Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Kristín Jónsdóttir (1920-2004) Ærlækjarseli
Hliðstæð nafnaform
- Kristín Guðmunda Jónsdóttir (1920-2004) Ærlækjarseli
- Kristín Guðmunda Jónsdóttir Ærlækjarseli
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
19.1.1920 - 1.11.2004
Saga
Kristín Jónsdóttir fæddist í Ærlækjarseli í Öxarfirði hinn 19. dag janúarmánaðar árið 1920. Hún andaðist í Reykjavík 1. nóvember 2004.
Útför Kristínar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8.11.2004 og hófst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Ærlækjarsel; Lundur Svíþjóð; Reykjavík:
Réttindi
Kristín stundaði nám við héraðsskólann á Laugum í Reykjadal veturna 1937-'38 og 1938-'39; í hússtjórnarskólanum á Laugum 1943-'44. Faðir hennar var listavefari, óf allt sem þurfti til heimilisins og margt fyrir aðra, auk þess sem hann leiðbeindi öðrum um vandasaman vefnað. Kristín nam veflistina af föður sínum, síðar í skóla og óf um langan aldur margvísleg efni bæði til eigin nota og sölu.
Starfssvið
Hún var heimavinnandi húsmóðir 1945-'65, en starfaði eftir það við leikskóla í borginni til 1992. Hún var mjög listfeng, mátti heita að allt léki í höndunum á henni; á áttræðisafmæli hennar var efnt til sýningar á 80 kjólum sem hún hafði saumað og dóttir hennar varðveitt, allt frá brúðarkjólum þeirra mæðgna til brúðukjóla á leikföng barna og barnabarna. Hún hafði mikið yndi af myndlist og kvikmyndum, hafði víða ferðast innanlands sem utan, meðal annars um öll lönd Vestur-Evrópu frá syðsta til nyrsta odda álfunnar og undi sér best í hjarta stórborganna þar sem söfn voru innan seilingar. Í Reykjavík sótti hún flestar myndlistarsýningar í nærri hálfa öld.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Jón Björnsson 5. sept. 1891 - 1. okt. 1941. Bóndi í Ærlækjarseli, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930. Bóndi í Ærlækjarseli í Öxarfjarðarhr., N-Þing. um 1918-41. Veiktist af botnlangabólgu í göngum sem dró hann til dauða og kona hans; Arnþrúður Grímsdóttir 8. maí 1890 - 26. sept. 1971. Var í Tunguseli, Sauðanessókn, N-Þing. 1890. Húsfreyja í Ærlækjarseli, Öxarfjarðarhr., N-Þing. frá 1918. Húsfreyja í Ærlækjarseli, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930.
Systkini Kristínar;
1) Stefán Jónsson f. 6. júní 1921 - 3. sept. 2011. Var í Ærlækjarseli, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930. Búfræðingur og bóndi í Ærlækjarseli í Öxarfjarðarhreppi.
2) Björn Grímur Jónsson verkstæðismaður á Kópaskeri, f. 17.10. 1922,
3) Grímur Björn Jónsson ráðunautur og bóndi í Ærlækjarseli, f. 25.8. 1925, d. 26.2. 1995. Var í Ærlækjarseli, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930. Bóndi í Ærlækjarseli. Framkvæmdastjóri Ræktunarsambands N-Þingeyinga.
4) Sigurveig Karólína Jónsdóttir bóndi í Ærlækjarseli, f. 8.7. 1929,
5) Guðrún Margrét Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 3.12. 1931,
6) Kristveig Jónsdóttir húsmóðir á Akureyri, f. 16.7. 1933.
Maður hennar 10.5. 1945; Einar Bragi Sigurðsson 7.4.1921 - 26.3.2005, rithöfundur, og hefur heimili þeirra staðið í Reykjavík ríflega hálfa öld.
Börn þeirra eru:
1) Borghildur geðlæknir við Landspítalann, f. í Lundi í Svíþjóð 24.2. 1946; fyrri maður hennar Viðar Strand svæfingalæknir í Svíþjóð; skildu; dætur þeirra eru: a) Una, doktor í líffræðilegri mannfræði, kennari við háskólann í Durham, Englandi, f. í Reykjavík 19.2. 1971; sambýlismaður Paul Jeffrey safnvörður í Oxford. b) Æsa, upplýsinga- og bókasafnsfræðingur við Menntaskólann í Reykjavík, f. á Akureyri 20.10. 1972; eiginmaður Jóhannes Skúlason kennari; börn þeirra eru Eygló, f. 4.5. 2000, og Bragi, f. 11.12. 2003. Seinni maður Borghildar er Rudolf Rafn Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur við Landspítalann, f. 29.7. 1951; dóttir þeirra er c) Diljá menntaskólanemi í Reykjavík, f. í Osló 28.2. 1988. Stjúpbörn Borghildar af fyrra hjónabandi Rudolfs: a) Örvar sölumaður í Reykjavík, f. 25.1. 1975, kvæntur Kötlu Stefánsdóttur skrifstofukonu, f. 30.9. 1975; dóttir þeirra er Sunna Dís, f. 30.7. 2001. b) Hildur háskólanemi í Reykjavík, f. 13.8. 1981.
2) Jón Arnarr, húsgagna- og innanhússhönnuður, Selfossi, f. í Vestmannaeyjum 12.2. 1949; fyrri kona hans er Sigrún Guðmundsdóttir lektor í listgreinum við Kennaraháskóla Íslands; skildu; synir þeirra eru: a) Orri ljósmyndari og tónlistarmaður í Reykjavík, f. 5.11. 1970; eiginkona Þórdís Valdimarsdóttir kennari; börn þeirra: Eyja, f. 11.12. 1995, og Kári, f. 13.12. 1997. b) Arnarr Þorri, f. 12.3. 1975, d. 2.6. 2001; dóttir hans og Svanhvítar Tryggvadóttur: Salka, f. 21.7. 1998. Dóttir Jóns Arnarr og Ingunnar Ásdísardóttur er Ásdís Gríma, f. 7.12. 1979, við nám í Danmörku. Seinni kona Jóns Arnarr er Elma Hrafnsdóttir húsmóðir, f. 4.2. 1956; dóttir þeirra: Kristín Birta, f. 6.6. 1982, stúdent; dóttir hennar og Sigurðar Samik Davidsen er Sesselja Sól, f. 19.1. 1999.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Kristín Jónsdóttir (1920-2004) Ærlækjarseli
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.9.2019
Tungumál
- íslenska