Kjalarland

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Kjalarland

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1800 - 1975)

Saga

Eyðijörð. Eigandi 1975; Elínborg Margrét Kristmundsdóttir 10. okt. 1909 - 15. jan. 1996. Starfsmaður hjá Pósi og síma. Síðast bús. í Vindhælishreppi. Ógift.
Elstu rituðu heimildir er geta Kjalarlands er jarðabók frá 1686. Í manntali frá 1703 eru fjórir skráðir til heimilis en tólf þegar flest er árið 1860. Árið 1708 var jörðin í eyði „og hefur í eyði legið síðan í næstu fardögum. [...] Þessi jörð hefur lagst í eyði vegna fólkfæðu síðan bólusóttina, aftur má hana byggja ef fólk til fengist. Enginn brúkar þessa jörð þetta ár til neinna gagnsemda.

Um jörðina segir í jarðabók frá 1708 „Torfrista næg, stúnga lök. Lýngrif og hrísrif til eldiviðar bjarglegt. Túninu grandar sandfok úr melholti, sem nálægt er túninu. Engjar öngvar.“ Jörðin er svo metin í Fasteignamati frá 1916-1918: „Túnið er talið 9-10 dagsl. Það er í góðri rækt og grasgefið, en þó nokkuð harðlent, að mestu slétt eða greiðfært. Mætti auka það út að nokkru. [...] Engjar litlar og reitingslegar á dreif um bithaga, að nokkru votlendar, óvéltækar. Hey holl, en fremur létt. Stutt á engjar og vegur ekki slæmur. Má ætla að heyja megi í meðalári um 200hb. Engjar ógirtar. “

Í sóknalýsingu frá 1873 segir að á Brunnárdal hafi verið Hafursstaðasel hið gamla og hið nýja og Kjalarlandssel í Selhvammi, skammt norðan Brunnár.

Gamli bærinn stóð syðst í gamla túninu og fjós sambyggt. Búið er að rífa bæinn en þó sér móta fyrir dældum í túninu og einhver gróður skil eru þar sem bærinn stóð. Dældirnar eru um 20sm djúpar. Þess ber að geta að tún var óslegið þegar skráning fór fram sumarið 2011. Á túnakorti frá 1920 er bær og fjós syðst í túni. Um bæjarhús segir í fasteignamati 1916-1918: baðstofa er alþiljuð með skarsúð og heilþilstafni en að öðru leyti eru torfveggir og torfþak. Húsið er sagt gott og nýtt. „Önnur bæjarhús og geymsluhús lítilfjörlega torfhús, flest gömul, en ekki óstæðileg.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://handrit.is/. Skoðaður þann 10.02.2012. Fasteignamat 1916-1918 undirmat; A-Húnavatnssýsla. Kjalarland nr. 264). Kvíaból var sunnan túns, nú orðið töðuvöllur.

Norðaustur af Dokkaflóa heita Krókar, vestan við þá heita Krókamelar, þar vestur af Veituhólar, vestur af þeim er Veita, þar vestur af Kattarhóll [...].“

Staðir

Vindhælishreppur; Brunnárdalur; Hafursstaðasel; Kjalarlandssel; Selhvammur; Brunná; Dokkaflói; Krókar; Krókamelar; Veituhólar; Veita; Kattarhóll:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

<1901> Þorleifur Frímann Björnsson 13. des. 1851 - 4. sept. 1905. Vinnumaður á Syðri-Hóli, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Höfnum, Hofssókn, Hún. 1880. Bóndi í Fossseli í Skagaheiði. Bóndi á Kjalarlandi á Skagaströnd 1901. Kona hans; Ósk Sigurðardóttir 18. ágúst 1868 - 27. jan. 1942. Húsfreyja á Kjalarlandi á Skagaströnd.

<1910> Ósk Sigurðardóttir 18. ágúst 1868 - 27. jan. 1942. Húsfreyja á Kjalarlandi á Skagaströnd. Ekkja
<1910> Sveinbjörn Páll Guðmundsson 11. júlí 1875 - 5. ágúst 1957. Bóndi á Syðri-Ey á Skagaströnd.

1910-1920> Sveinbjörn Páll Guðmundsson 11. júlí 1875 - 5. ágúst 1957. Bóndi á Syðri-Ey á Skagaströnd. Kona hans; Ósk Sigurðardóttir 18. ágúst 1868 - 27. jan. 1942. Húsfreyja á Kjalarlandi á Skagaströnd.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Sigurðardóttir (1874-1970) Búðardal (6.3.1874 - 25.10.1970)

Identifier of related entity

HAH06225

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristjana Sigurðardóttir (1872-1958) Kirkjubóli í Skutulsfirði (4.3.1872 - 18.11.1958)

Identifier of related entity

HAH09175

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Einar Árnason Haraldsson (1925-1983) Breiðavaði (24.9.1925 - 14.11.1983)

Identifier of related entity

HAH03096

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elínborg Kristmundsdóttir (1909-1996) Kjalarlandi (10.10.1909 - 15.1.1996)

Identifier of related entity

HAH03231

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00687

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/DSCNJ4VC/bsk-2012-124-skagabyggd.pdf

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir