Jón Guðmundsson (1870-1944) ljósmyndari Ljárskógum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Guðmundsson (1870-1944) ljósmyndari Ljárskógum

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Ljárskógar Guðmundsson (1870-1944) ljósmyndari Ljárskógum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

9.5.1870 - 25.1.1944

Saga

Bóndi, ljósmyndari og silfursmiður í Ljárskógum, Laxárdal, Dal. frá 1900 til æviloka.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Móðir Jóns, kona Guðmundar i Ljárskógum, var Sólveig Jónsdóttir bónda i Ljárskógum Bergþórssonar bónda í Ljárskógum Þórðarsonar frá Vörðu felli á Skógarströnd. Flutti Bergþór að Ljárskógum í Móðuharðindunum 1783, og hafa ættmenn Jóns því búið í Ljárskógum í full 160 ár sam fleytt. Þeim Guðmundi og Sólveigu Ljárskógahjónum, varð 13 barna auðið og var Jón yngstur þeirra. Lifir nú aðeins eitt þeirra systkina, frú Guðríður Guðmundsdóttir, Leifsgötu 32, i Reykjavík.

Kona hans 1900; Anna Hallgrímsdóttir frá Laxárdal

Börn þeirra;
1) Hallgrímur Jónsson símstöðvarstjóri í Búðardal.
2) Yngvi Jónsson bóndi i Laxárdal á Skógarströnd.
3) Jófríður Jónsdóttir kona Þorsteins Matthíassonar, skólastjóra á Suðureyri við Súgandafjörð
4) Jón Jónsson 28.3.1914 cand. phil;, kennari í Ísafjarðarkaupstað, hinn góðkunni söngvari með MA kvartettinum, og skáld á ljóð og lög.
5) Bogi Jónsson
6) Guðmundur Jónsson refaræktarráðunautur
7) Sólveig Jónsdóttir
8) Ragnheiður Jónsdóttir

Almennt samhengi

Faðir: Guðmundur Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri í Ljárskógum, Laxárdal í Dalasýslu (1829-1890). Móðir: Solveig Jónsdóttir, húsfreyja í Ljárskógum, Laxárdal í Dalasýslu (1832-1911). Jón Guðmundsson lærði gullsmíði hjá Birni Árnasyni á Ísafirði fyrir aldamót. Lærði ljósmyndun á ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Ísafirði 1895. Mögulegt að hann hafi einnig numið á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar. Starfði sem ráðsmaður á Ljárskógum 1890-1900 og var svo bóndi þar frá 1900 til dauðadags. Tók myndir í Ljárskógum frá 1895. Ferðaðist árlega víða um Vesturlandið og tók myndir, aðallega í Dölunum, Snæfellsnesi og Ströndum. Stór hluti plötusafns Jóns og Guðmundar sonar hans eyðilagðist en hluti þess (2575 plötur) eru varðveittar á Þjóðminjasafninu.
Maki: Anna Guðrún Hallgrímsdóttir, húsfreyja í Ljárskógum (1876-1954). Saman áttu þau 7 börn.
[HSK]

Tengdar einingar

Tengd eining

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum (22.6.1901 - 2.12.1983)

Identifier of related entity

HAH04749

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

er barn

Jón Guðmundsson (1870-1944) ljósmyndari Ljárskógum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06376

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Lágmarks

Skráningardagsetning

GPJ 22.1.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 - Bækur.is (baekur.is) Bls 394
Mbl 16.2.1944, bls 4. https://timarit.is/page/1250990?iabr=on
Jón Jónsson | Ísmús (ismus.is) https://www.ismus.is/i/person/uid-fa830c9e-7759-4974-a695-04b99c0c4a6d
Inga Lára Baldvinsdóttir: Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. JPV útgáfan, Þjóðminjasafn Íslands, 2001. Bls. 242.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir