Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Kolbeinn Ingi Kristinsson (1926-2010)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.7.1926 - 30.11.2010
Saga
Kolbeinn Ingi Kristinsson fæddist í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi 1. júlí 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. nóvember 2010. Banamein hans var krabbamein. Kolbeinn ólst upp á Selfossi frá unga aldri ásamt móður sinni. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Samvinnuskólann í Reykjavík. Árið 1945 tók hann ungur við starfi verslunarstjóra hjá KÁ á Selfossi og starfaði þar til ársins 1957 þegar þau Þorbjörg fluttu til Reykjavíkur. Þá tók Kolbeinn þátt í stofnun Egilskjörs við Hlemmtorg og starfaði þar sem verslunarstjóri fram til ársins 1964 þegar hann stofnaði eigin matvöruverslun, Kostakjör í Skipholti. Versluninni var lokað 10 árum síðar en árið 1975 var Kolbeinn ráðinn forstjóri Kaupfélagsins Hafnar á Selfossi (síðar Höfn-Þríhyrningur HF) og veitti því fyrirtæki forstöðu í 21 ár, þar til hann ákvað að láta af störfum í ársbyrjun 1996 eftir farsælan starfsferil við verslun í rúmlega 50 ár. Kolbeinn var virkur þátttakandi í Kaupmannasamtökum Íslands og sat í stjórn samtakanna í nokkur ár. Kolbeinn var mikill íþróttamaður á yngri árum og keppti þá í hástökki og stangarstökki. Hann var valinn í hið sigursæla frjálsíþróttalandslið Íslands árið 1951 ásamt Clausen-bræðrum og fleiri afreksmönnum. Hann stundaði skíðaiðkanir í mörg ár ásamt fjölskyldu sinni og keppti nokkur ár í badminton fyrir TBR. Golf átti hug hans allan sl. 40 ár en hann var félagi í Golfklúbbi Selfossi frá stofnun klúbbsins. Kolbeinn var gerður að heiðursfélaga hjá Kaupmannasamtökum Íslands, UMF Selfoss, Golfklúbbi Selfoss og TBR.
Útför Kolbeins fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Staðir
Tunga í Gaulverjabæjarhreppi Árn.: Selfoss
Réttindi
Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Samvinnuskólann í Reykjavík.
Starfssvið
Árið 1945 tók hann ungur við starfi verslunarstjóra hjá KÁ á Selfossi og starfaði þar til ársins 1957 þegar þau Þorbjörg fluttu til Reykjavíkur. Þá tók Kolbeinn þátt í stofnun Egilskjörs við Hlemmtorg og starfaði þar sem verslunarstjóri fram til ársins 1964 þegar hann stofnaði eigin matvöruverslun, Kostakjör í Skipholti. Versluninni var lokað 10 árum síðar en árið 1975 var Kolbeinn ráðinn forstjóri Kaupfélagsins Hafnar á Selfossi (síðar Höfn-Þríhyrningur HF) og veitti því fyrirtæki forstöðu í 21 ár, þar til hann ákvað að láta af störfum í ársbyrjun 1996 eftir farsælan starfsferil við verslun í rúmlega 50 ár. Kolbeinn var virkur þátttakandi í Kaupmannasamtökum Íslands og sat í stjórn samtakanna í nokkur ár.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Kolbeinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þorbjörgu Sigurðardóttur, þann 16.4. 1949. Foreldrar hennar voru Sigurður Óli Ólafsson, fv. alþingismaður, f. 7.10. 1896, d. 15.3. 1992, og Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4.2. 1904, d. 9.6. 1992.
Kjörsonur Kolbeins og Þorbjargar er Sigurður Kristinn viðskiptafræðingur, f. 11.2. 1960, búsettur í Kaupmannahöfn. Eiginkona hans er Edda D. Sigurðardóttir snyrtifræðingur. Foreldrar hennar eru Sigurður Ásmundsson sendifulltrúi, f. 27.3. 1932, d. 5.2. 1999 og Karí K. Eiríksdóttir sjúkraliði, f. í Noregi 14.3. 1935. Börn Sigurðar og Eddu eru: a) Eva Katrín viðskiptafræðingur, f. 25.7. 1985, búsett í Kópavogi. Sambýlismaður hennar er Kristján Þór Gunnarsson læknir, f. 15.12. 1981. Börn Evu og Kristjáns eru Karólína Kolbrún, f. 2007 og Alexandra Edda, f. 2009. b) Andrea Þorbjörg nemi, f. 13.9. 1990, búsett í Kaupmannahöfn. c) Kristín Edda nemi, f. 22.9. 1993, búsett í Kaupmannahöfn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Kolbeinn Ingi Kristinsson (1926-2010)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 30.6.2017