Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

31.5.1906 - 14.6.1995

Saga

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal fæddist á Gilsstöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 31. maí 1906. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 14. júní síðastliðinn. Laufey var vistmaður á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi frá 1993. Útför hennar fer fram frá Stafholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hjarðarholti. Laufey gekk ekki til útiverka. Hún réði innan dyra. Hún bjó til góðan mat og var hugkvæm í að hafa hann fjölbreyttan. Nú var ég, og er, mesti gikkur á mat. Oft var það að ég rétt nartaði í matinn, - en svo undarlegt sem það er, þá man ég eftir þessum mat: Gratíneraður saltfiskur með blómkáli, tómötum, kartöflum og jafnvel gúrkum, - ýmsa rétti, sem voru utan við venjulega matseld á þessum tíma, - og einn réttur er sá, sem ég man alltaf eftir: Það voru hnausþykkar baunir í aðalrétt, ekki saltkjöt og baunir, heldur aðeins baunirnar, og síðan þykkar pönnukökur á eftir.

Staðir

Gilsstaðir í Vatnsdal: Hjarðarholt.

Réttindi

Kvsk á Blönduósi:

Starfssvið

Húsfreyja

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Elín Jósefína Magnúsdóttir frá Hnausum í Þingi, f. 16. ágúst 1872, d. 3. júní 1954, og Kristján Lárusson Blöndal, f. 2. júlí 1872 í Innri Fagradal í Dalasýslu, d. 21. nóvember 1941. Þau bjuggu á Gilsstöðum allan sinn búskap. og var Laufey var sjötta í röðinni af ellefu börnum. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og vann ýmis algeng störf, m.a. í verksmiðjunni á Álafossi.
3.3.1939 giftist Laufey Þorvaldi Tómasi Jónssyni, bónda í Hjarðarholti, og gerðist húsfreyja þar. Þorvaldur lést 31. júlí 1968.
Þeirra börn eru:
1) Sigríður, húsfreyja í Hjarðarholti, f. 21. janúar 1938, giftist Jóni Þór Jónassyni, bónda og oddvita í Hjarðarholti, frá Bessastöðum í Fljótsdal, sonar Jónasar, bónda þar Þorsteinssonar, og konu hans Soffíu Ágústsdóttur frá Langhúsum í Fljótsdal. Þau Sigríður eiga þrjú börn: Maríu, kennara í Reykholti; Þorvald Tómas, bónda og varaþingmann í Hjarðarholti, kvæntan Hrefnu Bryndísi Jónsdóttur, bankamanni, og Ragnheiði Laufeyju, kennara á Klébergi á Kjalarnesi, sambýlismaður Siggeir Lárusson, vélsmiður.
2) Kristín Jósefína, læknaritari í Reykjavík. Hún var gift Ólafi Ólafssyni, bæjargjaldkeri á Selfossi, og eiga þau tvö börn: Margréti Elísabetu, við nám í listfræði í París, og Laufeyju Þóru gift Grétari Pétri Geirssyni, skrifstofumanni. Ólafur og Kristín skildu. Sambýlismaður hennar er Gunnar Baldursson Verkstjóri

Almennt samhengi

Hjarðarholt er landmesta jörð í Stafholtstungum. Jörðin er kirkjustaður og sátu þar oft sýslumenn fyrr á öldum. Kirkjan er eign bóndans og eru bændakirkjur fáar eftir á Íslandi. Núverandi kirkja var reist af Jóni Tómasssyni, hreppstjóra, í Hjarðarholti. Fyrri kona Jóns var Ragnheiður Kristjánsdóttur Matthíassonar frá Hliði á Álftanesi. Hún lést af barnsförum af fyrsta barni sínu. Jón keypti Hjarðarholt af Kristjáni tengdaföður sínum.

Síðari kona Jóns var Sigríður Ásgeirsdóttir frá Lundum, en hún var dóttir Ragnhildar Ólafsdóttur og Ásgeirs Finnbogasonar, bókbindara og dannebrogsmanns. Ragnhildur hafði áður verið gift Ólafi Ólafssyni, bónda á Lundum, og voru börn þeirra, er upp komust Ólafur, búfræðingur í Lindarbæ, faðir Ragnars hæstaréttarlögmanns; Ragnhildur, húsfreyja í Engey, móðir Guðrúnar, ömmu minnar Pétursdóttur; og Guðmundur, bóndi á Lundum, faðir Geirs bónda þar og Sigurlaugar, móður Ólafs Sverrissonar, kaupfélagsstjóra.

Ásgeir hafði áður verið kvæntur Sigríði Þorvaldsdóttur, sálmaskálds, Böðvarssonar, og var meðal barna hans síra Þorvaldur Ásgeirsson, prestur á Hjaltabakka, afi Hjalta læknis Þórarinssonar, og Kristín, kona Lárusar Þ. Blöndals, sýslumanns á Kornsá. Kristín átti ellefu börn og voru meðal þeirra Sigríður, kona síra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði; síra Björn í Hvammi íLaxárdal, afi Gísla, heitins, hagsýslustjóra; Ágúst, sýsluskrifari, faðir Theodórs, bankastjóra á Seyðisfirði; Kristján Júlíus, bóndi á Gilsstöðum; Jósep, símstjóri á Siglufirði, faðir þeirra Óla og Lárusar, kaupmanna á Siglufirði; Ragnheiður; amma Kjartans Lárussonar hjá Ferðaskrifstofu Íslands, Jósefína, kona Jóhannesar bæjarfógeta og amma Guðjóns Lárussonar, læknis, og Matthíasar Morgunblaðsritstjóra, og yngstur var Haraldur, ljósmyndari, afi minn.

