Jónatan Hallvarðsson (1903-1970) Hæstaréttardómari

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jónatan Hallvarðsson (1903-1970) Hæstaréttardómari

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. okt. 1903 - 19. jan. 1970

Saga

JÓNATAN HALLVARÐSSON
HÆSTARÉTTARDÓMARI
Grein þessi eftir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 1970 og er birt hér með leyfi barna hans.
Jónatan Hallvaiðsson varð sjálfur, að mestu einn og óstuddur, að sjá sér farborða á námsbraut sinni. Hann hafði því á þeim árum lagt gjörfa hönd á fleira en flestir skólabræðra hans, sem bjuggu við auðveldari kjör i æsku. Jónatan lauk gagnfræðaprófi utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík árið 1923, þá rúmlega tvítugur, sat einungis einn vetur í skólanum, í fjórða bekk, og lauk stúdentsprófi utanskóla á árinu 1925 með góðri 1. einkunn. Hann hafði þá lesið fimmta og sjötta bekk á einum vetri og jafnframt unnið fyrir sér. í lagadeild Háskólans settist hann haustið 1925 og tók embættispróf vorið 1930 með góðri 1. einkunn, eftir 5 ára veru í deildinni, og var það ekki lengri, heldur skemmri timi en ýmsir þeirra, sem
engu höfðu öðru að sinna en náminu, þurftu til að Ijúka þvi. A þessum árum var Jónatan m. a. heimiliskennari hjá barnmörgum fjölskyldum. Þar af spratt ævilöng vinátta hans og Ellingsens-fólksins.
Jónatan gerðist fulltrúi lögreglustjórans i Reykjavik strax sumarið 1930. Eftir það varð braut hans bein til vandasömustu og æðstu lögfræðiembætta i landinu. Fyrst var hann fulltrúi lögreglustjóra í sex ár, síðan settur lögreglustjóri i fjögur ár, þá fyrsti sakadómari i Reykjavík fimm ár, lengst af skipaður, og loks skipaður hæstaréttardómari í tæp tultugu og fimm ár. Öllum þessum embættum gegndi Jónatan við miklar vinsældir og virðingu, jafnt starfsbræðra, undirmanna og almennings. Nauðleitarmenn, sem kynnzt höfðu Jónatan á lögreglustjórnarárum lians, leituðu iðulega til hans á seinni árum, þvi að þeir fundu, að hann vildi leysa vandræði þeirra eftir því, sem föng stóðu til, enda hélt hann
tryggð við þá. Jónatan var maður mildur og friðsamur í eðli en úrskurðargóður og ötull þegar á reyndi. Hann naut sín þess vegna vel í öllum þessum störfum, enda léttu meðfædd sanngirni, ágæt dómgreind og góð lagaþekking honum dómarastörfin. Embætti hæstaréttardómara er að vísu fjölbreytt vegna margháttaðra úrskurðarefna, en hefur í för með sér
nokkra einangrunarhættu, einkum ef því er gegnt mjög lengi. Enda var það yfirdómarinn Bjarni Thorarensen, sem orti:
Ekki er hollt að hafa ból,
hefðar uppá jökultindi.
Skaphöfn Jónatans gerði honum flestum auðveldara að standast þá þraut. Hann skildi hver vandi er af þessu búinn bæði dómaranum sjálfum og samskiptum hans við aðra, ef ekki er höfð full gát á. Auk aðalstarfa sinna voru Jónatan falin margvisleg trúnaðarstörf, svo sem formennska ríkisskattanefndar, sáttasemjarastörf i vinnudeilum fyrr og síðar, fulltrúastörf á þingi Sameinuðu þjóðanna og ýmist einum eða með öðrum samning fjölda lagafrumvarpa. Öll þessi störf leysti Jónatan af hendi með þeirri prýði, sem einkenndi hann og verk hans. & þar skemmst að minnast þess, að í fyrra var hann skipaður i sáttanefnd til lausnar hinum miklu vinnudeilum, sem þá voru yfirvofandi. Loks undirbjó hann hina nýju löggjöf og reglugerð um Stjórnarráð íslands.
