Jón Þórisson (1920-2001) Reykholti

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Þórisson (1920-2001) Reykholti

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Þórisson Reykholti

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.9.1920 - 5.12.2001

Saga

Jón Þórisson fæddist í Álftagerði í Mývatnssveit 22. september 1920. Jón ólst upp í Mývatnssveit til tíu ára aldurs en hann fluttist með foreldrum sínum í Reykholt í Borgarfirði þar sem hann hefur búið síðan. Bóndi í Reykholti í Borg. Var í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykholtsdalshr.
Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 5. desember 2001.
Útför Jóns fór fram frá Reykholtskirkju 5.12.2001 og hófst athöfnin klukkan 11.

Staðir

Álftagerði Þing.; Reykholt:

Réttindi

Hann lauk námi frá Reykholtsskóla 1938, íþróttakennaraprófi frá Íþróttaskólanum á Laugarvatni 1940 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1946.

Starfssvið

Jón stundaði íþróttakennslu á vegum Ungmennafélags Íslands víða um land á árunum 1940-43, var barnakennari í Staðarskólahverfi í Vestur-Húnavatnssýslu 1943-44 og við Reykholtsdalsskólahverfi 1946-47, var kennari við Héraðsskólann í Reykholti 1947-86 og bóndi í Reykholti 1947-88.

Lagaheimild

Jón sat í stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar 1945-49, í stjórn Ungmennafélags Reykdæla 1947-50 og var formaður þess 1958-59, sat í stjórn Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi 1978-80 og var formaður þeirra síðasta árið, hann var oddviti Reykholtsdalshrepps 1974-82, sat í sýslunefnd 1982-89, í stjórn SVFÍ 1976-88, ritstjóri Fréttabréfs SVFÍ 1985-91 og formaður Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum frá stofnun þess 1991 til 1997.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Þórir Steinþórsson 7. maí 1895 - 5. júní 1972. Bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit, síðar kennari og skólastjóri í Reykholti í Borgarfirði. Bóndi í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930 og fyrri kona hans; Þuríður Friðbjörnsdóttir 18. sept. 1900 - 11. feb. 1932. Húsfreyja í Álftagerði í Mývatnssveit og í Reykholti í Borgarfirði. Húsfreyja í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930.
Seinni kona Þóris; Laufey Þórmundsdóttir 4. des. 1908 - 11. des. 1999. Var í Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Reykholti. Síðast bús. í Reykholti.

Alsystkini Jóns eru:
1) Steingrímur Þórisson 15. júlí 1923 - 16. sept. 2002. Var í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Steingrímur kvæntist 17.4. 1943 fyrri konu sinni, Ástu Dagmar Jónasdóttur, f. á Siglufirði 7.9. 1924, d. 17.3. 2001. Var á Eskifirði 1930. Heimili: Siglufjörður. Sonardóttir Magnúsar Stefánssonar og Bjargar E. Jónasdóttur. Starfaði lengst af við heimilisstörf og barnauppeldi, síðar ráðskona og vökukona. Síðast bús. í Garðabæ.
2) Steinþóra Þórisdóttir [Lóla] fyrrverandi verslunarmaður í Reykjavík, f. 3. apríl 1926 - 8. des. 2013. Var í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Húsfreyja í Reykjavík og rak fyrirtæki ásamt eiginmanni sínum. Steinþóra giftist 4. desember 1949 Halldóri Einarssyni, ljósmyndara og básúnuleikara, f. 1. mars 1926 á Bakka á Akranesi, d. 21. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Halldóra Helgadóttir, f. 6. september 1875 á Háafelli í Hvítársíðu, d. 30. október 1964, og Einar Ingjaldsson, f. 29. ágúst 1864 í Nýlendu á Akranesi, d. 31. júlí 1940, bóndi og skipstjóri á Bakka á Akranesi.
3) Kristján Þór Þórisson fyrrverandi skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 28.1. 1932.
Hálfsystur, samfeðra þær;
4) Sigrún Þórisdóttir lyfjafræðingur og meinatæknir í Reykjavík, f. 19. des. 1936 - 17. júní 2017.
5) Þóra Þórisdóttir starfsmaður hjá Landspítalanum í Fossvogi, f. 8.2. 1944.

Jón kvæntist 29. desember 1945 Halldóru Jóhönnu Þorvaldsdóttur, f. 15. júlí 1921 - 9. nóv. 2012. Var á Valdastöðum, Grindavíkursókn, Gull. 1930. Húsfreyja og stöðvarstjóri Póst og síma í Reykholti í Reykholtsdalshreppi.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Klemenzson og Stefanía Tómasdóttir og bjuggu þau á Járngerðarstöðum í Grindavík.
Börn Jóns og Halldóru eru:
1) Þórir Jónsson f. 25. júní 1946, húsasmíðameistari og verslunarmaður í Mosfellsbæ, kvæntur Huldu Olgeirsdóttur, f. 16. nóvember 1949, póstafgreiðslumanni, og eiga þau þrjá syni,
Olgeir Jón, Halldór Karl og Jóhann Má.
2) Þorvaldur Jónsson f. 1. ágúst 1949, húsasmiður og bóndi í Brekkukoti í Reykholtsdal, kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur afgreiðslustjóra Íslandspósts í Reykholti og eiga þau fjögur börn, Guðmund Inga, Jón Þór, Halldóru Lóu og Helga Eyleif.
3) Eiríkur Jónsson f. 6. júlí 1951, formaður Kennarasambands Íslands, Reykjavík. Hann var kvæntur Maríu Ingadóttur, f. 9. apríl 1953, og eignuðust þau tvö börn, Hjört Inga og Hörpu Rún. Þau slitu samvistir. Eiríkur kvæntist Björgu Guðrúnu Bjarnadóttur, f. 27. maí 1955, formani Félags leikskólakennara, og á hún fjögur börn, Eddu Kristínu, Rán, Aðalstein og Bjarna Símon.
4) Kolbrún Jónsdóttir f. 26. desember 1956, starfsmaður á lögmannsstofu, Reykjavík, gift Haraldi Gunnarssyni, f. 10. mars 1964, forritara, og eiga þau eina dóttur, Steinþóru.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05149

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.11.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir