Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jóhannes Magnússon (1919-2002) Ægissíðu
Hliðstæð nafnaform
- Jóhannes Magnússon (1919-2002) Ægissíðu
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
9.1.1919 - 14.8.2002
Saga
Jóhannes Magnússon fæddist í Vatnsdalshólum í A-Hún. 9. janúar 1919. Hann hóf búskap 1944 á hálfu Undirfelli, sem nú heitir Nautabú í Vatnsdal og bjó þar í þrjú ár. Á Hnjúki í fjögur ár. 1951 flutti hann að Litlu-Borg í Þverárhreppi, en 1955 keypti hann jörðina Ægissíðu á Vatnsnesi og bjó þar til dauðadags. Jóhannes tók þátt í ýmsum félags- og trúnaðarstörfum sveitarinnar. Hann sat í hreppsnefnd Þverárhrepps til margra ára og var varaoddviti í átta ár. Hann var gagnastjóri á Vatnsnesfjalli til fjölda ára og sláturhússtjóri í 14 ár hjá KVH.
Útför Jóhannesar verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
"Fyrir hádegi einn góðviðrisdag að áliðnum slætti í ágúst tekur Jóhannes Magnússon hest sinn, leggur við hann og ríður út í hagann, til að sinna búfé. Skammt hefur hann farið er kallið kemur og hann hnígur af baki ofan í skaut þeirrar jarðar sem hann hafði búið á í hartnær 50 ár.
Slíkur dauðdagi fyrir gamlan bónda, sem alla sína löngu ævi hefur verið við búskap hér í héraðinu, verður í raun að teljast æskilegur. Um hádegi þennan sama dag koma ferðamenn á bíl hingað heim og segjast hafa tekið eftir hesti með hnakk út á hlið og taumana uppi. Hafi þeim fundist þetta skrítið og gert hlé á sinni ferð til þess að athuga nánar, því að svo leit út sem einhver hefði fallið af baki, en engan fundið. Þetta var ungt fólk með athyglisgáfuna í lagi því að þau tóku m.a. eftir því að allt benti til þess að um gamlan mann væri að ræða sem þau réðu af umbúnaði reiðtygja. Brugðið var strax við og farið að athuga málið og varð þegar ljóst hvers kyns var. Var án tafar haft samband við nágrannana og hafin leit í norðurgirðingunni þar sem þetta hafði gerst.
Fljótlega dreif að fjölda fólks sem leitaði svæðið, kafgrösuga móa og mýrlendi og undir lokin kom björgunarsveit líka til leitar. Um kl. 5 finnst upp undir vegi, það sem að var leitað. Gamli bóndinn liggur örendur í grasinu og horfir mót himni."
Staðir
Vatnsdalshólar: Undirfell (Nautabú) 1944: Hnjúkur 1948: Litla-Borg 1951: Ægissíða á Vatnsnesi 1955-2002:
Réttindi
Starfssvið
Bóndi:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru hjónin Magnús Vigfússon frá Vatnsdalshólum, f. 8.10. 1881, og Guðrún Jóhannesdóttir, f. 13.2. 1888.
Systkini Jóhannesar voru Sigurður, f. 1913, bjó á Siglufirði, Hólmfríður, f. 1915, bjó á Efri-Þverá, Jósef, f. 1920, bjó á Hvoli, Vigfús, f. 1923, bjó á Skinnastöðum og Þorgeir, f. 1927, bjó á Húsavík.
Jóhannes kvæntist Sveinbjörgu Ágústsdóttur, f. 3.10. 1914, d. 28.11. 2000. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Bjarnadóttir Skúlasonar frá Syðsta-Vatni og Hannes Ágúst Sigfússon frá Brúnastöðum.
Börn þeirra Jóhannesar og Sveinbjargar eru:
1) Gunnar Ingi, giftur Sunnu Njálsdóttur og eiga þau þrjú börn;
2 Sigurlaug Elsa, gift Hring Guðmannssyni og eiga þau tvo syni;
3) Pétur Ingvar, hann á fimm börn; Jóhannes Ragnar, kvæntur Kristbjörgu Sigurnýasdóttur og eiga þau þrjú börn, auk þess átti Kristbjörg einn son áður;
4) Magnús Viðar, d. 1980.
Áður átti Sveinbjörg synina
1) Hannes Heiðar og
2) Hörð Heiðar Jónssyni sem báðir eru látnir.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.6.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði