Laxá í Aðaldal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Laxá í Aðaldal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

874 -

Saga

Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Á hverju sumri veiðist fjöldinn allur af stórlöxum á svæðinu, löxum um og yfir 20 pundin. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga.

Aðaldalurinn og umhverfið þar í kring, er eitt fallegast svæði landsins og er óhætt að fullyrða að upplifi veiðimaður það að glíma við stórlax í Laxá í Aðaldal, þá verður það upplifun sem aldrei mun gleymast.

Staðir

Réttindi

Svæðið nær til landamerkja jarðanna Ness og Árness, Knútsstaða, Hólmavaðs og Ytra-Fjalls. Það nær frá og með Laxhólma að ofanverður að vestan, til og með veiðistaðanna fyrir landi Knútsstaða. Veiðisvæðið er klofið af jörðunum Jarlstöðum og Tjörn (vesturbakki) og Árbót (austurbakki), en það svæði fylgja ekki Nesveiðum. einnig tilheyrir Hrútshólmi, sem er ofan Grástraums, Jarlsstöðum en Straumeyjar sem eru fyrir landi Jarlstaða, tilheyra Nesveiðum. Þar mega veiðimenn veiða úr eyjunum. Austurbakki til móts við land Hólmavaðs og Ytra-Fjalls fylgir ekki veiðunum.

Veiðitími: Fyrri hluta sumars er veiðitími frá kl. 07 – 13 og 16-22 en þegar líður á sumarið færist seinni vaktin framar.
Leyfilegt agn: Eingöngu fluga, líkt og annar staðar í Laxá.
Veiðireglur: Öllum laxi skal sleppt aftur að viðureign lokinni. Gangið snyrtilega og vel um Árbakkana. Bátar eru til taks á nokkrum veiðistöðum; notkun báta er á ábyrgð þeirra sem þá nota, vinsamlega notið vestin sem eru í veiðihúsinu.

Starfssvið

Lagaheimild

Veiðiheimilið Árnesi. Þar eru sjö tveggja manna herbergi m/baði auk tveggja eins manns herbergja. Skyldufæði er í húsinu.

Leiðarlýsing að veiðihúsi: Beygt er af Húsavíkurvegi, nokkurn veginn gegnt Hafralækjarskóla og félagsheimilinu Ýdölum við bæjarmerki Árness og stendur veiðihúsið á bæjarstæðinu. Frá Húsavík að Árnesi er um 15 mín akstur.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Jump to search

Laxá í Aðaldal
Laxá í Aðaldal er lindá í Suður-Þingeyjarsýslu, önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins og ein þekktasta laxveiðiáin. Hún á upptök í Mývatni og rennur þaðan um Laxárdal og Aðaldal til sjávar í Skjálfandaflóa. Ofan við Brúarfossa nefnist hún Laxá í Laxárdal. Frá Mývatni til sjávar er áin um 58 kílómetrar að lengd.

Náttúrufegurð þykir mikil við Laxá en áin rennur á hrauni allan Aðaldal að Æðarfossum neðan við Laxamýri, um 1 km frá sjó, en þar fellur hún fram af hraunbrúninni. Brúarfossar eru þó ekki svipur hjá sjón eftir að Laxá var virkjuð þar um 1950.

Margir góðir veiðistaðir eru í Laxá og þar hafa oft veiðst miklir stórlaxar.

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00926

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 26.7.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir