Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jónas Jónsson (1930-2007)
Parallel form(s) of name
- Jónas Jónsson (1930-2007) Búnaðarmálastjóri
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
9.3.1930 - 24.7.2007
History
Jónas Jónsson fæddist í Yztafelli í Köldukinn 9. mars 1930. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 24. júlí síðastliðinn. Á sumrin árin 1960-1963 vann Jónas hjá fyrirtækinu Fóður og fræ í Gunnarsholti, kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963, starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1966-1971. Jónas var aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974, starfsmaður Búnaðarfélags Íslands 1974-1980 og búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði ritstörf. Jónas Jónsson sat í, og leiddi störf fjölda nefnda og sjóða innan landbúnaðarins og tók þátt í samningu þingfrumvarpa um málefni landbúnaðarins á 7., 8. og 9. áratug aldarinnar sem leið, m.a. landnámsstjórnar, Landgræðslusjóðs, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Framleiðnisjóðs og Skógræktar ríkisins.
Náttúruvernd og umhverfismál stóðu Jónasi ætíð nærri. Hann sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 1969 og var formaður félagsins 1972-1981. Þá var hann formaður samstarfsnefndar um landgræðslu, landnýtingu og gróðurvernd 1974-1981, varaformaður náttúruverndarráðs 1978-1984, sat í dýraverndarnefnd og dýraverndarráði, auk örnefnanefndar.
Þá starfaði Jónas einnig ötullega að ritstörfum alla tíð. Hann var m.a. ritstjóri: Freys 1974–1980, Handbókar bænda 1975–1980 og Búnaðarritsins 1981–1990. Hann ritstýrði og var aðalhöfundur sögu æðarræktar á Íslandi og hefur síðustu ár haft forgöngu um og unnið ásamt fleirum að samningu heildarrits um sögu íslensks landbúnaðar frá öndverðu til okkar tíma. Stefnt er að útgáfu ritsins innan nokkurra missera.
Jónas Jónsson sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norð-austurlandskjördæmi 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969.
Útför Jónasar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Places
Ystafell í Köldukinn:
Legal status
Stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1952 og búfræðinám frá Hólum 1953. Hann lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi 1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum1961-1962.
Functions, occupations and activities
Búnaðarmálastjóri:
Mandates/sources of authority
Ritstjóri: Freys 1974–1980, Handbókar bænda 1975–1980 og Búnaðarritsins 1981–1990. Hann ritstýrði og var aðalhöfundur sögu æðarræktar á Íslandi og hefur síðustu ár haft forgöngu um og unnið ásamt fleirum að samningu heildarrits um sögu íslensks landbúnaðar frá öndverðu til okkar tíma. Stefnt er að útgáfu ritsins innan nokkurra missera.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi og rithöfundur, f. 4. júní 1889, d. 10. febrúar 1969 og Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir húsmóðir, f. 9. mars 1893, d. 4. janúar 1972.
Systkini hans eru: Kristbjörg, f. 8. júní 1918, d. 6. apríl 2003; Hólmfríður, f. 4. febrúar 1921; Sigurður, f. 23. júlí 1924, d. 13. mars 2003; Friðgeir, f. 28. janúar 1927, d. 29. janúar 1996 og Hildur, f. 2. júní 1932.
Hinn 11. ágúst 1956 kvæntist Jónas Sigurveigu Erlingsdóttur, f. 14. apríl 1935. Foreldrar hennar voru Erlingur Jóhannsson, bóndi og skógarvörður í Ásbyrgi, f. 2. nóvember 1903, d. 27. júní 1990 og kona hans Sigrún Baldvinsdóttir húsmóðir, f. 18. september 1907, d. 28. ágúst 1993.
Börn Jónasar og Sigurveigar eru:
1) Sigrún, f. 26.3. 1957, maki Björn Erling Johannessen, f. 3.1. 1956, börn þeirra eru a) Einar, f. 1.7. 1980, b) Ívar, f. 29.7. 1984, c) Nína Sigurveig, f. 21.10. 1986, d) Stefán, f. 22.5. 1992.
2) Helga, f. 10.2. 1959, maki Tómas Þór Tómasson, f. 16.8. 1959, börn þeirra eru a) Þóra, f. 22.12. 1982, b) Jónas, f. 1.11. 1985, c) Tómas Helgi, f. 1.10. 1990, d) Arnhildur, f. 24.5. 2000.
3) Jón Erlingur, f. 11.2. 1959, maki Védís Jónsdóttir, f. 12.2. 1965, börn þeirra eru a) Jón Freysteinn, f. 3.1. 1995, b) Áshildur, f. 27.5. 1998.
4) Úlfhildur, f. 13.10. 1963, maki Þorsteinn S. Karlsson, f. 21.5. 1963, a) Hrafn Ingason, f. 22.9. 1988, faðir hans er Ingi Már Elvarsson, f. 8.8. 1962, b) Hlynur Þorsteinsson, f. 15.8. 2001.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 28.6.2017
Language(s)
- Icelandic