Jón Sigurðsson (1889-1969)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Sigurðsson (1889-1969)

Parallel form(s) of name

  • Jón Sigurðsson (1889-1969) í Ystafelli

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.6.1889 - 10.2.1969

History

Sigurður var fæddur á Litluströnd við Mývatn 28. (kirkjubók: 27.) janúar 1852, dáinn 16. janúar 1926. Bóndi og rithöfundur í Ystafelli í Ljósavatnshreppi, S-Þing. lengst af starfsævi sinnar. Fyrstu búskaparár Jóns voru enginn leikur, hvorki honum né öðrum bændum í verðfall eftirstírðsáranna, og því bjó hann við krappan hag með stóra fjölskyldu framan af og gat ekki ráðizt í þær umbætur á jörð sinni, sem hugur stóð til. Þátttaka hans í félagsmálum óx mjög, og hann hlaut að sinna kalli samtíðarmanna sinna um mikil framlög til þeirra. Á því ára tímabili, 1923-33 var hann flesta vetur meira eða minna í fyrirlestraferðum á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, og fór þá um allar sýslur landsims nema Austur-Skaftafellssýslu. Þá voru hvorki flugvélar né bílar til þess að stytta leiðir, og fór Jón oftast gangandi.

Má nærri geta, að stundum hefur verið kappsamlega gengið og ekki ætíð af hlífisemi við sjálfan sig. Jón var hinn snjallasti fyrirlesari, og samvinmumál honum hugleiknari en flestar hugsjónir aðrar, og ósjaldan var slegið á aðra strengi úr sögu lands og þjóðar. Fyrirlestrar hans voru vel sóttir, og umræður oft fjörugar á eftir, því að hann kunni lag á því að örva þær. Er sagt, að hann hafi oft hýrnað á brá, er einhver varð til andmæla, og hann fékk tækifæri til þess að verja garðinn. Var sú vörn oftast af einstakri vígfimi en þó fullri drenglund flutt .

En Jón í Yztafelli var ekki aðeins að kenna í þessum ferðum, heldur einnig að læra, og árangur þess náms bar ríkulega ávexti. Hann skrifaði á þessum árum bók, sem gefin var út undir nafninu Land og Lýður 1933 um það leyti sem Jón hætti fyrirlestrarferðunum landið. Í þessari bók lýsir Jón sveitum og héruðum, fólki og félagsmálum. Lýsingin stuttorð og gagnorð, frábærlega skýr og snjallrituð.
Hann tók nú til óspilltra málanna við rýmkaðan hag, byggði vandað íbúðarhús, var stórtækur í ræktun og öðrum umbótum, svo að þar óx bú og byggð hröðum skrefum. Jörðinni hafði verið skipt, og varð brátt fjölmennt og margbýlt á staðnum, svo að Yztafell er nú raunar mörg býli, -eða sveitaþorp, því að ný kynslóð, börn þeirra Marteins og Jóns, sem uxu upp og reyndust dugmikið fólk tóku einnig til óspilltra mála. Jóni auðnaðist að sjá feðrajörð sína verða ættaróðal í þeim skilningi, að hún óx og margfaldaðist að gæðum, og veitti niðjunum svigrúm og skjól. Var þarna orðinn mikill ættargarður í túni og mörg heimili, þar sem áður var eitt. Jóni auðnaðist einnig að vinna stórvirki í hugsjónamáli, sem hann bar mjög fyrir brjósti, skógræktinni, en þar eiga frændur hans og synir einnig hönd í verki. Þar sem Skjálfandafljót fellur fram af hrauninu og myndar Þingey er dalbotn breiður milli hlíða Kinnarfells og Frjótsheiðar, en norðan Þingeyjar nálgast fellsendarnir nokkuð, og mynda þessir sveigðuarmar nokkurt skjól fyrir norðanáttinni. Verður þarna hliðarskjól ekki með ósvipuðum hætti og hjá fellunum við Lagarfljót, þar sem Hallormsstaðarskógur er. Í hlíðarhvilftunum beggja vegna fijótsins á móts við Þingey höfðu vöxtulegir skógar haldið velli, og þó var skógurinn að vestan, Yztafellsskógur, sýnu vöxtuIegri. Þeir Yztafellsbræður gengu ekki á skóginn, þótt mannfjölgun kallaði á meiri aðdrætti nauðsynja, heldur slógu varnargarð um hann í öndverðu og hófu síðan að auka við hann og rækta nýjan skóg í samvimmu við skógrækt ríkisins að nokkru, en þó er framtak Yztafellsmanna í skógræktimmi stórbrotnara en flestra annarra. Yztafellsskógur hefur tekið miklum stakkaskiptum og gefur nú litið eftir Vaglaskógi, þar sem, hann er vöxtulegastur. Jón í Yztafelli hefur því séð marga æskudrauma sírna rætast og því verið gæfumaður. Hann hefur starfað með stórbrotnum hætti að ræktun lands og lýðs og unnið umtalsverða sigra. Við ævilok var þessi ættleifð í höndum mikilhæfra og rótfastra niðja. Honum hafði enzt aldur og ráðrúm til þess að sinna félagsmálum og ritstörfum og skila framtíðinni ágætum verkum.

