Kolbeinn Högnason (1889-1949) kennari Kollafirði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Kolbeinn Högnason (1889-1949) kennari Kollafirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.6.1889 - 14.5.1949

Saga

Kolbeinn Högnason 25. júní 1889 - 14. maí 1949. Bóndi, kennari og skáld í Kollafirði 1920 og var þar 1930. Var í Reykjavík 1910.

Staðir

Réttindi

Kolbeinn tók próf frá Kennaraskóla Íslands 1913. Hann var síðan bóndi í Kollafirði til 1943 að hann brá búi og gerðist skrifstofumaður í Reykjavík.

Starfssvið

Ljóðasafn Kolbeins kom út 1943 í þrem bókum sem nefndust: Hnoðnaglar, Kræklur og Olnbogabörn. Nýtt safn, Kurl, kom út 1946 og Kröfs, kver með ýmiss konar skáldskap hans öðrum, árið 1948. Auk þess kom út eftir hann smásaganasafnið, Kynlegar kindur, árið 1946. Kolbeinn var þekktur hagyrðingur og urðu margar lausavísna hans landfleygar. (Sjá einkum Jón Sigurðsson: „Um Kolbein í Kollafirði“. Són – tímarit um óðfræði – 4. hefti, bls. 83–98)

Lagaheimild

Oft hef ég saman orðum hnýtt
einum mér til gleði.
Það er annars ekkert nýtt
að Íslendingur kveði.

Aldrei frið ég öðlast má
auðnu svo ég hrósi.
Alltaf vakir einhver þrá
eftir meira ljósi.

Best er að hafa brotið fæst
boðorð fram í elli.
En stórt er að hrasa og standa næst
styrkari á lífsins svelli. .

Það er heita helvíti hér að leita að gæfunni, dyggu af þreytast dagsverki, deyja sveitarómagi.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Högni Finnsson 11.5.1861 - 4.9.1927. Snikkari í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910 og barnsmóðir hans; Katrín Kolbeinsdóttir 18. apríl 1866 - 8. mars 1937. Var í Kollafirði, Brautarholtssókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Kollafirði.
Kona Högna: Þórunn Jóhannesdóttir 10.7.1865 - 6.11.1961. Var í Litla-Gerði, Stórólfshvolssókn, Rang. 1870. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja á Vitastíg 8 a, Reykjavík 1930. Ekkja í Reykjavík 1945.

Systkini Kolbeins samfeðra;
1) Böðvar Högnason 8.11.1900 - 20.2.1971. Var í Reykjavík 1910. Starfsmaður á Lindargötu 12, Reykjavík 1930. Iðnaðarmaður í Reykjavík 1945.
2) Kristín Högnadóttir 29.9.1903 - 28.11.1996. Var í Reykjavík 1910. Búðarstúlka á Vitastíg 8 a, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945.
3) Björn Högnason 12.12.1905 - 30.4.1987. Var í Reykjavík 1910. Múrari á Vitastíg 8 a, Reykjavík 1930. Múrari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Kona hans 1914; Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir 15. jan. 1891 - 21. ágúst 1989. Kennari, var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Bjarkargötu 10, Reykjavík 1930.
Fóru þau brúkaupsför með U. M. F. »Afturelding« sem segir frá hjer ofar. Vísir, 1096. tölublað (24.07.1914), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1112934
Seinni kona hans; Málfríður Jónsdóttir húsfreyju frá Bíldsfelli í Grafningi.

Börn þeirra;
1) Helga Kolbeinsdóttir 18. ágúst 1916 - 28. maí 1985. Var á Bjarkargötu 10, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Kollafirði og síðar í Reykjavík. Maður hennar 20.2.1937; Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Stóru-Borg.
2) Kolbeinn Kolbeinsson 12. des. 1918 - 29. feb. 2008. Var í Kollafirði, Brautarholtssókn, Kjós. 1930. Bóndi í Kollafirði og síðar verkamaður í Kópavogi. Kona Kolbeins 29.5.1954; Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir 20. feb. 1924. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, f. 28.7. 1892, d. 6.4. 1936, og Ólöf Helgadóttir, f. 26.4. 1898, d. 2.11. 1945. Stóru-Borg í Víðidal. Barnsmóðir hans 9.1.1949; Ásdís Jóhannesdóttir 19. des. 1924 - 10. ágúst 2007. Starfaði í prentsmiðju. Var í Kvíadal, Skeiðflatarsókn, V-Skaft. 1930.
3) Björn Kolbeinsson 6. jan. 1921 - 12. mars 1970. Var í Kollafirði, Brautarholtssókn, Kjós. 1930. Rafvélavirki í Reykjavík. Kona hans 1954; Kristín Þorláks Þorsteinsdóttir 2. feb. 1929 - 24. des. 1999. Var á Framnesvegi 1 c, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík. Fósturforeldrar: Eiríkur Ormsson rafvirkjameistari f. 6.7.1887 og Rannveig Jónsdóttir f. 9.6.1892.
4) Unnur Kolbeinsdóttir 27. júlí 1922 - 14. sept. 2016. Var á Bjarkargötu 10, Reykjavík 1930. Húsfreyja, kennari og bókavörður í Reykjavík. Maður hennar; Sigurður Ellert Ólason 19. jan. 1907 - 18. jan. 1988. Hæstaréttarlögmaður, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, síðast bús. í Reykjavík. Stúdent á Bergþórugötu 25, Reykjavík 1930. F. 24.1.1907 skv. kb.
Börn Kolbeins;
5) Gerður Kolbeinsdóttir 3. apríl 1932 - 17. okt. 2014. Kennari á Selfossi, í Reykjavík og loks í Hveragerði. Maður hennar 1951; Guðni Sigurður Einarsson 6. maí 1928 - 3. okt. 2013. Var í Keflavík 1930. Árbæ við Selfoss. Seinni maður Gerðar; Ingimar Jónsson Einarsson 13. jan. 1925 - 18. maí 2001. Lögfræðingur, síðast bús. í Hveragerðisbæ.
6) Gunnar Kolbeinsson 16. feb. 1937

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði (1.9.1908 - 3.2.2005)

Identifier of related entity

HAH01293

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði

er barn

Kolbeinn Högnason (1889-1949) kennari Kollafirði

Dagsetning tengsla

1937

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Jóhannsdóttir (1891-1989) Kennari Reykjavík (15.1.1891 - 21.8.1989)

Identifier of related entity

HAH04432

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Jóhannsdóttir (1891-1989) Kennari Reykjavík

er maki

Kolbeinn Högnason (1889-1949) kennari Kollafirði

Dagsetning tengsla

1914

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07412

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 31.12.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir