Jón Þorsteinsson (1924-1994)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Þorsteinsson (1924-1994)

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Þorsteinsson (1924-1994) lögmaður

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

21.2.1924 - 7.9.1994

Saga

Jón Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, fæddist á Akureyri 21. febrúar 1924. Hann varð bráðkvaddur 17. september síðastliðinn, sjötugur að aldri, og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirkju 26. september.
Hann var fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum sumarið 1949, fluttist um haustið til Akureyrar og rak þar málaflutningsskrifstofu til 1955. Starfsmaður Alþýðusambands Íslands í Reykjavík var hann 1955--1960, rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1960--1963 og aftur frá 1973 til æviloka.
Jón Þorsteinsson var valinn til ýmissa nefndar- og stjórnarstarfa. Árið 1959 var hann skipaður í nefnd til að undirbúa lög um samningsrétt opinberra starfsmanna og 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga. Hann var í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1961--1972, í kjaranefnd 1962--1973 og í samninganefnd ríkisins um launakjör ríkisstarfsmanna 1962--1966. Málflytjandi ríkisins fyrir Kjaradómi var hann 1963--1972. Árið 1964 var hann skipaður í nefnd til athugunar á menntunarkröfum og atvinnuréttindum vélstjóra og á sama ári kosinn í áfengismálanefnd. Hann var formaður framkvæmdanefndar byggingaráætlunar 1965--1969. Árið 1966 var hann skipaður í nefnd til að semja frumvarp um framleiðnisjóð landbúnaðarins og var síðan í stjórn sjóðsins 1966--1974. Hann var skipaður árið 1968 í nefnd til að athuga ýmsa þætti landbúnaðarmála og var í yfirnefnd um verðlagsgrundvöll landbúnaðarins 1968--1975. Á árunum 1975--1980 átti hann sæti í mörgum sáttanefndum í kjaradeilum. Hann var formaður nefndar sem skipuð var af Hæstarétti á árinu 1986 til að rannsaka viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips. Í Félagsdómi átti hann sæti frá 1986 og í Kjaradómi 1991--1993. Formaður umsjónarnefndar fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu var hann frá 1989.
Jón Þorsteinsson var alþýðuflokksmaður, sat í miðstjórn flokksins 1958--1972. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 skipaði hann efsta sæti á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra í þrennum kosningum til Alþingis og var landskjörinn þingmaður 1959--1971, sat á 12 þingum alls.
Jón Þorsteinsson var skákmeistari Norðurlands 1942--1944 og 1952--1953, eða fimm sinnum alls. Hann var sigurvegari í meistaraflokki á skákþingi Norðurlanda í Svíþjóð 1959 og hlaut sigur í áskorendaflokki á skákþingi Íslands 1976.

Staðir

Akureyri: Seltjarnarnes:

Réttindi

Stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1944: Lögfræðiprófi í Háskóla Íslands vorið 1949: Héraðsdómslögmaður 1950: Hæstaréttarlögmaður 1973: Alþingismaður:

Starfssvið

Hæstaréttarlögmaður: Skákmeistari:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn verkamaður á Akureyri Jónsson bónda í Hrappsstaðakoti í Svarfaðardal Jónssonar og Guðrún Guðmundsdóttir bónda og formanns í Minnihlíð, síðar á Hóli í Bolungarvík Jóhannessonar.
Eiginkona hans var Jónína Sigríður Bergmann.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey (12.12.1897 - 7.4.1988)

Identifier of related entity

HAH03306

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01595

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir