Jón Jónsson (1920-1996) Eyjanesi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Jónsson (1920-1996) Eyjanesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

24.02.1920-13.07.1996

Saga

Jón Jónsson var fæddur á Tannstaðabakka í Hrútafirði 24. febrúar 1920. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 13. júlí siðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Einarsson á Tannstaðabakka og eiginkona hans Jóhanna Þórdís Jónsdóttir frá Hróðnýjarstöðum í Laxárdal. Jón var næstyngstur af sjö börnum þeirra hjóna. Systkini hans voru: 1) Guðrún, lést ung. 2) Guðlaug Dahlmann, lengi á ísafirði, vann síðast hjá Ritsímanum í Reykjavík. 3) Svanborg, lést ung. 4) Herdís, á Hraunsnefi í Norðurárdal, siðan starfsstúlka í Reykjavík. 5) Einar, bóndi á Tannstaöabakka. 6) Guðrún, átti Karl Bigseth í Álasundi í Noregi. Guðlaug og Guðrún yngri létust báðar 1993, en Herdís og Einar lifa bróður sinn. Árið 1958 kvæntist Jón Láru Pálsdóttur, f. 31. ágúst 1933, d. 31. ágúst 1993. Lára var dóttir hjónanna Páls Theodórssonar og Vinbjargar Ástu Albertsdóttur á Sveðjustöðum í Miðfirði. Jón og Lára eignuðust sex börn: 1) Jóhanna Svanborg, f. 22.4. 1959, d. 1.3. 1960. 2) Jóhanna Svanborg, f. 12.5. 1961, sjúkraliði í Vestmannaeyjum, gift Sigurði Franz Þráinssyni. 3) Jón Bjarni, f. 31.7. 1962, verktaki í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Jóhannesdóttur. 4) Albert Jónsson, f. 13.1. 1964, bóndi Eyjanesi. 5) Guðrún, f. 1.4. 1967, félagsráðgjafi í Vest- mannaeyjum, gift Hreggviði Ágústssyni. 6) Þorgeir, f. 23.6. 1973, verkamaður í Eyjanesi. Lára átti fyrir tvö börn; Þröst Guðlaugsson, f. 26.3. 1955, bakara á Akranesi, og Vinbjörgu Ástu Guðlaugsdóttur, f. 30.12. 1956, gift Jóni Einarssyni á Blönduósi. Barnabörnin eru orðin á annan tug. Jón stundaði nám í Reykjaskóla tvo vetur. Hann vann á búi foreldra sinna, stundaði félags- búskap með Einari bróður sínum á Tannstaðabakka þar til jörðinni var skipt og Jón og Lára stofna nýbýlið Eyjanes 1959. Þau reistu þar öll hús og ræktuðu Iandið. Jón og Lára bjuggu í Eyjanesi þar til 1991, er þau fluttu á Hvammstanga. Jón var virkur í félagsmálum, sat m.a. um árabil í hreppsnefnd.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06232

Kennimark stofnunar

HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

MÞ 10.02.2025 skráning

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir