Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

Hliðstæð nafnaform

  • Lilja Hannesdóttir (1920-2002) frá Skefilsstöðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.8.1920 - 17.8.2002

Saga

Lilja Hannesdóttir fæddist á Skefilsstöðum í Skefilsstaðahreppi á Skaga 25. ágúst 1920. Hún andaðist á lyflækningadeild I á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. ágúst síðastliðinn. Fyrir hjónaband vann Lilja að mestu á hótelum. Á Dalvík vann Lilja aðallega í fiskvinnu með heimilisstörfum.
Útför Lilju verður gerð frá Dalvíkurkirkju á morgun, mánudaginn 26. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Skefilsstaðir í Skefilsstaðahreppi á Skaga. Hvammkot og Hvammur á Laxárdal ytri: Dalvík:

Réttindi

Kvsk á Blönduósi 1942:

Starfssvið

Á Dalvík vann Lilja aðallega í fiskvinnu með heimilisstörfum.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru hjónin Hannes Guðvin Benediktsson, f. 19.1. 1896, d. 27.9. 1977, og kona hans Sigríður Björnsdóttir, f. 24.2. 1985, d. 26.10. 1975.
Lilja var næstelst sjö systkina. Þau eru: 1) Hafsteinn, f. 20.7. 1919, d. 22.3. 1927. 2) Garðar, f. 14.1. 1922, kvæntur Fjólu Eggertsdóttur, f. 11.4. 1923, búsettur á Hvammstanga. 3) Sigurður, f. 8.12. 1923, kvæntur Soffíu Georgs, f. 6.10. 1930, búsettur á Akureyri. 4) Lovísa, f. 16.2. 1930, gift Birni Aðils Kristjánssyni, f. 15.2. 1924, búsett í Kópavogi. 5) Helga, f. 1.2. 1934, maður hennar Haukur Þorsteinsson, f. 14.1. 1932, d. 1993, búsett í Reykjavík. 6) Hafsteinn, f. 6.5. 1936, kvæntur Elsu M. Valdimarsdóttur, f. 19.12. 1937, búsettur á Sauðárkróki. Lilja giftist Jóni Pálma Jóhannssyni bifvélavirka á Dalvík, f. á Búrfelli í Svarfaðardal 30.11. 1911, d. 6.8. 1997.
Börn þeirra eru:
1) Óskar húsasmiður á Dalvík, f. 12.12. 1948, kvæntur Guðnýju Helgu Bjarnadóttur, f. 6.6. 1953. Synir þeirra eru: a) Jón Pálmi, f. 12.5. 1972, kvæntur Hrönn Brynjólfsdóttur, sonur þeirra er Tumi, f. 11.3. 1998. b) Dagur, f. 1.9. 1977. c) Magni Þór, f. 11.6. 1987.
2) Ásdís, f. 12.12. 1948, vinnur við aðhlynningu í Ólafsfirði, gift Guðna Ósmann Ólafssyni, f. 12.8. 1946. Börn þeirra eru: a) Lilja, f. 20.6. 1968, gift Einari Víkingi Hjörleifssyni, f. 11.8. 1968, börn þeirra eru Hjörleifur, f. 24.5. 1993, Ólöf María, f. 9.4. 1999, og Guðni Berg, f. 15.2. 2002. b) Fjóla, f. 17.11. 1969, gift Jean Schmidt Thomsen, f. 18.1. 1971, sonur þeirra er Jóakim Ósmann Schmidt Thomsen, f. 10.6. 2001. c) Ólafur Pálmi, f. 14.4. 1977, sambýliskona Ragnheiður Reykjalín Magnúsdóttir, f. 21.1. 1977, dóttir þeirra er Erla Dís Reykjalín, f. 18.10. 2000. d) Birkir Guðni, f. 25.8. 1981.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01716

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.4.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir