Leó Guðlaugsson (1909-2004) frá Borðeyri

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Leó Guðlaugsson (1909-2004) frá Borðeyri

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.3.1909 - 14.2.2004

Saga

Húsasmiður. Trésmíðalærlingur á Borðeyri 1930. Húsasmiður í Reykjavík 1945. Leó Guðlaugsson, húsasmíðameistari í Kópavogi, fæddist á Kletti í Geiradal í Barðastrandarsýslu 27. mars 1909. Móðir hans lést ung frá barnahópnum og voru börnin þá tekin í fóstur hjá vinum og skyldmennum á Ströndum og í Barðastrandarsýslu.
Leó ólst upp hjá Skúla Guðmundssyni, föðurbróður sínum, og Ólöfu Jónsdóttur, eiginkonu hans, á Þambárvöllum í Bitrufirði. Þar var systir hans Magdalena einnig fóstruð.
Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. febrúar 2004. Útför Leós fór fram frá Digraneskirkju 24.2.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Réttindi

Leó nam húsasmíði á Borðeyri, lauk sveinsprófi árið 1931 og fékk meistarabréf árið 1940.

Starfssvið

Hann vann við smíðar í Húnavatns- og Strandasýslu, m.a. við síldarverksmiðjurnar á Djúpavík og Hjalteyri, og sá um byggingu SR-46 á Siglufirði. Árið 1947 vann hann við byggingu Gönguskarðsárvirkjunar í Skagafirði og frá 1947 til 1952 var hann starfsmaður Kveldúlfs við síldarverksmiðjuna á Hjalteyri við Eyjafjörð. Eftir það starfaði Leó við byggingar á höfuðborgarsvæðinu, utan tvö sumur sem hann vann við byggingu Rjúkandavirkjunar í Ólafsvík.

Lagaheimild

Leó tók mikinn þátt í félagsmálum og stjórnmálaumræðu. Hann var m.a. formaður Sósíalistafélags Kópavogs, í stjórn og samninganefndum Meistarafélags húsasmiða, sat í byggingarnefnd og fleiri nefndum í Kópavogi, var í stjórn Lionsklúbbs Kópavogs og um árabil var hann formaður Skógræktarfélags Kópavogs.

Innri uppbygging/ættfræði

Leó Guðlaugsson 27.3.1909 - 14.2.2004. Húsasmiður. Trésmíðalærlingur á Borðeyri 1930. Húsasmiður í Reykjavík 1945. Leó ólst upp hjá Skúla Guðmundssyni, föðurbróður sínum, og Ólöfu Jónsdóttur, eiginkonu hans, á Þambárvöllum í Bitrufirði. Þar var systir hans Magdalena einnig fóstruð.
Foreldrar hans; Guðlaugur Bjarni Guðmundsson 31. ágúst 1865 - 22. júlí 1919. Sjómaður frá Ljúfustöðum, staddur á Gjögri, Árnessókn, Strand. 1890. Bóndi á Efri Brunná, Staðarhólssókn, Dal. 1901. Bóndi á Kletti, Geiradalshr., A-Barð. 1903-10 og flutti þaðan að Bakka í sömu sveit. Bóndi á Bakka, Garpsdalssókn, A-Barð. 1910 og kona hans; Sigurlína Guðmundsdóttir 10.8.1873 - 30.11.1912. Var í Drangsnesi, Kaldrananessókn, Strand. 1880. Var á Kaldrananesi, Kaldrananessókn, Strand. 1890. Húsfreyja á Efri-Brunná, Staðarhólssókn, Dal. 1901. Húsfreyja á Kletti, Geiradalshr., A-Barð.

Systkini hans;
1) Pétur Guðlaugsson 10.1.1899 - 11.7.1928. Ókvæntur
2) Guðmundur Guðlaugsson 24.10.1900 - 23.4.1989. Fór til Vesturheims. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Magðalena Guðlaugsdóttir 6.9.1902 - 22.8.1994. Húsfreyja og ljósmóðir á Þambárvöllum í Óspakseyrarsókn, Strand. Húsfreyja þar 1930. Síðast bús. í Broddaneshreppi.
4) Guðrún Guðlaugsdóttir 23.3.1904 - 17.2.1971. Húsfreyja á Drangsnesi X, Kaldrananessókn, Strand. 1930. Húsfreyja og saumakona, bús. á Drangsnesi og Akranesi. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Benedikt Guðlaugsson 1.12.1905 - 24.6.1997. Garðyrkjubóndi, síðast bús. í Reykjavík. Garðyrkjumaður á Suður-Reykjum, Lágafellssókn, Kjós. 1930. Rak garðyrkjustöðina Víðigerði í Borgarfirði um 1950.
6) Arnór Aðalsteinn Guðlaugsson 5.8.1912 - 15.2.2003. Var á Tindum, Garpdalssókn, A-Barð. 1930. Fósturfor: Arnór Aðalsteinn Einarsson og Ragnheiður Grímsdóttir. Verkamaður í Reykjavík 1945.

Leó kvæntist 18. desember 1943 Soffíu Eygló Jónsdóttur frá Stóra-Skipholti á Bráðræðisholti í Reykjavík, f. 3. nóvember 1916, d. 3. janúar 1999.
Synir Leós og Soffíu eru:
1) Trausti byggingafræðingur, f. 31.8. 1946, kvæntur Þyri K. Árnadóttur menntaskólakennara. Börn Trausta og Þyriar eru: Silja arkitekt, f. 27.2. 1974, gift dr. Florian Zink, þau eiga eina dóttur; Tumi, líffræðingur og doktorsnemi í skógarvistfræði í Alaska, f. 26.7. 1975, sambýliskona Jennifer Arsenau þjóðgarðsvörður; og Sindri líffræðinemi, f. 2.3. 1981.
2) Guðlaugur leiðbeinandi, f. 1.8. 1955.
3) Þórir Jón Axelsson f. 26.8. 1936, sonur Eyglóar, er fóstursonur Leós. Kona Þóris er Lilja Eyjólfsdóttir. Synir þeirra eru: Valgeir vélvirki, f. 14.4. 1961, kvæntur Sigurbjörgu J. Vilhjálmsdóttur, þau eiga eina dóttur; Jón Helgi, tæknifræðingur, f. 17.11. 1962; og Birgir f. 13.5. 1965, kvæntur Árnýju S. Eggertsdóttur. Þau eiga tvö börn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Borðeyri (23.12.1846 -)

Identifier of related entity

HAH00144

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07212

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 9.4.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir