Logi Einarsson (1917-2000) Hæstaréttarlögmaður

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Logi Einarsson (1917-2000) Hæstaréttarlögmaður

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.10.1917-29.11.2000

Saga

Fæddur 1917, skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1964.

Lét af störfum 31. desember 1982. Lést 2000.

Forseti Hæstaréttar 1972 – 1973 og 1982 – 1983.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1944.

Fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík 1944 – 1951.

Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1951 – 1961.

Yfirsakadómari í Reykjavík 1961 – 1964.

Helstu aukastörf:

Varaformaður Siglingadóms 1961 – 1964.

LOGI Einarsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést á heimili sínu í Reykjavík 29. nóvember.

Logi fæddist í Reykjavík 16. október 1917.

Logi lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1936, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1944. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð 1946-1947, hdl. 1949. Hann var fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík frá 1944 til 1951, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1951 til 1961 og fékkst jafnframt nokkuð við málflutning. Á árunum 1944 til 1964 kenndi hann verslunarrétt við Verslunarskóla Íslands. Árið 1961 var hann skipaður yfirsakadómari í Reykjavík.

Hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1964 og gegndi því embætti þar til honum var veitt lausn fyrir aldurs sakir í janúar 1983. Hann gegndi jafnframt starfi vararíkissáttasemjara í vinnudeilum frá 1962 til 1978.

Logi var virkur í skátahreyfingunni á sínum yngri árum auk þess sem hann var mikill sundmaður og synti um árabil með Sundfélaginu Ægi. Hann var í keppnisliði Íslendinga á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.

Logi lætur eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09506

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 01.08.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir