Jóhanna Ásta Björnsdóttir (1909-1989) Stóru-Giljá

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhanna Ásta Björnsdóttir (1909-1989) Stóru-Giljá

Hliðstæð nafnaform

  • Jóhanna Ásta Björnsdóttir (1909-1989) Stóru-Giljá

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.4.1909 - 28.10.1989

Saga

Jóhanna Ásta Björnsdóttir var fædd á Kornsá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Austurbrún 2 í Reykjavík, 28. október. Hún var listræn í eðli sínu. Þeir hæfileikar nutu sín sannarlega í gerð veislu borða. Hún hafði yndi af góðri tónlist og naut vel fegurðar í tilverunni, fegurðar sem fáir veita ef til vill athygli. Hún var höfðingi í lund og oft gjöful um efni fram. Jóhanna lærði hússtjórn og matreiðslu bæði við Kvennaskólann á Blönduósi og í Húsmæðra kennaraskólanum í Reykjavík. Hún stundaði kennslu í matreiðslu um árabil, fyrst á Kvennaskólanum á Blönduósi og síðar á Húsmæðraskólanum á Löngumýri. Einnig vann hún á hótelum að sumrinu. Jóhanna var ein af þeim fáu sem ætíð veitti öðrum margskonar stuðning og gjafir. Hún veitti meira en hún þáði.
Að loknu ævistarfi mun Jóhanna hvílast við hlið Ástríðar í Beinakeldu, sem var henni bæði móðir og faðir. Þær munu sofa saman í kirkjugarðinum á Þingeyrum í Húnavatnssýslu.

Staðir

Stóra-Giljá: Reykjavík:

Réttindi

Kvsk á Blönduósi 1928-1929: Húsmæðraskóli Íslands 1947:

Starfssvið

Hússtjórnarkennari við Kvsk á Blönduósi 1948-1954, Löngumýri 1957-1976 og Reykjavík:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Faðir hennar, Björn Þórarinn Jóhannsson, hafði áður dvalið í Hindisvík á Vatnsnesi . Móðir Jóhönnu, Guðrún Magnúsdóttir, missti snemma heilsuna og kom með Jóhönnu, þá á fyrsta ári í heimsókn til Ástríðar, sem þá var búsett á Beinakeldu en flutti ári síðar að Stóru-Giljá. Ástríður hafði, er hér var komið, verið ekkja í 8 ár og haft á sínu framfæri 8 börn, það elsta 15 ára og það yngsta var nokkurra mánaða er hún missti bónda sinn, Erlend Eysteinsson frá Orrastöðum. Ástríður lét sig ekki muna um að bæta á sig barni.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01556

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir