Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Kerið í Grímsnesi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950)
Saga
Kerið er gíghóll í Grímsnesi. Það er 270 m langt og um 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og niðri í honum er tjörn. Dýpt tjarnarinnar fer eftir grunnvatnsstöðu, hún er 7 til 14 m djúp.
Kerið var áður talið sprengigígur en núna er talið að það sé niðurfall eftir hrun gjallgígs. Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 6500 árum og mynduðu Grímsneshraun.
Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít).
Kerið er eign Kerfélagsins, sem tekur aðeins gjald af þeim ferðamönnum sem koma með rútum að skoða það.
Staðir
Grímsnes; Árnessýsla; Grímsneshraun; Grænavatn hjá Krísuvík;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Kerið væri sprengigígur, líkt og Grænavatn hjá Krísuvík, sem myndast hefði í einni sprengingu. En svo var ekki og gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít), sem sennilega hefur orðið fyrir áhrif grunnvatns.
Vatnið í Kerinu er einnig grunnvatn. Í formála (Prologus) Gylfaginningar lýsir Snorri Sturluson hugmyndum fornmanna um jörðina. Þar segir:
Það hugsuðu þeir og undruðust, hví það myndi gegna, er jörðin og dýrin og fuglarnir höfðu saman eðli í sumum hlutum og þó ólík að hætti. Það var eitt eðli að jörðin var grafin í hám fjalltindum og spratt þar vatn upp, og þurfti þar eigi lengra að grafa til vatns en í djúpum dölum. Svo eru og dýr og fuglar, að jafnlangt er til blóðs í höfði og fótum.
Það er að vísu ekki alveg rétt að jafndjúpt sé á grunnvatn á háum fjallatindum og í djúpum dölum, en þó má víðast grafa svo djúpt að komi niður á grunnvatn — það eru brunnar.
Ástæðan fyrir vatninu í Kerinu í Grímsnesi er sem sagt sú að það nær niður fyrir grunnvatnsborðið þarna á svæðinu – kannski mætti líkja því við eldhússigti sem stungið er hálfu niður í vatnsílát.
Grunnvatnsborðið getur hækkað og lækkað eftir úrkomu, en þá hækkar eða lækkar jafnt í Kerinu sem í berggrunninum í kring.
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Suðurl
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.2.2019
Tungumál
- íslenska