Á aðfangadag 1930 kvæntist Jónatan Rósu (Sigurrós) Gísladóttur og hafa þau sdðan búið saman í fágætlega hamingjusömu hjónabandi. Efnahagur Jónatans var stundum heldur þröngur, eins og verða hlýtur um þann, sem er í útdráttarsamri stöðu með takmörkuðum tekjum. En þau hjón gættu alltaf fyllstu ráðdeildar og hefur heimili þeirra ætið verið með afbrigðum vistlegt og ánægjulegt þangað að koma. Hygg ég og leit að manni, sem umhyggjusamari sé um heimili sitt, konu og börn, en Jónatan var. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Halldór lögfræðingur, skrifstofustjóri Landsvirkjunar, sem er kvæntur Guðrúnu Dagbjartsdóttur, Bergljót, kona Jóns Sigurðssonar ráðuneytisstjóra, og Sigríður, kona Þórðar Þ. Þorbjörnssonar verkfræðings. Öllum kippir þeim systkinum í kyn til sinna góðu foreldra og geta sér hvarvetna hið bezta orð.
Við Jónatan höfum nú þekkzt hátt á fimmta áratug og lengst af mjög náið. Á lagadeildar-árum okkar urðum við þegar samrýmdir, vorum þá m. a.
báðir áhugasamir um stjórnmál og tókum þátt í starfi Frjáislynda flokksins, og lukum lagaprófi með dags millibili vorið 1930. Síðan hafa leiðir okkar legið saman með margvíslegum hætti. Því fer þó fjarri, að við höfum ætíð verið sammála. Um stjórnmál töluðum við t. d. alls ekki saman í mörg ár og innti ég hann á fullorðinsárum aldrei eftir skoðunum hans á
þeim. En í ótal öðrum efnum, ekki sízt varðandi filókna lagasetningu, hefur Jónatan verið mér ómetanlegur ráðgjafi. Svo vildi til, að hinn 18. desember s.l. kom Jónatan til mín til að afhenda mér síðustu útgáfu af frumvarpi að reglugerð um Stjórnarráð Islands. Hann sagðist þá vera að koma úr Hæstarétti og hefði þar og þá skilað af sér
dómarastörfunum til félaga sinna. Kom tal okkar þar, að við sammæltum okkur ásamt konum okkar um kvöldið og áttum saman mjög ánægjulega stund. Félaga sína og starfsfólk í Hæstarétti kvaddi Jónatan svo heima hjá sér daginn eftir, en veiktist þá um nóttina eftir. Siðan hefur hann legið fársjúkur þangað til hann andaðist að morgni hins 19. janúar.
Ég vissi raunar, að Jónatan hafði lengi verið heilsuveill, en ekkert slikt var á honum að sjá á síðustu samfundum okkar. Við rifjuðum þá upp ýmislegt, sem á dagana hefur drifið. Okkur kom saman um, að leiðust væri sú manntegund, sem þættist sjálf alfullkomin og krefðist fullkomleika af öðrum, því að eitthvað mætti með rökum að öllum finna. En þótt ýmsar blikur væru á lofti í samskiptum manna, virtist okkur samt stefna í rétta átt. Þá minntumst við mjög ánægjulegs ferðalags, sem við fjögur höfðum farið vestur á Snæfellsnes fyrir nokkrum
árum. Við lögðum þá lykkju á leið okkur niður Mýrar og fórum út í Skutilsey, þar sem Jónatan lifði sín fyrstu bernskuár. Nú var eyjan komin i eyði, en Jónatan varð ungur í annað sinn, þegar hann sýndi okkur bernskustöðvarnar og hvernig fugl var þar fangaður. Þegar þessi ferð var farin, var verið að leggja veginn fyrir Ólafsvíkurenni og komumst við því ekki þá leið, heldur snerum við í Rifi. S.l. sumar ætluðum við að bæta úr því, en mér varð ætíð eitthvað til farartálma. Á dögunum hétum við að láta ekki fara svo að sumri, enda gætum við þá minnzt fjörutíu ára lögfræðingsafmælis okkar. En hér hefur sem oftar farið öðru vísi en ætlað var. Jónatan var þegar orðinn hættulega veikur, þótt hann léti það ekki uppi út í frá.
hjarta hans var bilað svo að hann átti erfitt með gang og varð að halda sér við með meðulum. Hann ætlaði ekki að láta skríða til skarar um sjúkdóminn fyrr en eftir jól. Þá var það orðið um seinan, en sjálfur sýndi hann þessa siðustu daga sömu fyrirhyggju og æðruleysi og hann hafði gert allt sitt lif. Og sjaldan hefi ég hitt glaðari mann og bjartsýnni en Jónatan var þetta síðasta samvistakvöld okkar. Ég þekki og engan, sem ánægðari hefur mátt líta yfir lifsferil sinn en Jónatans Hallvarðsson.
Bjarni Benediktsson

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09462

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

MÞ 31.07.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir