Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jón Þorsteinsson (1924-1994)
Hliðstæð nafnaform
- Jón Þorsteinsson (1924-1994) lögmaður
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.2.1924 - 7.9.1994
Saga
Jón Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, fæddist á Akureyri 21. febrúar 1924. Hann varð bráðkvaddur 17. september síðastliðinn, sjötugur að aldri, og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirkju 26. september.
Hann var fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum sumarið 1949, fluttist um haustið til Akureyrar og rak þar málaflutningsskrifstofu til 1955. Starfsmaður Alþýðusambands Íslands í Reykjavík var hann 1955--1960, rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1960--1963 og aftur frá 1973 til æviloka.
Jón Þorsteinsson var valinn til ýmissa nefndar- og stjórnarstarfa. Árið 1959 var hann skipaður í nefnd til að undirbúa lög um samningsrétt opinberra starfsmanna og 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga. Hann var í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1961--1972, í kjaranefnd 1962--1973 og í samninganefnd ríkisins um launakjör ríkisstarfsmanna 1962--1966. Málflytjandi ríkisins fyrir Kjaradómi var hann 1963--1972. Árið 1964 var hann skipaður í nefnd til athugunar á menntunarkröfum og atvinnuréttindum vélstjóra og á sama ári kosinn í áfengismálanefnd. Hann var formaður framkvæmdanefndar byggingaráætlunar 1965--1969. Árið 1966 var hann skipaður í nefnd til að semja frumvarp um framleiðnisjóð landbúnaðarins og var síðan í stjórn sjóðsins 1966--1974. Hann var skipaður árið 1968 í nefnd til að athuga ýmsa þætti landbúnaðarmála og var í yfirnefnd um verðlagsgrundvöll landbúnaðarins 1968--1975. Á árunum 1975--1980 átti hann sæti í mörgum sáttanefndum í kjaradeilum. Hann var formaður nefndar sem skipuð var af Hæstarétti á árinu 1986 til að rannsaka viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips. Í Félagsdómi átti hann sæti frá 1986 og í Kjaradómi 1991--1993. Formaður umsjónarnefndar fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu var hann frá 1989.
Jón Þorsteinsson var alþýðuflokksmaður, sat í miðstjórn flokksins 1958--1972. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 skipaði hann efsta sæti á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra í þrennum kosningum til Alþingis og var landskjörinn þingmaður 1959--1971, sat á 12 þingum alls.
Jón Þorsteinsson var skákmeistari Norðurlands 1942--1944 og 1952--1953, eða fimm sinnum alls. Hann var sigurvegari í meistaraflokki á skákþingi Norðurlanda í Svíþjóð 1959 og hlaut sigur í áskorendaflokki á skákþingi Íslands 1976.
Staðir
Akureyri: Seltjarnarnes:
Réttindi
Stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1944: Lögfræðiprófi í Háskóla Íslands vorið 1949: Héraðsdómslögmaður 1950: Hæstaréttarlögmaður 1973: Alþingismaður:
Starfssvið
Hæstaréttarlögmaður: Skákmeistari:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn verkamaður á Akureyri Jónsson bónda í Hrappsstaðakoti í Svarfaðardal Jónssonar og Guðrún Guðmundsdóttir bónda og formanns í Minnihlíð, síðar á Hóli í Bolungarvík Jóhannessonar.
Eiginkona hans var Jónína Sigríður Bergmann.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 27.6.2017
Tungumál
- íslenska