Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jóhannes Haraldur Jónsson (1923-1995)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
30.11.1923 - 12.5.1995
Saga
Jóhannes Haraldur Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 30. nóvember 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Jói var lærður vélstjóri, hann starfaði á olíuskipinu Skeljungi, síðan á Kyndli, lengst var hann á dráttarskipinu Goðanum, á Akraborgu og síðast á Helgey. Eftir að hann kom í land vann hann á bensínsölu Skeljungs á Miklubraut. Allstaðar þar sem hann vann var hann góður félagi og samviskusamur starfsmaður. Útför Jóhannesar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Gil í Dýrafirði: Reykjavík
Réttindi
Starfssvið
Vélstjóri:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Valgerður Efemía Tómasdóttir og Jón Júlíus Sigurðsson bóndi. Þau áttu sex börn.
Þau voru Haraldur, lést ungur, Sigurður sem einnig lést ungur, Ingibjörg sem nú er látin, Jóhannes Haraldur, Tómas og Oddur yngstur.
Jóhannes giftist Lovísu Margréti Eyþórsdóttur, fædd 25. október 1921, dáin 2. janúar 1991. Þau giftu sig 12. mars 1960. Það var þeim báðum gæfuspor.
Ninna átti tvær dætur,
Írisi Grétu Valberg, kjördóttur af fyrra hjónabandi sem var uppkomin, og
Önnu Björgu Samúelsdóttur, sem ólst upp hjá þeim.
Saman áttu Jóhannes og Lovísa tvö börn,
1) Valgerði, fædda 1959, og
2) Inga Jón, fæddan 1964.
Eiginmaður Írisar er Trausti Valdimarsson, eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. Eiginmaður Önnu Bjargar er Bjarni Daníval Bjarnason, eiga þau þrjú börn. Sambýlismaður Valgerðar er Valgeir Birgisson. Valgerður á einn son, Jóhannes Inga Geirsson, og er hann tíu ára. Ingi Jón bjó með föður sínum á Háaleitisbraut 42.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.6.2017
Tungumál
- íslenska