Jón Ólafsson lærði (1731-1811) ritari Árnanefndar í Kaupmannahöfn

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Ólafsson lærði (1731-1811) ritari Árnanefndar í Kaupmannahöfn

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Ólafsson Hypnonesius (1731-1811) ritari Árnanefndar í Kaupmannahöfn

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

24.6.1731 - 18.6.1811

Saga

Handritafræðingur í Kaupmannahöfn. Ókvæntur og barnlaus. „Stúderaði utanlands“, segir Espólín. „Valmenni, prýðilega að sér og vel metinn“, segir í Eylendu.
Jón kallaði sig á stundum Hypnonesius, sem er gríska og merkir Svefneyingur. Danir kölluðu hann hinn lærða Íslending.
Páll Eggert Ólason segir um Jón: „Hann var valmenni, prýðilega að sér og vel metinn“.

Hann dó í Kaupmannahöfn.

Staðir

Réttindi

Jón var tekinn í Skálholtsskóla 1747 og varð stúdent 1752. Hann fór til Kaupmannahafnar haustið 1753 og lauk námi í heimspeki 1756. Hann tók guðfræðipróf 1765, en hafði áður fengið mikinn áhuga á íslenskum fræðum.

Starfssvið

Hann einbeitti sér nú að þeim og varð styrkþegi Árnasjóðs 1768.
Jón var lengi ritari Árnanefndar og aðalmaður eða öldungur í stúdentafélagi Íslendinga í Kaupmannahöfn, sem hét „Sakir“.

Lagaheimild

Hann fékk síðar 400 ríkisdala styrk til að vinna að útgáfu rita Snorra Sturlusonar, og varð sú vinna grunnur að útgáfu þeirri á Heimskringlu sem kennd er við Norðmanninn Gerhard Schöning og hóf að koma út 1777. Jón átti mikinn þátt í útgáfu á fleiri ritum, til dæmis Landnámabók 1774, Hungurvöku 1778 og Sæmundar-Eddu sem hóf að koma út 1787. Þá þýddi hann á dönsku Sverris sögu, sem kom út 1813.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Jóns voru Ólafur Gunnlaugsson bóndi í Svefneyjum og Ragnhildur Sigurðardóttir frá Brjánslæk.

Bræður hans;
1) Eggert Ólafsson (1726–1768), skáld og náttúrufræðingur,
2) Magnús Ólafsson (1728–1800) lögmaður, faðir Finns leyndarskjalavarðar
3) Jón Ólafsson yngri (um 1738–1775).

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05656

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 28.2.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir