Jónína Jónsdóttir (1910-2009) frá Söndum í Miðfirði

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jónína Jónsdóttir (1910-2009) frá Söndum í Miðfirði

Parallel form(s) of name

  • Jónína Steinunn Jónsdóttir (1910-2009) frá Söndum í Miðfirði

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Junna

Description area

Dates of existence

19.8.1910 - 21.10.2009

History

Jónína Steinunn Jónsdóttir (Junna) fæddist á Söndum í Miðfirði 19. ágúst 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 21. október síðastliðinn. Jónína Steinunn bjó til 25 ára aldurs í heimahúsum á Söndum. Árið 1929 fór hún í vist til Reykjavíkur í einn vetur og árið eftir á Kvennaskólann á Blönduósi. Þau Guðmundur giftu sig og hófu búskap í Reykjavík 1935 og bjuggu lengst af á Ránargötu 14, í Bröttugötu 3b og í Skaftahlíð 10. Jónína Steinunn var heimavinnandi húsmóðir og Guðmundur starfaði sem póstfulltrúi í Reykjavík, lengst af á Bögglapóststofunni, uns hann lét af störfum 1970. Frá 1975 til 1982 tóku hjónin að sér umsjón með Sumarbúðum símamanna við Apavatn. Gestkvæmt var á heimili þeirra alla tíð enda voru þau félagslynd og afar gestrisin. Jónína Steinunn var félagi í kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í Reykjavík og starfaði með félaginu svo lengi sem kraftar leyfðu. Nokkrum árum eftir andlát Guðmundar flutti hún á Kleppsveg 62 og bjó þar í 10 ár. Hún dvaldi síðustu tæp 5 árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útför Jónínu Steinunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 30. október, og hefst athöfnin kl. 15.

Places

Sandar í Miðfirði: Reykjavík:

Legal status

Kvsk á Blönduósi 1930-1931: Húsfreyja:

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru hjónin Salóme Jóhannesdóttir frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi, húsfreyja á Söndum, f. 27.8. 1886, d. 24.5. 1975, og Jón J. Skúlason, bóndi á Söndum, f. 2.2. 1884, d. 28.11. 1965. Systkini Jónínu Steinunnar voru Margrét, f. 1909, d. 1932, Málfríður Nanna, f. 1911, d. 1972, Björn Baldur, f. 1913, d. 1995, Jóhanna Ingibjörg, f. 1915, d. 1927, og Einar, f. 1918, d. 1990.
Jónína Steinunn giftist 19.10. 1935 Guðmundi Georg Albertssyni, f. á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi 22.12. 1900, d. 21.3. 1989. Foreldrar hans voru hjónin Dagmey Sigurgeirsdóttir frá Ytri-Kárastöðum, f. 1867, d. 1906 og Jóhann Albert Stefánsson frá Höfðahólum á Skagaströnd, f. 1866, d. 1915. Þau bjuggu að Syðri-Kárastöðum.
Jónína Steinunn og Guðmundur eignuðust þrjú börn. Þau eru:
1) Jón Grétar, f. 26.7. 1936, kvæntist Þórunni Tómasdóttur, f. 1934, þau skildu. Börn þeirra: Stúlkubarn, dó nokkrum dögum eftir fæðingu, og Tómas, f. 1959, kvæntist Kolfinnu S. Magnúsdóttur, þau eiga 2 dætur og 3 dóttursyni. Þau skildu. Tómas kvæntist Katrínu Danivalsdóttur, þau eiga eina dóttur. Þau skildu. Tómas er kvæntur Hrönn Traustadóttur, þau eiga eina dóttur. Hrönn átti fyrir son. c) Jónína Steinunn, f. 1961, gift Árna Rafni Jónssyni, þau eiga 2 syni. Seinni kona Jóns Grétars er Sesselja Ó. Einarsdóttir, f. 1938. Sonur þeirra er Ragnar, f. 1979, í sambúð með Árnýju Þórarinsdóttur, þau eiga 2 dætur. Sesselja á 4 börn af fyrra hjónabandi.
2) Jóhann Örn, f. 7.10. 1941, kvæntur Guðrúnu Helgu Hauksdóttur, f. 1943. Börn þeirra: a) Guðríður Anna, f. 1962, gift Ingvari Júlíusi Bender, þau eiga 2 börn. b) Kristjana Helga, f. 1964, gift Benedikt Haraldssyni, þau eiga 2 dætur. Kristjana átti fyrir dóttur og dótturdóttir. Benedikt átti fyrir son. c) Vigdís, f. 1966, í sambúð með Stefáni Péturssyni, þau eiga 2 börn. d) Guðmundur Haukur, f. 1972.
3) Salóme Guðný, f. 19.8. 1944, gift Helga Þór Guðmundssyni, f. 1943, dóttir þeirra er Auður, f. 1967.

General context

Relationships area

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940

is the associate of

Jónína Jónsdóttir (1910-2009) frá Söndum í Miðfirði

Dates of relationship

1930-1931

Description of relationship

Námsmey þar 1930-1931

Related entity

Guðmundur Georg Albertsson (1900-1989) Syðri-Kárastaðir á Vatnsnesi: (22.12.1900 - 21.3.1989)

Identifier of related entity

HAH01279

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Georg Albertsson (1900-1989) Syðri-Kárastaðir á Vatnsnesi:

is the spouse of

Jónína Jónsdóttir (1910-2009) frá Söndum í Miðfirði

Dates of relationship

19.10.1935

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Jón Grétar, f. 26.7. 1936, kvæntist Þórunni Tómasdóttur, f. 1934, þau skildu. Seinni kona Jóns Grétars er Sesselja Ó. Einarsdóttir, f. 1938. 2) Jóhann Örn, f. 7.10. 1941, kvæntur Guðrúnu Helgu Hauksdóttur, f. 1943. 3) Salóme Guðný, f. 19.8. 1944, gift Helga Þór Guðmundssyni, f. 1943,

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01611

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 28.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places