Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Lilja Gunnlaugsdóttir (1911-2012) Ípishóli
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.9.1911 - 13.6.2012
Saga
Lilja Gunnlaugsdóttir fæddist á Ytri-Kotum í Norðurárdal 27. september 1911. Lilja ólst upp á Ytri-Kotum. Hún var mikil sauma- og hannyrðakona. Hún stóð fyrir stóru heimili, fyrst í Syðra-Vallholti og síðar í Áshildarholti með börnin sex og alltaf með börn yfir sumartímann sem haldið hafa tryggð við hana alla tíð. Lilja var söngelsk og söng í kirkjukór Víðimýrarkirkju. Hún var kvenfélagskona og starfaði með kvenfélagi Skarðshrepps. Hún var félagslynd og skapgóð enda sá hún alltaf björtu hliðarnar í gegnum lífið.
Gerðist hún ráðskona hjá Rafni Sveinssyni í Áshildarholti með allan barnahópinn. Það varð hennar gæfuspor og reyndist hann Lilju og börnunum sannur og traustur vinur.
Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 13. júní 2012. Útför Lilju fór fram frá Sauðárkrókskirkju 23. júní 2012 og hófst athöfnin kl. 11. Jarðsett var í Víðimýrarkirkjugarði.
Staðir
Réttindi
Hún gekk í farskóla og síðan í Húsmæðraskólann á Blönduósi 1931-32 og reyndist sú menntun henni vel.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Gunnlaugur Guðmundsson 25. mars 1877 - 17. maí 1938. Bóndi á Ytri-Kotum í Norðurárdal, Skag. Bóndi á Ípishóli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bóndi á Bakka í Vallhólmi, Skag. og kona hans; Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir 20.5.1882 - 18.8.1961. Húsfreyja í Ytri-Kotum í Norðurárdal, Skag. Hjú á Silfrastöðum, Silfrastaðasókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Ípishóli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930.
Systkini:
1) Halldór Gunnlaugsson 6.11.1909. Va á Ípishóli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930.
2) Kristín Gunnlaugsdóttir 7.9.1912 - 9.2.2002. Var á Ípishóli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930.
3) Jón Gunnlaugsson 15.11.1915 - 12.4.1984. Var á Ípishóli á Langholti, Skag. 1930. Bifreiðastjóri á Akranesi. Síðast bús. á Akranesi.
4) Jóhann Gunnlaugsson 16.5.1919 - 31.3.1987. Var á Ípishóli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Seyluhreppi.
Maður hennar; Vilhjálmur Hólm Sigurðsson 10.10.1903 - 11.9.1993. Bóndi í Syðra-Vallholti í Vallhólmi, Skag. Bóndi í Syðra-Vallholti í Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Seyluhr. Lilja og Vilhjálmur slitu samvistum. Gerðist hún ráðskona hjá Rafni Sveinssyni í Áshildarholti með allan barnahópinn. Það varð hennar gæfuspor og reyndist hann Lilju og börnunum sannur og traustur vinur.
Börn hennar og Vilhjálms auk 2ja sem létust í barnæsku;
1) Halldóra Elísa Vilhjálmsdóttir 4.5.1935, maki: Björn H. Jónsson. Börn: Lilja Björnsdóttir, maki: Baldur Friðriksson, þau eiga tvo syni og þrjú barnabörn; Ómar Björnsson, maki: Bjarnlaug D. Vilbergsdóttir, þau eiga fjóra syni; Sigurbjörg Björnsdóttir, maki: Stefán Thordersen, þau eiga tvær dætur, tvo syni og eitt barnabarn og Jón Már Björnsson, maki: Þórdís H. Ólafsdóttir, þau eiga einn son og tvær dætur.
2) Friðbjörg Vilhjálmsdóttir 28.6.1938, maki: Friðrik B. Guðmundsson. Börn: Margrét Friðriksdóttir, maki: Eyvindur Albertsson, þau eiga einn son og fjögur barnabörn og Steingrímur Rafn Friðriksson, maki: Pálín Ósk Einarsdóttir, þau eiga eina dóttur.
3) Sigurður Vilhjálmsson 11.3.1941, maki: Erla Guðmundsdóttir. Börn: Brynjar Hólm Sigurðsson, maki: Anna María Sveinsdóttir, þau eiga tvo syni og Guðrún Lilja Sigurðardóttir.
4) Ingunn Vilhjálmsdóttir 13.4.1943, maki: Magnús Pálsson, þau eiga þrjá syni: Ögmundur B. Magnússon, f. 13. apríl 1961, d. 11. jan. 1969; Vilhjálmur Hólm Magnússon, maki: Sveinbjörg Davíðsdóttir, hann á eina dóttur og tvö barnabörn og Birgir Ögmundur Magnússon, maki: Margrét G. Bergsveinsdóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn.
5) Gunnhildur Vilhjálmsdóttir 14.3.1944, maki: Stefán Friðriksson. Börn: Friðrik Stefánsson, maki: Alma Eðvaldsdóttir; Sigurður Þorsteinn Stefánsson, maki: Steinunn Ragnarsdóttir, þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. Anna Sigríður Stefánsdóttir, maki: Valbjörn H. Geirmundsson, þau eiga tvær dætur.
5) Gunnlaugur Vilhjálmsson 27.12.1947, maki: Sigrún Sigurðardóttir. Börn: Sigurður Þór Gunnlaugsson; Lilja Gunnlaugsdóttir, maki: Valur Valsson, þau eiga eina dóttur og Eygló Gunnlaugsdóttir, maki: Reynir Á. Jómundsson, þau eiga eina dóttur.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 4.4.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 4.4.2021
Mbl 23.6.2012. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1426879/?item_num=1&searchid=08e1942de714d4dbc43c28b56517a5948c3a2df6