Jónas Helgason (1947-2011) Æðey

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jónas Helgason (1947-2011) Æðey

Hliðstæð nafnaform

  • Jónas Helgason Æðey

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.11.1947 - 20.1.2011

Saga

Jónas Helgason fæddist 18. nóvember 1947 í Reykjavík. Bóndi og búfræðingur í Æðey, Snæfjallahreppi.
Jónas ólst upp í Reykjavík þar til á vordögum 1961 að hann fluttist með foreldrum og systkinum til Æðeyjar þar sem þau hófu búskap.
Hann lést á heimili sínu í Æðey 20. janúar 2011.
Útför Jónasar fór fram frá Grafarvogskirkju 28. janúar 2011, og hófst kl. 15.

Staðir

Reykjavík; Æðey:

Réttindi

Jónas útskrifast sem búfræðingur frá Hvanneyri 1966 og sest aftur á skólabekk 1970 er hann tekur gagnfræðapróf frá Héraðsskólanum í Reykjanesi.

Starfssvið

Jónas tók þar við rekstri búsins alfarið 1979 er faðir hans lést, en hafði áður, í kringum 1970, hafið búskap á móti þeim.
Jónas sest á búnaðarþing 1995, sem fulltrúi fyrir Æðarræktarfélag Íslands og hefur verið fulltrúi þar síðan. Átti sæti í stjórn Æðarræktarfélags Íslands, fyrst sem aðalmaður 1984-1985, varamaður frá 1993-1994 og aftur aðalmaður frá 1994 og tekur við sem formaður Æðarræktarfélags Íslands 1999, til dánardags. Jónas sinnti félagsmálum í nokkrum mæli, sat í hreppsnefnd Snæfjallahrepps, tók þátt í endurvakningu ungmennafélags sveitarinnar, var félagi í Kiwanishreyfingunni. Samhliða búskapnum hóf hann hin síðari ár að ferja ferðamenn um Djúpið, í Jökulfirðina og norður á Hornstrandir.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Helgi Jóhannes Þórarinsson 15. apríl 1920 - 1. ágúst 1979. Var á Látri, Vatnsfjarðarsókn, N-Ís. 1930. Deildarstjóri í Reykjavík. Síðar bóndi í Æðey í Ísafjarðardjúpi. Síðast bús. í Snæfjallahreppi og kona hans; Guðrún Lárusdóttir 11. sept. 1918 - 27. apríl 2001. Var í Æðey II, Unaðsdalssókn, N-Ís. 1930. Fósturfor: Kristján Jónas Jónasson og Elísabet Svanhildur Guðmundsdóttir í Æðey. Húsfreyja í Æðey, síðast bús. í Reykjavík 1994.

Systkini Jónasar;
1) Þórarinn Helgason
2) Guðmundur Lárus Helgason
3) Einar Helgason
4) Guðjón Helgason
5) Kristín Guðrún Helgadóttir

Kona hans; Katrín S. Alexíusdóttir 20. mars 1982. Foreldrar hennar eru: Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 10. júlí 1926, og Alexíus Lúthersson, f. 28. september 1921, d. 11. september 1996.
Synir þeirra eru:
1) Alexíus Jónasson f. 31. ágúst 1982, í sambúð með Eddu Maríu Hagalín og eiga þau eina dóttur, Katrínu Fjólu,
2) Magnús Helgi Jónasson f. 16. júlí 1984, í sambúð með Sigrúnu Helgadóttur og eiga þau einn son, óskírðan.
3) Jónas Kristján Jónasson f. 1. júní 1990.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05013

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 23.8.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir