Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jóhannes Haraldsson (1928-2011)
Hliðstæð nafnaform
- Jóhannes Haraldsson (1928-2011) Sólvöllum í Vallhólma
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
28.5.1928 - 11.1.2011
Saga
Jóhannes Haraldsson fæddist á Völlum í Skagafirði 28. maí 1928. Hann lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 11. janúar 2011. Jóhannes nam við Héraðsskólann á Laugarvatni tvo vetur. Ungur að árum eignaðist hann vörubíl og stundaði vinnu í vegagerð á sumrin, en gerðist síðan starfsmaður Vegagerðar ríkisins og vann sem veghefilsstjóri í Skagafirði í 41 ár. Síðustu árin átti hann við veikindi að stríða og dvaldist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Jóhannes verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 20. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 11.
Staðir
Vellir í Skagafirði: Sólvellir:
Réttindi
Héraðsskólinn Laugarvatni:
Starfssvið
Veghefilsstjóri:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Haraldur Jónasson, f. 9. ágúst 1895 á Völlum, d. 30. apríl 1978, og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 5. febrúar 1892 á Fjalli í Kolbeinsdal, d. 1. júlí 1975.
Systkini Jóhannesar eru: Jónas, f. 15.11. 1919, d. 5.8. 1988, Friðrik, f. 1.11. 1920, d. 17.1. 1922, og Þórunn, f. 10.9. 1922, d. 3.12. 1958.
Jóhannes kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Guðveigu Þórhallsdóttur, f. 23. maí 1929, frá Litlu-Brekku á Höfðaströnd 25. júlí 1953, þau stofnuðu nýbýlið Sólvelli úr landi Valla 1957 og hafa búið þar alla tíð.
Jóhannes og Guðveig eignuðust sex börn, en þau eru:
1) Ingibjörg, f. 19. sept. 1948, maki Vilhjálmur Pálmason.
2) Anna, f. 10. júlí 1956, maki Þórólfur Pétursson.
3) Bjarni, f. 15. júní 1961, maki Helena Gunnarsdóttir. 4) Haraldur, f. 12. apríl 1963, maki Andrea Andrésdóttir.
5) Þórhallur, f. 12. apríl 1963, maki Guðrún Inga Sigurðardóttir.
6) Ástvaldur, f. 13. nóv. 1966, maki Ásdís Pálsdóttir.
Auk þess ólu þau upp dótturson sinn son Ingibjargar:
Jóhannes Þór Sigurðsson, f. 6. okt. 1968, maki Hulda Ólafsdóttir.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.6.2017
Tungumál
- íslenska