Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þórunn Karvelsdóttir (1932-2018) íþróttakennari Bjargi Ytri-Njarðvík
Hliðstæð nafnaform
- Líneik Þórunn Karvelsdóttir (1932-2018) íþróttakennari Bjargi Ytri-Njarðvík
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.8.1932 - 4.1.2018
Saga
Íþróttakennari. Síðast bús. í Reykjavík.
Þórunn fæddist á Hellissandi á Snæfellsnesi 27. ágúst 1932, en flutti til Njarðvíkur með fjölskyldu sinni nokkurra mánaða gömul.
Hún lést á hjartadeild Landspítalans 4. janúar 2018.
Útför hennar fór fram frá Háteigskirkju 17. janúar 2018, klukkan 13.
Staðir
Réttindi
Hún ólst upp í Njarðvík og gekk þar í barna- og unglingaskóla og lauk síðan gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði. Hún lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1959
Starfssvið
Íþróttakennari
Lagaheimild
Þórunn var ein af frumkvöðlum leikrænnar tjáningar á Íslandi. Hún var stofnfélagi í Félagi kennara um leikræna tjáningu, 1974, og beitti þeirri kennsluaðferð í kennslu og þjálfun. Starfsævi hennar var löng og varði frá 17 ára aldri allt til starfsloka við 69 ára aldur.
Þórunn unni söng og tónlist og söng í fjölmörgum kórum, síðast í Ekko-kórnum, kór kennara á eftirlaunum. Hún var virk í Félagi eldri borgara í Reykjavík og spilaði golf og brids með góðum vinkonum fram á síðasta dag.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar Þórunnar voru Anna Margrét Olgeirsdóttir, f. 1904 í Grímshúsi á Hellissandi, d. 1958, og Karvel Ögmundsson útgerðarmaður, f. á Hellu í Beruvík 1903, d. 2005.
Systkini Þórunnar eru
1) Olga María Karvelsdóttir, 16. ágúst 1928 - 19. nóv. 2011. Var á Læk , Ingjaldshólssókn, Snæf. 1930. Húsfreyja og verkakona í Ynnri-Njarðvík.
2) Guðlaug Svanfríður Karvelsdóttir 12. des. 1929 - 10. júní 2014. Var á Læk , Ingjaldshólssókn, Snæf. 1930. Sjúkraliði, bús. í Njarðvík.
3) Ester Karvelsdóttir 23. ágúst 1933 - 5. maí 1989. Síðast bús. í Njarðvík. Kjörsynir: Olgeir Sigmarsson og Bjarnþór Sigmarsson.
4) Ögmundur Karvelsson f. 10.3.1936,
5) Sólveig Karvelsdóttir 19. des. 1940 - 15. jan. 2011. Kennari, framkvæmdastjóri, námsráðgjafi og loks lektor í Reykjavík.
6) Eggert Karvelsson f. 13.11.1943, d. 3.5.1962. Sjómaður á Bjargi, Ytri-Njarðvík.
Hálfbróðir Þórunnar, samfeðra;
7) Eggert Karvelsson f. 22.5.1964.
Fyrri eiginmaður Þórunnar var Valur Sigurðsson f. 10. sept. 1924 - 11. júlí 2012. Smiður. Var í Neskaupstað 1930. Þau skildu.
Börn þeirra eru:
1) Guðrún Valsdóttir, f. 1955. Börn: a) Valur Brynjar Antonsson, f. 1976, kvæntur Ellu Björt Teague, f. 1980. Sonur þeirra er Askur Valsson, f. 2014. b) Snæfríður Sól Thomasdóttir, f. 1996.
2) Hermann Valsson, f. 1956. Börn: a) Hermann Valur, f. 1976. Dóttir hans er Vigdís Elva, f. 2000. b) Rut, f. 1976. Dóttir hennar er Bryndís Guðmundsdóttir, f. 1997. c) Atli Rúnar, f. 1976. Sonur hans er Ísak Atlason, f. 2007. d) Þórunn, f. 1977, gift Einari Karlsen, f. 1976. Börn þeirra eru Emil Einarsson Karlsen, f. 2006, Elinor Einarsson Karlsen, f. 2008, og Eldar Einarsson Karlsen, f. 2010. e) Sverrir Vilhjálmur, f. 1983. f) Vera Guðrún, f. 1988. g) Ester, f. 1991. h) Sigurður, f. 1992. i) Alexandra Jóna, f. 1994. Sambýlismaður hennar er Gunnar Gíslason. Dóttir þeirra er Aníta Rós, f. 2015.
Seinni eiginmaður Þórunnar var Sverrir Vilhjálmsson matvælafræðingur, f. 2.10.1932. Þau skildu.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 7.4.2020
Tungumál
- íslenska