Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jóhanna María Gestsdóttir (1925-2003)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
14.1.1925 - 15.8.2003
Saga
Jóhanna María Gestsdóttir fæddist í Bakkagerði í Svarfaðardal 14. janúar 1925. Hún lést 15. ágúst síðastliðinn. Jóhanna María ólst upp í Bakkagerði og tók fljótt virkan þátt í venjulegum sveitastörfum, stundaði hefðbundið nám í barna- og unglingaskóla í sveitinni. 17 ára gömul hóf hún nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi og lauk þaðan prófi 1943. Hún lauk prófi frá Uppeldisskóla Barnavinafélagsins Sumargjafar árið 1951. Jóhanna María starfaði um tíma í Hannyrðaverslun Ragnheiðar O. Björnsson á Akureyri og lærði jafnframt hannyrðir. Einnig saumaði hún kjóla hjá Jóhönnu Maríu frænku sinni og saumakonu á Akureyri. Jóhanna María starfaði í Tjarnarborg 1951, veitti forstöðu dagheimili í Neskaupstað sumrin 1951 og 1952. Deildarfóstra í Barónsborg 1951-1952 og forstöðukona 1977-1985. Barnfóstra í Frakklandi 1952-1954.
Starfaði sem forstöðukona á dagheimilinnu Grænuborg 1954-1956. Deildarfóstra á Hagaborg 1962-1964 og 1974-1977. Starfrækti einkarekinn leikskóla (föndurskóla) 1964-1967. Kennsla 6 ára barna í Mýrarhúsaskóla 1967-1969. Forstöðumaður og deildarfóstra með sérverkefni í Grandaborg 1985-1994. Vann við afleysingar á Vesturborg, Hamraborg og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Einnig vann hún hjá Völuskríni leikfangaverslun í eitt ár.
Jóhanna María starfaði að ýmsum félagsmálum. Hún sat í stjórn Kvenfélagsins Seltjarnar í nokkur ár, starfaði í safnaðarnefnd Seltjarnarneskirkju í fjögur ár og var í stjórn Sumargjafar um árabil.
Útför Jóhönnu Maríu fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Bakkagerði í Svarfaðardal:
Réttindi
Kvsk á Blönduósi 1943: Próf frá Uppeldisskóla Barnavinafélagsins Sumargjafar árið 1951:
Starfssvið
Jóhanna María starfaði í Tjarnarborg 1951, veitti forstöðu dagheimili í Neskaupstað sumrin 1951 og 1952. Deildarfóstra í Barónsborg 1951-1952 og forstöðukona 1977-1985. Barnfóstra í Frakklandi 1952-1954.
Starfaði sem forstöðukona á dagheimilinnu Grænuborg 1954-1956. Deildarfóstra á Hagaborg 1962-1964 og 1974-1977. Starfrækti einkarekinn leikskóla (föndurskóla) 1964-1967. Kennsla 6 ára barna í Mýrarhúsaskóla 1967-1969. Forstöðumaður og deildarfóstra með sérverkefni í Grandaborg 1985-1994. Vann við afleysingar á Vesturborg, Hamraborg og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Einnig vann hún hjá Völuskríni leikfangaverslun í eitt ár.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Gestur Vilhjálmsson bóndi frá Bakka, f. 27. desember 1894, d. 1. mars 1985, og Sigrún Júlíusdóttir húsfreyja frá Syðra-Garðshorni, f. 3. nóvember 1894, d. 13. ágúst 1976.
Jóhanna var næstyngst fimm systkina: Hlíf, f. 13. maí 1916, búsett í Reykjavík. Björn, f. 2. maí 1918, d. 6. maí 1997, bóndi á Björgum í Hörgárdal. Ríkharður, f. 4. maí 1920, d. 23. september 1995, bjó alla tíð í Bakkagerði. Kristín, f. 8. janúar 1930, búsett á Dalvík.
Hinn 13. október 1956 giftist Jóhanna María Grétari Guðjónssyni, f. 12. apríl 1925. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, f. 1. september 1898, d. 30. nóvember 1977, og Magnea Halldórsdóttir, f. 22. mars 1896, d. 8. maí 1984. Jóhanna María og Grétar eignuðust tvo drengi:
1) Guðjón, f. 24. febrúar 1957, kvæntur Jóhönnu B. Kristjánsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Sigrún María, sambýlismaður Magnús Pétur, dóttir hennar er Karen Björg, og Hildur Byström. Fyrir átti Jóhanna Arnold Bryan, maki Sigrún Jóhanna, sonur þeirra er Emil Eiríkur. Arnold á dóttur úr fyrra sambandi, Sylvíu Margréti. Auk þess á Arnold fósturbörn, Anítu Rut og Ismael Karl.
2) Gestur Gauti, f. 22. júní 1960, kvæntur Hildigunni Hilmarsdóttur, börn þeirra eru Aron Gauti Laxdal, Tinna Laxdal og Daði.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.6.2017
Tungumál
- íslenska