Places

Litlaströnd við Mývatn: Reykir í Hrútafirði 1934 -1937: Ystafell:

Legal status

Hann hafði lítillar skólamenntunar notið, aðeins vetrarpart i unglingaskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Ljósavatni og Jónasar frá Hriflu. Síðar hafði hann dvalizt þrjá mánuði í skóla Benedikts Björnssonar á Húsavík og loks einn vetur á bændaskólanum á Hólum. Þessi skólavist undir handarjaðri öndvegismanna hafði þó reynzt Jóni afladrjúg, auk þess sem sjálfsnámið heima var geysimikið.

Functions, occupations and activities

Þátttaka hans í félagsmálum óx mjög, og hann hlaut að sinna kalli samtíðarmanna sinna um mikil framlög til þeirra. Á því ára tímabili, 1923-33 var hann flesta vetur meira eða minna í fyrirlestraferðum á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, og fór þá um allar sýslur landsims nema Austur-Skaftafellssýslu. Þá voru hvorki flugvélar né bílar til þess að stytta leiðir, og fór Jón oftast gangandi.

Má nærri geta, að stundum hefur verið kappsamlega gengið og ekki ætíð af hlífisemi við sjálfan sig. Jón var hinn snjallasti fyrirlesari, og samvinmumál honum hugleiknari en flestar hugsjónir aðrar, og ósjaldan var slegið á aðra strengi úr sögu lands og þjóðar. Fyrirlestrar hans voru vel sóttir, og umræður oft fjörugar á eftir, því að hann kunni lag á því að örva þær. Er sagt, að hann hafi oft hýrnað á brá, er einhver varð til andmæla, og hann fékk tækifæri til þess að verja garðinn. Var sú vörn oftast af einstakri vígfimi en þó fullri drenglund flutt .

En Jón í Yztafelli var ekki aðeins að kenna í þessum ferðum, heldur einnig að læra, og árangur þess náms bar ríkulega ávexti. Hann skrifaði á þessum árum bók, sem gefin var út undir nafninu Land og Lýður 1933 um það leyti sem Jón hætti fyrirlestrarferðunum landið. Í þessari bók lýsir Jón sveitum og héruðum, fólki og félagsmálum. Lýsingin stuttorð og gagnorð, frábærlega skýr og snjallrituð.

Mandates/sources of authority

Hann skrifaði á þessum árum bók, sem gefin var út undir nafninu Land og Lýður 1933, rit hans Samvinnufélög í Norðurálfu (1945) Um daginn og veginn (Útvarpseirindi) Helga Sörensdóttir (1951) Bóndinn á Stóruvöllum (1953) Héraðslýsing Suður-Þingeyjarsýslu (1954) Sigurður í Yztafelli (1966) og skáldsagan Garðar og Náttfari (1968). Skáldsagan var síðasta verk Jóns og verður ef til vill langlífast. Þar koma rithöfunda kostir Jóns skýrt fram, hið hreina og sterka alþýðumál eflt og styrkt af lindum fornmálsins. Sú bók ætti að vera lestrarbók í skólum. Einnig skrifaði hann um föður sinn Sigurð í Ystafelli og samtíðarmenn sem kom út 1965.

