995).
3) Bára, f. 24.4. 1960. Bára er gift Chris Foster (f. 25.4. 1948). Af fyrra hjónabandi með Eyvindi Steinarssyni á hún þrjá syni, Andra (f. 2.4. 1986), Eystein (f. 7.9. 1993) og Júlíus (f. 8.8. 1997).
4) Helgi, f. 3.11. 1962. Helgi er giftur Sigrúnu Sigurðardóttur (f. 22.4. 1960). Saman eiga þau Hafdísi (f. 14.2. 1987), Daða (f. 22.10. 1988) og Sigríði (f. 1.8. 1993).
5) Guðrún Sesselja, f. 31.1. 1964. Guðrún Sesselja er gift Hermanni Sæmundssyni (f. 19.6. 1965). Saman eiga þau Sæmund Árna (f. 11.7. 1991) og Helga Grím (f. 26.2. 1995).

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Grímur Lárusson (1926-1995) (3.6.1926 - 23.10.1995)

Identifier of related entity

HAH01254

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Grímur Lárusson (1926-1995)

er maki

Magnea Halldórsdóttir (1931-2013)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grímstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00044

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Grímstunga í Vatnsdal

er stjórnað af

Magnea Halldórsdóttir (1931-2013)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01726

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir