Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jón Á Egilson (1865-1931) Friðfinnshúsi
Parallel form(s) of name
- Jón Egilson (1865-1931) Friðfinnshúsi
- Jón Árnason (1865-1931) Friðfinnshúsi
- Jón Árnason Egilson Friðfinnshúsi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
7.9.1865 - 16.7.1931
History
Jón Árnason Egilson 7. sept. 1865 - 16. júlí 1931. Skrifstofumaður í Bergstaðastræti 71, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík og Stykkishólmi 1909. Bókari Möllers. Friðfinnshúsi 1896, fyrsti íbúinn þar var, nefndist þá Möllershús.
Jón Á. Egilson bókari andaðist um síðustu helgi; var hann þá staddur á skemtiferð í Borgarfirði í sumarleyfi sínu. Jón heitinn var hinn vinsælasti maður og hvers manns- hugljúfi, þeirra er honum kyntust. Hann varð rúmlega hálfsjötugur, fæddur 7. september 1865
Places
Lambastaðir á Seltjarnarnesi; Hafnarfjörður; Hofteigur á Jökuldal 1876; Friðfinnshús [Möllers] Blönduósi 1896; Sauðárkrókur; Stykkishólmur; Ólafsvík; Reykjavík:
Legal status
Gagnfræðaskólinn Flensborg Hafnarfirði, einn af fyrstu nemendum hans;
Functions, occupations and activities
Bókari; Verslunarstjóri;
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Þorsteinn Sveinbjörnsson Egilson 5. jan. 1842 - 20. okt. 1911. Cand. theol. Kaupmaður í Hafnarfirði og kona hans [þau skildu] Arndís Ásgeirsdóttir 10. nóv. 1839 - 23. okt. 1905. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja í Hafnarfirði. Húsfreyja á Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Bjarnahúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Systir sra Þorvaldar á Hjaltabakka og Steinnesi. Fráskilin Hjaltabakka 1880.
Seinni kona hans; Elísabet Þórarinsdóttir 2. júní 1851 - 15. nóv. 1901. Var í Görðum, Garðasókn, Gull. 1870. Húsfreyja í Hafnarfirði.
Alsystkini hans;
1) Sveinbjörn Ásgeir Egilson 21. ágúst 1863 - 25. okt. 1946. Verslunarmaður í Viðey. Ritstjóri og skrifstofustjóri í Reykjavík.
Samfeðra;
2) Þórarinn Böðvar Egilson 3. nóv. 1881 - 22. júlí 1956. Útgerðarmaður í Hafnarfirði 1930. Útgerðarmaður og framkvæmdastjóri í Hafnarfirði.
3) Gunnar Þorsteinsson Egilson 9. júlí 1885 - 14. ágúst 1927. Stjórnarerindreki Íslands á Spáni og víðar. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
4) Egill Egilson 16. sept. 1887 - 21. sept. 1887.
Kona hans 13.6.1895; Guðrún Ragnheiður Benediktsdóttir Blöndal Egilson 1. mars 1865 - 18. maí 1949. Frá Hvammi í Vatnsdal Húsfreyja í Bergstaðastræti 71, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Þorvaldur Egilsson Jónsson 13. júní 1897 - 6. feb. 1971. Skrifstofumaður á Keflavíkurflugvelli. Var í Egilsenshúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Bílstjóri á Harrastöðum, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Barnsmóðir hans Stefanía Erlendsdóttir 21. nóv. 1896 - 18. feb. 1943. Húsfreyja á Patreksfirði. Húsfreyja í Valhöll , Eyrasókn, V-Barð. 1930.
3) Margrét Arndís Jónsdóttir Egilson, f. 20. jan. 1899, d. 4. jan. 1967. Húsfreyja á Laugavegi 71, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Fanný Jónsdóttir Egilson 30. apríl 1901 - 25. júní 1999. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Egilsenshúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Maður hennar 4. janúar 1930; Högni Halldórsson
- ágúst 1896 - 28. des. 1984. Var í Reykjavík 1910. Verslunarmaður í Bergstaðastræti 71, Reykjavík 1930. Bóndi og verkstjóri í Reykjavík 1945.
5) Benedikt Gísli Blöndal Egilsen, f. 15. jan. 1906, d. 16. feb. 1916.
General context
Hann var fæddur 7. september 1865 á Lambastöðum á Seltjarnarnesi.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Egilson kaupmaður í Hafnarfirði og Arndís dóttir Ásgeirs Finnbogasonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Bólstaðarhlíð.
Níu ára gamall fór Jón til Þorvalds móðurbróður síns, sem þá var prestur að Hofteigi og dvaldist hjá honum fram yfir fermingaraldur. Um 1881 kom hann suður aftur og gekk í gagnfræðaskólann í Flensborg er sá skóli tók til starfa. Síðan var Jón við verslun þar syðra, bæði hjá föður sínum og síðan hjá Jóni O. V. Johnsen, sem var áður verslunarstjóri Smiths-verslunar hjer í bæ, en byrjaði að versla fyrir sjálfan sig, er Smith hætti.Síðan var hann við verslunarstörf á Blönduósi hjá Jóhanni kaupmanni Möller og kvæntist meðan hann var þar (13. júní 1895) ungfrú Guðrúnu Benediktsdóttur Blöndals umboðsm. í Hvammi í Vatnsdal, og lifir hún mann sinn.
Nokkuru seinna fluttist Jón til Popps á Sauðárkrók, og var við verslun hans í nokkur ár. Þegar hann fór þaðan gerðist hann verslunarstjóri hjá Gramsverslun í Stykkishólmi og veitti henni forstöðu til ársins 1908. Eftir það var hann við verslun í Stykkishólmi og Ólafsvík þar til um nýjár 1912, er hann tók við umsjónarstarfi við áfengiskaup og hjelt þeirri stöðu þangað til Áfengisverslun ríkisins tók til starfa. —
Gerðist hann þá aðalbókari í skrifstofu þeirrar verslunar og gegndi því starfi árin 1922—1928. Síðan hann fór frá Áfengisversluninni og þangað til hann dó, vann hann að mestu hjá Mogensen lyfsala, eiganda Ingólfs-lyfjabúðar, og var bókari hjá honum.
Þau Jón og Guðrún eignuðust fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Annan son sinn mistu þau árið 1915, hið efnilegasta barn. Hinn sonurinn er í foreldrahúsum, en dæturnar eru báðar giftar og búsettar hjer í bæ.
Jón heitinn var maður fríður sýnum, svipmikill en sviphreinn, einn af þeim, sem ókunnugir taka ósjálfrátt eftir í mannfjölda. — Barst hann þó ekki á, síður en svo, og eigi var það vegna þess að hann bæri af öðrum á vöxt, því að hann var meðalmaður á hæð. Jón hafði hið mesta yndi af hestum, eins og margir þeir frændur. Kunni hann vel að fara með góða hesta og var aldrei kátari heldur en þegar hann var í samreið með góðum kunningjum í góðu veðri og á góðum hesti. Og svo undarlega vildi til, að seinustu stundir æfi sinnar naut hann þessa.
Hann skrapp upp í Borgarfjörð 14. júlí til þess að eyða sumarleyfi sínu í Hjarðarholti. Hinn 16. júlí brugðu þeir sjer ríðandi að Hreðavatni, hann og Þorvaldur frændi hans. En að Hieðavatni varð Jón bráðkvaddur þá um daginn.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Jón Á Egilson (1865-1931) Friðfinnshúsi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Jón Á Egilson (1865-1931) Friðfinnshúsi
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 4.6.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfæði.
Morgunblaðið, 166. tölublað (22.07.1931), Blaðsíða 3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1221562