Internal structures/genealogy

„Foreldrar Jóns voru hjónin Kristbjörg Marteinsdóttir 30. mars 1863 - 28. febrúar 1938. Húsfreyja á Mælifelli, Lýtingsstaðahr., Skag. og síðar í Ystafelli. Var í Yztafelli, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930, og Sigurður Jónsson 28. janúar 1852 - 16. janúar 1926. Bóndi í Ystafelli, Ljósavatnshr., S-Þing., alþingismaður og atvinnumálaráðherra. Kristbjörg var dóttir Marteins Halldórssonar, f. 1 ágúst 1838 - 5. maí 1883 frá Bjarnastöðum í Bárðardal. Hann var af svonefndri Hraunkotsætt, sem er fjötmenn í Þingeyjarsýslu og víðar. Af henni var t.d. kominn Tryggvi Þórhallsson, fyrrum forsætisráðheirra. Móðir Kristbjargar var Kristín Jónsdóttir f. 19. apríl 1842 - 12. nóvember 1913, frá Lundarbrekku í Bárðardal af Reykjahlíðarætt og Illugastaðaætt. Úr þeim ættum hefur margt þjóðkunnra manna komið. Sigurður var sonur Jóns Árnasonar frá Sveinsströnd í Mývatnssveit, Arasonar á Skútustöðum í sömu sveit, en Ari var fyrri maður miðkonu Helga Ásmundssomar, sem Skútustaðaætt er venjulega rakin til. Ari var tvíkvæntur og átti 22 börn með konum símum. Eins og að líkum Iætur er því ættbálkur hans stór orðinn. Móðir Sigurðar var Þuríður Helgadóttir frá Skútustöðum. Hún var af svonefndri Belgjarætt, sem kennd er við bæinn Belg í Mývatnssveit. Sú ætt er kunn fyrir bæði amdlegan og líkamlegan skarpleika. Alsystkin Þuríðar voru Friðrika móðir Jóns alþingismanns í Múla og Stefán faðir Jóns á Litluströnd, sem var rithöfundurinn Þorgils gjallandi. Árni á Sveinsströnd, afi Sigurðar, kvæntist um sextugt Guðbjörgu Aradóttur Helgasonar á Skútustöðum. Tóku þau Sigurð Jónsson í fóstur, þegar hann var á öðru ári. Árni dó eftir fá ár. Ekkjan giftist séra Þorsteini Jónssyni frá Reykjahlíð. Hann gerðist prestur að Þóroddsstað í Ljósavatnshreppi 1863, en bjó ekki á kirkjusetrinu, heldur keypti Yztafell og hóf búskap þar. Tveim árum síðar andaðist hann. Ekkjan bjó áfram í Yztafelli, og fimm árum síðar tók Sigurður fóstursonur hennar að sér bústjórnina, þá aðeins átján ára að aldri. Var hann ráðsmaður á búi hennar í átján ár, eða þar til hanm kvæntist og keypti jörðina og mestan hluta búsins af fóstru sinni 1889.

Sigurður Jónsson og Kristbjörg Marteinsdóttir bjuggu í Yztafelli nálega þrjá áratugi (1889—1917) alla tíð með höfðingsskap. Sigurður var hamhleypa til verka, mikill félagsmálamaður, skörunglegur stjórnandi á heimili sínu og á mannfundum, ritfær vel. Hann hélt unglingaskóla áratugum saman á heimili sínu. Tók heim til sín 10-12 unglinga seinni hluta vetrar og kenndi þeim. Var ritstjóri tímarits samvinnufélaganna 1907-1916. Ferðaðist 1911-15 víðs vegar um landið til þess að flytja erindi um samvinnumál. Var landskjörinn þingmaður 1916-25. Varð atvinnumálaráðherra 1917 og gegndi því embætti til 1920.

Kristbjörg kona Sigurðar hafði á sér almenningsorð fyrir mikla mannkosti og þótti sóma sér vel, hvar sem hún kom fram. Sigurður og Kristbjörg eignuðust sex börn og var Jón elztur þeirra, fæddur 4. júlí 1889 að Yztafelli. Jón ólst upp í Yztafelli meðal systkina við mikla vinmu, mikinn bóklestur og fræðslu föður síns. Sigurður var mikil starfsmaður og honum féll aldrei verk úr hendi. Jón var fylgisamur föður sínum þegar hann var heima, og lærði senn af honum handtök vinnunar, tungutak í mæltu máli og fræði mörg. Samhliða þessu tengdist Jón óvenjulega snemma sterkum félagshreyfingum í sýslunni, ungmennafélögunum og samvinnufélögunum og varð á ungum aldri heilhuga og lifandi félagsmálamaður, sem gekk í hvern leik af djörfung og áhuga, í senn veitandi og þiggjandi og snemma átti hann hugsjónir og góðar tillögur að leggja í þann sjóð. Á barnsaldri veiktist Jón og hlaut nokkra lömun af, og háði hún honum nokkuð við vinnu og skriftir alla ævi. Jón varð snemma að veita búi og heimili forstöðu í tíðum fjarvistum föður síns, og þegar Sigurður varð alþingismaður og ráðherra 1917, tóku þeir bræður Jón og Marteinn alveg við búinu og ráku það sem félagsbú fyrst, en skiptu jörðinni síðar að nokkru.

