Kjartan Búi Aðalsteinsson (1951-1991)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Kjartan Búi Aðalsteinsson (1951-1991)

Hliðstæð nafnaform

  • Kjartan Búi Aðalsteinsson (1951-1991) lyfsali

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.1.1951 - 21.12.1991

Saga

Kjartan B. Aðalsteinsson lyfsali ¬ Minning Fæddur 6. janúar 1951 Dáinn 21. desember 1991 Í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Kjartan B. Aðalsteinsson lyfsala á Blönduósi. Það var snemma á síðasta ári að við fengum þær válegu fréttir að Kjartan gengi með alvarlegan sjúkdóm. Þrátt fyrir þetta reiðarslag lifðu þó allir í þeirri von að hægt yrði að sigrast á þessum veikindum. Þegar líða tók á árið þótti sýnt hvert stefndi og aðfaranótt 21. desember þrutu kraftarnir og hann lést eftir stutta legu á sjúkarhúsi Blönduóss. Það er erfitt að sætta sig við að ungur maður sé kallaður burt í blóma lífsins frá maka og þremur börnum, sem nú verða að sjá á eftir elskulegum eiginmanni og föður.

Staðir

Reykjavík: Blönduós

Réttindi

Hann varð stúdent frá náttúrufræðideild MH 1971 og stundaði síðan nám í lyfjafræði á árunum 1971-1976, fyrst við Háskóla Íslands og síðan við Danmarks framaceutiske Hösjkole í Kaupmannahöfn.

Starfssvið

Kjartan starfaði fyrst hjá heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, en 1981 varð hann lyfsali í Apóteki Austurlands á Seyðisfirði og 1986 lyfsali Blönduóss apóteks.
Kjartan gekk til liðs við Lionsmenn á Blönduósi á haustdögum 1985 en hafði áður starfað að sömu málefnum austur á Seyðisfirði.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Kjartan fæddist í Reykjavík 6. janúar 1951. Foreldrar hans eru þau Árný Snæbjörnsdóttir og Aðalsteinn Þórarinsson húsasmiður og var hann fjórði í röð fimm barna þeirra hjóna. Eiginkona hans1974 var Emma Arnórsdóttur.
Eftir því sem árin liðu eignuðust þau þrjú myndarleg börn. Elstur er
1) Davíð Örn, fæddur 1976,
2) Petra Björg, fædd 1978,
3) Bjarni Þór, fæddur 1984.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01643

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 30.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir