Jón Ólafsson lærði (1731-1811) ritari Árnanefndar í Kaupmannahöfn

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Ólafsson lærði (1731-1811) ritari Árnanefndar í Kaupmannahöfn

Parallel form(s) of name

  • Jón Ólafsson Hypnonesius (1731-1811) ritari Árnanefndar í Kaupmannahöfn

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.6.1731 - 18.6.1811

History

Handritafræðingur í Kaupmannahöfn. Ókvæntur og barnlaus. „Stúderaði utanlands“, segir Espólín. „Valmenni, prýðilega að sér og vel metinn“, segir í Eylendu.
Jón kallaði sig á stundum Hypnonesius, sem er gríska og merkir Svefneyingur. Danir kölluðu hann hinn lærða Íslending.
Páll Eggert Ólason segir um Jón: „Hann var valmenni, prýðilega að sér og vel metinn“.

Hann dó í Kaupmannahöfn.

Places

Legal status

Jón var tekinn í Skálholtsskóla 1747 og varð stúdent 1752. Hann fór til Kaupmannahafnar haustið 1753 og lauk námi í heimspeki 1756. Hann tók guðfræðipróf 1765, en hafði áður fengið mikinn áhuga á íslenskum fræðum.

Functions, occupations and activities

Hann einbeitti sér nú að þeim og varð styrkþegi Árnasjóðs 1768.
Jón var lengi ritari Árnanefndar og aðalmaður eða öldungur í stúdentafélagi Íslendinga í Kaupmannahöfn, sem hét „Sakir“.

Mandates/sources of authority

Hann fékk síðar 400 ríkisdala styrk til að vinna að útgáfu rita Snorra Sturlusonar, og varð sú vinna grunnur að útgáfu þeirri á Heimskringlu sem kennd er við Norðmanninn Gerhard Schöning og hóf að koma út 1777. Jón átti mikinn þátt í útgáfu á fleiri ritum, til dæmis Landnámabók 1774, Hungurvöku 1778 og Sæmundar-Eddu sem hóf að koma út 1787. Þá þýddi hann á dönsku Sverris sögu, sem kom út 1813.

Internal structures/genealogy

Foreldrar Jóns voru Ólafur Gunnlaugsson bóndi í Svefneyjum og Ragnhildur Sigurðardóttir frá Brjánslæk.

Bræður hans;
1) Eggert Ólafsson (1726–1768), skáld og náttúrufræðingur,
2) Magnús Ólafsson (1728–1800) lögmaður, faðir Finns leyndarskjalavarðar
3) Jón Ólafsson yngri (um 1738–1775).

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05656

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 28.2.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places