Jóhann Sigurðsson Hlíðar (1918-1997)

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhann Sigurðsson Hlíðar (1918-1997)

Hliðstæð nafnaform

  • Jóhann Sigurðsson Hlíðar (1918-1997) prestur

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.8.1918 - 1.5.1997

Saga

Séra Jóhann Hlíðar fæddist á Akureyri 25. ágúst 1918. Hann lést í Landspítalanum aðfaranótt 1. maí síðastliðinn á sjötugasta og níunda aldursári. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson dýralæknir og alþingismaður og Louisa Guðbrandsdóttir húsfreyja. Séra Jóhann var ókvæntur. Jóhann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. theol. frá Háskóla Íslands 1946 og stundaði framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði og samstæðilegri guðfræði við Menighedsfakultetet í Ósló 1946¬47. Hann var vígður prestvíslu 1948. Jóhann var ráðinn til predikunarstarfa hjá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga 1947¬53, settur sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Siglufirði um tveggja mánaða skeið 1951, settur aðstoðarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1954¬56 og skipaður sóknarprestur þar árið 1956 og gegndi því starfi til 1972. Hann var sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykajvík 1972¬75, þegar hann var ráðinn prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn og starfaði þar til 1983. Auk preststarfa sinnti hann stundakennslu við Menntaskólann á Akureyri 1949¬52, Gagnfræðaskóla Vestmanneyja 1954¬72 og Stýrimannaskólann þar 1967¬69. Eftir að hann lét af störfum bjó hann um skeið á Spáni. Hann var útnefndur riddari Dannebrogsorðunnar. Útför séra Jóhanns fer fram frá Fossvogkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Staðir

Akureyri:

Réttindi

stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. theol. frá Háskóla Íslands 1946 og stundaði framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði og samstæðilegri guðfræði við Menighedsfakultetet í Ósló 1946-1947. Hann var vígður prestvíslu 1948.

Starfssvið

Prestur: Jóhann var ráðinn til predikunarstarfa hjá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga 1947-1953, settur sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Siglufirði um tveggja mánaða skeið 1951, settur aðstoðarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1954-1956 og skipaður sóknarprestur þar árið 1956 og gegndi því starfi til 1972. Hann var sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykajvík 1972-1975, þegar hann var ráðinn prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn og starfaði þar til 1983. Auk preststarfa sinnti hann stundakennslu við Menntaskólann á Akureyri 1949-1952, Gagnfræðaskóla Vestmanneyja 1954-1972 og Stýrimannaskólann þar 1967-1969. Eftir að hann lét af störfum bjó hann um skeið á Spáni. Hann var útnefndur riddari Dannebrogsorðunnar

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Sigurður Einarsson Hlíðar 5. apríl 1885 - 18. des. 1962. Dýralæknir og konsúll á Akureyri 1930. Alþingismaður og dýralæknir á Akureyri. Yfirdýralæknir í Reykjavík 1945. Höfundur ritsins „Nokkrar Árnesingaættir“ og kona hans 12.3.1910; Guðrún Lovísa Guðbrandsdóttir 18. sept. 1887 - 6. júní 1963. Ekkjufrú í Vestmannaeyjum. Var í húsi L. Finnbogasonar, Reykjavík. 1901. Húsfreyja á Akureyri 1930. Húsfreyja á Akureyri. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Nefnd Guðrún Louisa í Krossaætt.

Systkini;
1) Brynja Sigurðardóttir Hlíðar 9. nóv. 1910 - 29. maí 1947. Námsmey á Akureyri 1930. Lyfjafræðingur á Akureyri. Ógift. Fórst í flugslysi í Héðinsfirði.
2) Skjöldur Sigurðsson Hlíðar 7. júní 1912 - 7. mars 1983. Símritaranemi á Akureyri 1930. Síðast bús. í Danmörku.
3) Gunnar Sigurðsson Hlíðar 20. maí 1914 - 22. des. 1957. Nemi á Akureyri 1930. Dýralæknir í Vestmannaeyjum og póst- og símstöðvarstjóri í Borgarnesi.
4) Guðbrandur Einar Sigurðsson Hlíðar 9. nóv. 1915 - 31. des. 2000. Dýralæknir og forstöðumaður rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar. Var á Akureyri 1930.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01554

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 8.11.2022
Íslendingabók
mbl 6.5.1997. https://timarit.is/page/1878179?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir