Jónína Ragnheiður Guðjónsdóttir (1910-1990)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jónína Ragnheiður Guðjónsdóttir (1910-1990)

Hliðstæð nafnaform

  • Jónína Ragnheiður Guðjónsdóttir (1910-1990) Tindum í Geiradal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Nonna

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

19.8.1910 - 20.8.1990

Saga

Jónína R. Guðjónsdóttir ¬ Minning Fædd 19. ágúst 1910 Dáin 20. júní 1990 Fólk kemur og fer, fólk lifir og deyr, siglir í nætursortann og sést ekki meir. Ýmis verk þess og orð eru nærtæk um stund, síðan hverfa þau sjónum á sömu lund.
(G.Kr.)
Eins og flest íslensk ungmenni þess tíma varð Jónína að láta sér nægja stutta farskólafræðslu. Nærri má geta að hún, sem elsta barn, varð að hjálpa mikið til heimafyrir í uppvexti. Upp úr tvítugu lá hins vegar leið hennar burt til að vinna fyrir sér í vinnu- og kaupmennsku og í tvö sumur var hún ráðskona vegagerðamanna.
Fyrstu árin leigði Jónína íbúð í Arnarholti 3 og festi síðan kaup á íbúð á Brekkubraut 21. Ragnheiður dóttir hennar flutti fljótlega tilhennar og þær höfðu alltaf mjög náið samband. Síðustu sex æviárin var Jónína á heimili dóttur sinnarog fjölskyldu hennar í Furugrund 39 á Akranesi. Þá var heilsunni farið að hraka.

Staðir

:órustaðir í Bitrufirði: Tindar í Geiradal: Akranes:

Réttindi

Starfssvið

Fyrst eftir að Jónína flutti til Akraness vann hún við Þvotta- og efnalaugina þar, síðan um tíma við Elliheimilið í Arnardal og hálfan annan áratug við þvotta á Sjúkrahúsi Akraness, seinast í hálfu starfi. Alla tíð þótti hún sérstaklega ósérhlífin, dugleg og vandvirk.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Jónína Ragnheiður, oftast kölluð Nonna, var elsta barn hjónanna á Þórustöðum í Bitrufirði í Strandasýslu, Guðjóns Magnúsar Ólafssonar og Margrétar Jóhönnu Gísladóttur.
Systkini Jónínu voru Ólafía, fædd 1911, Gísli, fæddur 1914, dáinn 1965, Bjarni, fæddur 1916 og Jón fæddur 1926. Á Þórustöðum var tvíbýli og mannmargt, þar bjuggu ennfremur hjónin Einar Ólafsson, bróðir Guðjóns, og Ingunn Gísladóttir, systir Margrétar. Þau áttu fjögur börn á líku reki og Jónína og hennar systkini.
Í júní 1943 giftist hún Grími Arnórssyni á Tindum í Geiradal og þau hófu búskap þar í sambýli við foreldra Gríms.
Jónína og Grímur eignuðust þrjú börn:
1) Arnór verslunarstjóra í Króksfjarðarnesi, kvæntan Sóleyju Vilhjálmsdóttur,
2) Guðjón Grétar, véltæknifræðing á Akureyri, kvæntan Ástu Garðarsdóttur sjúkraliða og
3) Ragnheiður á Akranesi, sem gift er Guðmundi Kristjánssyni vélvirkja.
Haustið 1962 slitu Jónína og Grímur samvistir og hún flutti til Akraness.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01614

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 28.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir