Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
23.5.1916 - 7.1.2000
Saga
Kjartan Ragnars hæstaréttarlögmaður fæddist á Akureyri 23. maí 1916. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Kjartan Ragnars lauk stúdentsprófi frá MA árið 1936 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1942, varð héraðsdómslögmaður 1949 og hæstaréttarlögmaður 1958. Hann var aðstoðarmaður og síðar fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1942 til 1956 og var jafnframt í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs barnakennara. Hann sat ráðstefnur Institut International des Sciences Administratives fyrir Íslands hönd í Portúgal, Belgíu og Hollandi á árunum 1949 til 1954. Kjartan hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðaritgerðasamkeppni Sameinuðu þjóðanna 1955 og kynnti sér starfsemi þeirra sama ár í New York. Hann varð riddari sænsku Norðurstjörnuorðunnar 1957, riddari 1. stigs norsku St. Olavsorðunnar 1970 og riddari íslensku Fálkaorðunnar 1975.
Útför Kjartans fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Akureyri:
Réttindi
Kjartan Ragnars lauk stúdentsprófi frá MA árið 1936 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1942, varð héraðsdómslögmaður 1949 og hæstaréttarlögmaður 1958.
Starfssvið
Hann var aðstoðarmaður og síðar fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1942 til 1956 og var jafnframt í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs barnakennara. Hann sat ráðstefnur Institut International des Sciences Administratives fyrir Íslands hönd í Portúgal, Belgíu og Hollandi á árunum 1949 til 1954. Hann varð fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1956 og hlaut fræðimannastyrk Atlantshafsbandalagsins 1958 til rannsókna í París. Árið 1960 var Kjartan skipaður sendiráðsritari í Stokkhólmi og 1965 í Osló. Þar sat hann til 1970 en var skipaður deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1972 og sendifulltrúi 1983. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1985.
Lagaheimild
Kjartan hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðaritgerðasamkeppni Sameinuðu þjóðanna 1955 og kynnti sér starfsemi þeirra sama ár í New York.
Fjölmargar ritsmíðar, einkum þýðingar, liggja eftir Kjartan, þar á meðal þýðing á bókinni Um ellina eftir Cíceró sem út kom í Lærdómsritaröð Bókmenntafélagsins 1982.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Ragnar Ólafsson, kaupmaður og konsúll á Akureyri, f. 25.11. 1871, d. 14.9. 1928, og kona hans, Guðrún Johnsen, f. 11.1. 1880, d. 29.4. 1973.
Kjartan var áttundi í röð tíu systkina, sem upp komust, en þau tóku sér öll ættarnafnið Ragnars.
Systkini Kjartans voru þessi: Egill Ragnars, útgerðarmaður á Siglufirði og Þórshöfn, kvæntur Sigríði Elísabetu Stefánsdóttur; Þuríður Ragnars, húsfreyja, gift dr. Lárusi Einarssyni, prófessor í Árósum í Danmörku; Sverrir Ragnars, kaupmaður og sparisjóðsstjóri á Akureyri, kvæntur Maríu Matthíasdóttur; Valgerður Ragnars húsfreyja, gift Halldóri Á. Sigurbjörnssyni stórkaupmanni í Reykjavík; Ólafur Ragnars, kaupmaður á Siglufirði, síðar í Reykjavík, kvæntur Ágústu Johnson; Jón Ragnars, stýrimaður í Reykjavík, kvæntur Camillu Guðmundsdóttur; Ásgrímur Ragnars, fulltrúi í Kópavogi, kvæntur Önnu Ólafsdóttur og síðar Huldu Ólafsdóttur; Guðrún Ragnars, sjúkraliði og húsfreyja í Reykjavík, fyrr gift Geir Borg, og Ragna Ragnars, snyrtifræðingur og húsfreyja í Reykjavík, ekkja Karls Magnúsar Grönvolds lögregluvarðstjóra. Af systkinunum lifa nú einungis Sverrir, Guðrún og Ragna.
Kjartan Ragnars kvæntist 19. október 1941 Ólafíu Þorgrímsdóttur, húsfreyju og fótaaðgerðardömu í Reykjavík. Hún fæddist 10. desember 1916 en lést á heimili þeirra hjóna í Bólstaðarhlíð 15 í Reykjavík 23. október 1997. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Sigurðsson (1890-1955), togaraskipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, og kona hans Guðrún Jónsdóttir (1890-1970).
Börn þeirra Kjartans og Ólafíu eru:
1) Áslaug Ragnars, f. 23. apríl 1943, blaðamaður og rithöfundur í Reykjavík. Synir hennar eru Andrés Magnússon, vefþróunarstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, dóttir hans er Iðunn, og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi í Reykjavík, kona hans er Guðbjörg Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, þeirra dóttir Snæfríður.
2) Bergljót Kjartansdóttir, f. 14. júní 1944, listmálari. Dóttir hennar er Katrín Ragnars, nemi í arkitektúr.
3) Hildur Kjartansdóttir, f. 15. júlí 1947, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar, gift Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Sonur hennar er Atli Knútsson sálfræðingur, verkefnisstjóri hjá Össuri hf., unnusta hans er Elín Dóra Halldórsdóttir sálfræðingur.
4) Kjartan Ragnars, f. 27. september 1949, hæstaréttarlögmaður í Kópavogi, kvæntur Ragnhildi Guðmundsdóttur kennara. Börn hans fyrir hjónaband eru Logi, lögregluþjónn í Reykjavík, kona hans er Elín Björg Guðjónsdóttir íþróttakennari, og Ingibjörg Birna, stúdent í Reykjavík. Synir þeirra Ragnhildar eru Kári, Hákon og Kjartan.
5) Ragna Ragnars, f. 26. janúar 1958, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Börn hennar eru Kristín Larsdóttir Dahl og Stefán Ari Dahl.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Kjartan Ragnarsson Ragnars (1916-2000) sendifulltrúi frá Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 30.6.2017
Tungumál
- íslenska