Jón Ólason (1910-1994) Skógum Öxarfirði

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Ólason (1910-1994) Skógum Öxarfirði

Parallel form(s) of name

  • Jón Ólason Skógum Öxarfirði

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

7.12.1910 - 12.8.1994

History

Jón Ólason 7. des. 1910 - 12. ágúst 1994. Vinnumaður á Bakka, Garðssókn, N-Þing. 1930. Bóndi í Skógum í Öxarfirði.

Places

Ytri-Bakki í Kelduhverfi; Skógar í Öxarfirði:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Óli Guðmundur Árnason 9. nóv. 1880 - 23. des. 1960. Bóndi á Ytri-Bakka í Kelduhverfi, síðast á Akureyri. Þau hjón áttu einnig þrjú börn er dóu í æsku og kona hans; Gunnþóra Margrét Þórarinsdóttir 11. mars 1881 - 21. júlí 1963. Húsfreyja á Ytri-Bakka. Þau hjón áttu einnig þrjú börn er dóu í æsku. Sögð Þórðardóttir í Almanaki 1965.

Kona Jóns; Sigríður Guðmundsdóttir 23. nóv. 1913 - 2. feb. 2000. Var á Vestara-Landi, Öxafjarðarhreppi, N-Þing. 1920. Síðast bús. í Öxarfjarðarhreppi.

Meðal barna þeirra;
Árný Jónsdóttir 28. jan. 1943

General context

"Dvaldi hann tvö síðustu árin á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík. Var hann fæddur að Ytri-Bakka í Kelduhverfi 7. desember 1910 og ólst upp í foreldrahúsum. Þegar hann var ungur maður stundaði hann vörubílaakstur, sem í þá daga var talsvert erfitt starf, því þá voru vegirnir ekki greiðfærir eins og nú er. Hann tók til dæmis þátt í að velja fyrsta vegstæðið um Reykjaheiði til Húsavíkur. Kona hans fæddist að Ferjubakka í Öxarfirði 23. nóvember 1913, missti hún föður sinn ung og fór þá í Klifshaga og síðar í Skóga þar sem hún ólst upp til fullorðinsára. Hún var tvígift og með fyrri manni sínum átti hún þrjú börn en missti hann frá þeim ungum, giftist þá Jóni og eignast þau fjögur börn, þar af er einn látinn fyrir aldur fram, var hann þeim til hjálpar við búskapinn lengst af.

Bjuggu þau lengst af að Skógum í Öxarfirði eða þar til jörðin skemmdist í jarðskjálftunum 1976 og urðu þá að bregða búi, fluttu til Kópaskers og dvöldu þar meðan heilsan leyfði. Ég vil þakka fyrir að hafa alist upp hjá þeim í þessari fallegu sveit okkar, fékk líka alveg ómældan stuðning og hjálp við uppeldi sona minna tveggja, og eiga þeir ömmu og afa margt að þakka frá þeim góðu árum. Oft var margt um manninn á heimili þeirra, en það var bara sjálfsagður hlutur, í sveitinni var alltaf pláss fyrir alla, nóg að gera við leik og störf, t.d. að fara á hestbak, veiðiferðir í ána, lónin eða sjóinn, og þótti mömmu alltaf mest gaman að veiða í sjónum á kvöldin í góðu veðri, og fór hún með í þær ferðir. Einnig var vinsælt að fara í eggjaleit á vorin, og safna svartbaks-, gæsa- og kríueggjum."

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05080

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places