Sumarið 1918 kvæntist Jón Sigríði Helgu Friðgeirsdóttur f. 9.3.1893 – 5.1.1972 frá Þóroddsstað. Helga var dóttir Friðgeirs Kristjánssonar f. 14. maí 1865 - 8. nóvember 1933, bónda á Finnsstöðum og víðar í Ljósavatnshreppi, en móðir Helgu var Kristbjörg Einarsdóttir f. 17. ágúst 1868 - 17. ágúst 1950, kona hans frá Björgum, en móðir Kristbjargar var Agata Magnúsdóttir frá Sandi, f. 17. desember 1831 - 1. janúar 1917.

Voru þau Helga og Jón fimmmenningar, og að þeim báðum kjarnmiklar bændaættir. Helga Friðgeirsdóttir er hin ágætasta kona og Jóni traustur förunautur, enda samvistir þeirra góðar. Hún er greind kona og skapstyrk.
Þau Jón eignuðust sex börn, sem á lífi eru.
1) Kristbjörg 8.6.1919 – 6.4.2003, Kristbjörg giftist í Reykjavík 11. ágúst 1945 Ingólfi Kristjánssyni, f. 27. september 1921 í Reykjavík, d. 13. febrúar 2003. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur Helga, f. 29. janúar 1946, gift Hreini Valtýssyni, búa í Eyvík á Tjörnesi. Þau eiga tvö börn. 2) Kristbjörg, f. 20. janúar 1948, gift Ólafi Dan Snorrasyni, búa á Akureyri. Þau eiga fjögur börn. 3) Gunnhildur, f. 28. nóvember 1950, gift Árna Njálssyni, búa á Jódísarstöðum í Aðaldal. 4) Helga, f. 10. maí 1953, gift Valdimar Valdimarssyni, búa á Akureyri. Þau eiga fjögur börn. 5) Ólafur, f. 18. júlí 1954, kvæntur Elínu Björgu Sigurbjörnsdóttur, búa í Hlíð í Kinn. Þau eiga sex börn. 6) Ari, f. 16. mars 1959, kvæntur Berit Hildu Ljung, búa í Svíþjóð. Þau eiga tvö börn. 7) Sverrir Ingólfur f. 27. september 1965, kvæntur Guðrúnu Petreu Gunnarsdóttur, búa í Ystafelli. Þau eiga einn son.Hólmfríður, gift Árna Kristjánssyni, menntaskólakennara á Akureyri.
2) Sigurður 23.7.1924 – 13.3.2003, Sigurður kvæntist 7. júlí 1951 eftirlifandi konu sinni Kolbrúnu Bjarnadóttur úr Reykjavík. Hún er dóttir Regínu Þórðardóttur leikkonu í Reykjavík og Bjarna Bjarnasonar frá Geitabergi í Svínadal, læknis í Reykjavík. Börn Kolbrúnar og Sigurðar eru: Jón frkvstj. Reykjavík, f. 1952, kvæntur Sigríði Svönu Pétursdóttur sagnfræðingi, þau eiga Sigurð Bjarna, Guðrúnu Erlu og Pétur Má; Regína, f. 1953, fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hún var gift Þorkeli Björnssyni heilbrigðisfulltrúa á Húsavík, þau eiga Leif og Kolbrúnu; Helga, f. 1954, kennari á Akureyri, gift Benedikt Sigurðarsyni sérfræðingi við Háskólann á Akureyri, þau eiga Þorgerði og Sigrúnu; Bjarni, f. 1959, d. 1978; Erla, f. 1964, fræðslufulltrúi á Húsavík, gift Óskari Óla Jónssyni aðstoðarmanni byggingarfulltrúa á Húsavík, þau eiga Hrund og Braga. Einnig dvaldi lengi á heimili þeirra og hefur reynst þeim sem sonur Pétur Helgi Pétursson sjómaður á Húsavík, f. 1960, kvæntur Gunnlaugu Eiðsdóttur, þau eiga Eið, Bjarna, Ínu og Snæfríði., þau eru kennarar og annast barnaskóla Ljósavatnshrepps. Sigurður var landsfrægur sundmaður fyrr á árum.
3) Friðgeir f. 28.1.1927 – 29.1.1996, er ókvæntur en vinnur að félagsbúi fjölskyldunnar í Yztafelli, og hvílir það mjög á honum. Frá 1. maí 1992 bjó Friðgeir Jónsson á Húsavík með sambýliskonu sinni Klöru Hallgerði Haraldsóttur f. 17.5.1933, frá Kaldbak á Rangárvöllum.
4) Jónas 9.3.1930 – 24.7.2007, 11. ágúst 1956 kvæntist Jónas Sigurveigu Erlingsdóttur, f. 14. apríl 1935. Foreldrar hennar voru Erlingur Jóhannsson, bóndi og skógarvörður í Ásbyrgi, f. 2. nóvember 1903, d. 27. júní 1990 og kona hans Sigrún Baldvinsdóttir húsmóðir, f. 18. september 1907, d. 28. ágúst 1993. Börn Jónasar og Sigurveigar eru: 1) Sigrún, f. 26.3. 1957, maki Björn Erling Johannessen, f. 3.1. 1956, börn þeirra eru a) Einar, f. 1.7. 1980, b) Ívar, f. 29.7. 1984, c) Nína Sigurveig, f. 21.10. 1986, d) Stefán, f. 22.5. 1992. 2) Helga, f. 10.2. 1959, maki Tómas Þór Tómasson, f. 16.8. 1959, börn þeirra eru a) Þóra, f. 22.12. 1982, b) Jónas, f. 1.11. 1985, c) Tómas Helgi, f. 1.10. 1990, d) Arnhildur, f. 24.5. 2000. 3) Jón Erlingur, f. 11.2. 1959, maki Védís Jónsdóttir, f. 12.2. 1965, börn þeirra eru a) Jón Freysteinn, f. 3.1. 1995, b) Áshildur, f. 27.5. 1998. 4) Úlfhildur, f. 13.10. 1963, maki Þorsteinn S. Karlsson, f. 21.5. 1963, a) Hrafn Ingason, f. 22.9. 1988, faðir hans er Ingi Már Elvarsson, f. 8.8. 1962, b) Hlynur Þorsteinsson, f. 15.8. 2001. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Hann lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi 1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum1961-1962.Hann er búfræðikandidat og starfsmaður Atvinnudeildar Háskólans.
5) Hildur, f. 2. júní 1932, húsfreyja á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit, gift Sigurbirni Sörenssyni f. 13.5.1931, frá Kvíslarhóli. Þau eru búsett á Húsavík.

General context

Jón er fallinn Sigurðsson,
sveita það er brestur.
Hver á ekki harmsins von?
Hann er allra gestur.

Samt er það, og sannast má,
sigur forlaganna,
að auður lífs er eftirsjá
allra góðra manna.

Orkuljá á æviteig
ættartryggðir brýndu.
Bókapell og fjöðrin fleyg
fögnuð andans sýndu.

Þeir, sem komu þar í bæ,
þýðum mættu tóni.
Bændaprýði á því æ
Íslands saga í Jóni.

Forn er von að falli tré
fyrir tímans spjótum,
þó er oft sem þeirra sé,
þrek, á föstum rótum.

Þeim er Jón, um tímatal,
traustum stofnum líkur.
Út úr forna Eyjadal
enginn honum víkur.
Benedikt Gíslason, frá Hofteigi.

Horfin er nú hetja starfsins
huga mínum kær
Drauma hans og ævianna
einn var jafnan bær.
Þar, sem áfram ættarmeiður
efldum rótum grær.
— Ljóma yfir Yztafellið
Íslandssaga slær.

Kappsfult starf á hverjum degi
kaus hann jafnan sér.
Löng og þvílík annaævi
ávöxt margan ber.
Afrek hans við íslenzk ritstörf.
eru hugstæð mér.
Vorhugann að veganesti
valdi gæfan hér.

Fékk í sól og svörtum byljum
svipmót okkar lands.
Ellin gaf sem görpum fleirum
grárra hára krans.
Áitti djúpar ævirúnir
andlit þessa manns.
Sýnist mér að sveitin missi
svip við fráfall hans.

Ein er sögn sem ævintýri,
en þó sönn um flest.
Að hann segði úti í stórhríð,
allt þá sýndist verst,
og áttir voru ekki tryggar,
ófærðin hvað mest:
„Efalaust af öllum löndum
Ísland það er bezt."

Ást og trú á ættarlandið
orkað miklu fær.
Eins og töfri ungan sprota
ylhýr vorsins blær.
Upp af hverjum óskadraumi
eiitthvað fagurt grær.
Ljóma yfir Yztafellið
Íslandssaga slær.
Einar Karl Sigvaldason.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01588

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places