Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jón Þórisson (1948-2016) leikmyndateiknari
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
- okt. 1948 - 1. jan. 2016
Saga
Jón Þórisson fæddist á Siglufirði 19. október 1948. Hann lést á heimili sínu 1. janúar 2016.
Foreldrar Jóns voru hjónin Þórir Kristján Konráðsson bakarameistari, f. 10.7. 1916 á Ísafirði, d. 20.3.1995, og Hrönn Jónsdóttir húsmóðir, f. 4.1. 1918 á Siglufirði, d. 18.5. 2005.
Systkini Jóns eru Fylkir, f. 1941, Helga, f. 1943, Jens, f. 1946, Konráð, f. 1952, d. 2014, Vörður, f. 1958, og Þorbjörg, f. 1959.
Jón kvæntist Ragnheiði Kristínu Steindórsdóttur leikkonu, f. 26.6. 1952, 2014 eftir áratuga sambúð.
Börn Jóns og Ragnheiðar eru Steindór Grétar, f.1.10. 1985, og Margrét Dóróthea, f. 9.5. 1990. Sambýliskona Steindórs er Kristjana Björg Reynisdóttir, f. 1988. Sambýlismaður Margrétar er Jón Geir Jóhannsson, f. 1975.
Jón lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði 1965 og starfaði síðan nær óslitið við leikmyndagerð í leikhúsi og fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann stundaði nám við MHÍ 1970-1972, nam leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hlaut starfsþjálfun hjá Danmarks Radio & TV. Jón starfaði lengst af hjá LR en einnig fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Íslensku óperuna, Íslenska dansflokkinn, Ríkissjónvarpið, Stöð 2, þýsku stöðina NDR, London Weekend, Ísfilm og fjölda áhugamannaleikfélaga. Jón vann með fjölmörgum sjónvarps- og kvikmyndagerðarmönnum, setti upp vörusýningar og hlaut verðlaun fyrir hönnun sýningarbása og umbúða. Hann innréttaði veitingastaði og verslanir og gerði útilistaverk og minnisvarða, t.d. Hvirfil í Sandgerði. Hann átti þátt í hönnun og leikhústæknilegri útfærslu á Borgarleikhúsinu og gerði hátt í 40 leikmyndir fyrir LR í Iðnó, Austurbæjarbíói og Borgarleikhúsinu. Hann vann mikið við kvikmyndir og sjónvarp, þ.á m. eru Land og synir, Útlaginn, Vér morðingjar, Steinbarn, Hælið, Dómsdagur og Brekkukotsannáll (í samstarfi við Björn Björnsson). Jón kom að undirbúningi og hafði umsjón með nokkrum erlendum gestasýningum á Listahátíð, m.a. fyrir San Franciscoballettinn. Hann átti sæti í stjórn LR af og til á árunum 1982 til 2000. Einnig var hann um langt skeið í inntökunefnd Félags íslenskra leikara og var einn af stofnendum Samtaka um leikminjasafn og sat þar í stjórn. Á seinni árum starfaði Jón einkum við söfn og sögusýningar og gerði m.a. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit og Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
MÞ 29.05.2024
Tungumál
- íslenska