Nefni ég afkomendur langömmu minnar af handahófi, og raunar einnig aðra, en það fyllti heilt Morgunblað að geta þeirra allra.

Ásgeir var bróðir Teits Finnbogasonar og síra Jakobs, langafa frú Vigdísar forseta. Sigríður var systir Arndísar, konu síra Jakobs.

Ásgeir drukknaði í Lundahyl, þegar hann var að fylgja manni yfir Þverá að vetri til. Brast ísinn undan honum, er hann var að kanna þykkt hans.

Þau Jón í Hjarðarholti og Sigríður áttu fimm börn, Ásgeir, bónda á Haugum; Kristján, dó ungur; Ragnhildi, konu Guðmundar Kr. Guðmundssonar, glímukappa og skrifstofustjóra hjá Olíuverzlun Íslands h/f; Elísabetu, starfskonu á Þjóðminjasafni; Áslaugu, konu Ingvars Vilhjálmssonar, útgerðarmanns, og Þorvald Tómas, bónda og oddvita í Hjarðarholti.

Þorvaldur fæddist 11. desember 1891. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1912, og vann síðan hjá Jóni Björnssyni, kaupmanni frá Bæ í Bæjarsveit. Hann hafði ætlað sér til framhaldsnáms til Þýzkalands og var ferðbúinn, er faðir hans lézt, 5. október 1922. Hann sneri aftur, tók þá við búinu og bjó fyrst með móður sinni, en síðar einn. Sigríður lézt 27. júlí 1936.

Kristján Blöndal á Gilsstöðum var fæddur 2. júlí 1972, dáinn 21. nóvember 1941. Hann var tvísöngsmaður góður, eins og Vatnsdals- Blöndalir, listfengur og afbragðs leturgrafari. Kristján var kvæntur Elínu Jósefínu, f. 16. ágúst 1872, d. 3. júní 1954, dóttur Magnúsar, hreppstjóra á Hnausum í Vatnsdal. "Hann lagði tunnu af spíritus árlega til búsafnota, og var þó mesti hófsmaður," segir Lárus Jóhannesson í Blöndalsætt um Magnús.

Þau Kristján áttu níu börn: Lárus Þórarinn, búfræðing; Guðrúnu; Emilíu, bústýru á Gilsstöðum; Kristínu, veitingastýru á Blönudósi; Magnús, bónda á Gilsstöðum; Laufeyju í Hjarðarholti; Hjörleif Björgvin á Gilstöðum; Ásgeir, bónda á Blöndubakka; óskírða dóttur; og Huldu Steinunni, er gift var Alberti frá Kötlustöðum í Vatnsdal.
Þau Laufey og Ásgeir voru einu börn Kristjáns, er áttu afkomendur.

Tengdar einingar

Tengd eining

Albert Eðvarðsson (1909-1940) Söðlasmiður á Blönduósi. (23.6.1909 - 4.7.1940)

Identifier of related entity

HAH02261

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bryndís Bragadóttir (1959) (9.9.1959 -)

Identifier of related entity

HAH02936

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elín Magnúsdóttir Blöndal (1872-1954) Gilsstöðum (16.8.1872 - 3.6.1954)

Identifier of related entity

HAH06552

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Elín Magnúsdóttir Blöndal (1872-1954) Gilsstöðum

er foreldri

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Dagsetning tengsla

1906

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristján Blöndal (1872-1941) Gilsstöðum (2.7.1872 - 21.11.1941)

Identifier of related entity

HAH06580

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Kristján Blöndal (1872-1941) Gilsstöðum

er foreldri

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Dagsetning tengsla

1906

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lárus Blöndal (1896-1918) Búfræðingur Gilstöðum í Vatnsdal (4.9.1896 - 23.3.1918)

Identifier of related entity

HAH09143

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Lárus Blöndal (1896-1918) Búfræðingur Gilstöðum í Vatnsdal

er systkini

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Dagsetning tengsla

1906

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Emelía Kristjánsdóttir Blöndal (1900-1973) frá Gilsstöðum (31.3.1900 - 13.11.1973)

Identifier of related entity

HAH03308

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Emelía Kristjánsdóttir Blöndal (1900-1973) frá Gilsstöðum

er systkini

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásgeir Blöndal (1908-1968) Blöndubakka (13.7.1908 - 1.2.1968)

Identifier of related entity

HAH03619

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásgeir Blöndal (1908-1968) Blöndubakka

er systkini

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Blöndal (1901-1959) matarbragga Blönduósi, frá Gilsstöðum (16.12.1901 - 22.5.1959)

Identifier of related entity

HAH06498

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Kristín Blöndal (1901-1959) matarbragga Blönduósi, frá Gilsstöðum

er systkini

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hulda Kristjánsdóttir Blöndal (1912-1962) Gilsstöðum (1.7.1912 - 21.8.1962)

Identifier of related entity

HAH05557

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hulda Kristjánsdóttir Blöndal (1912-1962) Gilsstöðum

er systkini

Laufey Kristjánsdóttir Blöndal (1906-1995) Hjarðarholt í Stafholtstungum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01696

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 3.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir