Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jón Torfi Jónasson (1947) Prófessor
Parallel form(s) of name
- Jón Torfi Jónasson
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
9.6.1947
History
Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs.
Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og menntun. Fyrst beindi hann sjónum sínum að notkun tölva í skólastarfi og fjarkennslu, síðan að þróun framhaldsskólans og rýndi þá sérstaklega í umfang og ástæður brottfalls nemenda. Hann hefur einnig fjallað um háskólamál og var meðal annars beðinn um að skrifa rit um áskoranir háskóla fyrir evrópsku samtökin, Observatory Magna Charta Universitatum á 20 ára afmæli þeirra árið 2008.
Jón Torfi hefur skrifað um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla (bæði bók- og starfsnám), háskóla, fullorðinsfræðslu og símenntun, einkum hvað einkennir þróun þessara þátta menntunar í ljósi sögunnar, meðal annars í samanburði ólíkra skólakerfa. Árið 1985 var hann fenginn til að spá fyrir um þróun menntunar 25 ár fram í tímann og beinir enn sjónum sínum að því viðfangsefni, meðal annars hvernig kerfið ætti að bregðast við, og hefur bent á margvíslega (kerfis-) tregðu sem dregur úr eðlilegum breytingum í menntamálum.
Jón Torfi lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1972, eftir að hafa lokið einu ári í sagnfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við sama skóla. Hann lauk síðan MSc-prófi í tilraunasálfræði 1973 frá háskólanum í Sussex með áherslu á hugfræði (e. cognitive psychology) og doktorsprófi í sama fagi frá háskólanum í Reading á Englandi árið 1980.
Hann kenndi sálarfræði náms og hugsunar, aðferðafræði og síðan fjölmargar greinar menntavísinda frá 1977, fyrst sem stundakennari, síðan sem lektor, dósent og prófessor frá 1993. Hann var deildarforseti Félagsvísindadeildar HÍ 1995-2001 og forseti Menntavísindasviðs HÍ 2008-2013. Hann hefur gegnt formennsku í fjölmörgum nefndum á vegum Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytis.
Places
Reykjavík
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Jón Torfi Jónasson, f. í Reykjavík, 9.6.1947.
Maki: Bryndís Ísaksdóttir, bókasafns- og upplýsingarfræðingur, fagstjóri í Lbs.-Hbs., f. í Reykjavík, 7.5.1947.
Börn þeirra eru: Ragnheiður, f. 5.4.1972, Guðrún Anna, f. 23.8.1974, Kristín Eva, f. 12.3.1979, d. 23.9.2001, Stefán Árni, f. 2.8.1988.
Foreldrar: Guðrún Ö. Stephensen, húsmóðir, f. 30.10.1914 í Hólabrekku í Reykjavík. Jónas B. Jónsson, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík, f. 8.4.1908 á Torfalæk á Ásum í A-Hún.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
MÞ 16.3.2022
Language(s)
- Icelandic