Jóhann Benónýsson Snæfeld (1866-1962) Reykjavík

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhann Benónýsson Snæfeld (1866-1962) Reykjavík

Hliðstæð nafnaform

  • Jóhann Snæfeld (1866-1962) Reykjavík

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

  • Jóhann Benónýsson (1866-1962) Reykjavík

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.1.1866 - 19.3.1962

Saga

Jóhann Benónýsson Snæfeld 25. jan. 1866 - 19. mars 1962. Ekkill Kastala í Mjóafirði 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Verkamaður á Barónsstíg 10 b, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Niðursetningur á Skaptafelli, Sandfellssókn, A-Skaft. 1870.

Staðir

Skaptafell, Sandfellssókn, A-Skaft. 1870.
Kastala í Mjóafirði 1901
Reykjavík 1910 og 1930

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Benóní Guðlaugsson 1802 - 21. júlí 1866. Var með móður í Finnsstaðseli, Eiðasókn, S-Múl. 1811 og 1812 og í Hamragerði í sömu sókn 1813. Niðursetningur í Gilsárteigi í Eiðasókn 1814-15. Niðursetningur á Brennustöðum, Eiðasókn, N-Múl. 1816 og var þar einnig 1818. Léttapiltur í Snjóholti í Eiðasókn 1819. Húsbóndi í Hvalvík, Desjamýrarsókn, N-Múl. 1835. Bóndi á Glettinganesi, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1845. „Holgóma, sérvitur og einkennilegur, allvel greindur“, segir Einar prófastur. Ekkill þar 1860 og kona hans 1856; Guðrún Sigurðardóttir 1826. Húsfreyja í Borgarfirði eystra, flutti síðar í A-Skaftf. Var á Minnahofi, Hofssókn, A-Skaft. 1835. Vinnukona á Flögu, Þingmúlasókn, S-Múl. 1845. Flutti 1847 frá Flögu að Kambshjáleigu í Hofssókn, S-Múl. en var á Þvottá haustið 1847 þegar hún eignaðist Ingibjörgu. Fór 1848 frá Þvottá að Mjóanesi í Hallormsstaðarsókn og 1848 þaðan að Brúnavík í Desjarmýrarsókn. Niðursetningur á Skaptafelli, Sandfellssókn, A-Skaft. 1870.
Fyrri kona hans; Ólöf Magnúsdóttir 1799 - 21. maí 1849. Var á Sævarenda, Klyppstaðarsókn, Múl. 1801. Húsfreyja í Glettinganesi, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1845.
Systkini sammæðra;
1) Ingibjörg Guðrúnardóttir Hansdóttir 16. sept. 1847 - 20. ágúst 1876. Niðursetningur á Hvannavöllum, Hofssókn. S-Múl. 1860 og var þar enn við fermingu 1862. Vinnukona á Eyjólfsstöðum, Vallanessókn, S-Múl. 1870. Flutti að Vallanesi 1868 frá Rannveigarstöðum í Álftafirði. Flutti frá Eyjólfsstöðum aftur til Álftafjarðar 1875, nánar tiltekið að Þvottá. Vinnukona á Þvottá 1876. Drukknaði í Hofsá á hestbaki. Við komu sína inn í Hofssókn er hún skráð heita Ingibjörg Guðrúnardóttir og vera 31 árs. Þar er einnig sagt að hún hafi fæðst á Þvottá, alist upp í Hofssókninni en verið einhver ár á Eyjólfsstöðum. Lýstur faðir var Benedikt Bjarnarson, vinnumaður á Flögu í Skriðdal sem neitaði. Svo er að sjá að maðurinn hafi verið Bjarnason þegar nánar er skoðað.
Samfeðra;
2) Brandþrúður Benónísdóttir 25. júní 1831 - 3. júlí 1911. Var á Glettinganesi, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1845. Var í Litluvík, Húsavíkursókn, N-Múl. 1910. Ógift og barnlaus.
3) Magnús Benónýsson 24. ágúst 1832 - 21. mars 1900. Léttapiltur á Glettinganesi, Desjamýrarsókn, N-Múl. 1860. Bóndi á Glettinganesi í Breiðuvík, bjó þar 1870, og víðar í Borgarfjarðarhr., N-Múl., „heldur smár vexti, en iðjumaður“, segir Einar prófastur.
4) Magnús Benónýsson 25. nóv. 1837 - 12. mars 1873. Var í Glettinganesi, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1845. Léttapiltur á Glettinganesi, Desjamýrarsókn, N-Múl. 1860
4) Sigurlaugur Benónýsson 2. sept. 1850 - 8. maí 1904. Vinnumaður á Svínafelli, Sandfellssókn, A-Skaft. 1870. Húsbóndi á Nesjum, Hvalsnessókn, Gull. 1880. Bóndi í Móhúsi, Hvalsnessókn, Gull. 1890. Húsmaður á Akrahóli, Hvalnessókn, Gull. 1901. Lausamaður á Löndum, Gull.
5) Sigurveig Benónýsdóttir 6. apríl 1852 - 8. nóv. 1861. Var á Bakka, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1860. Virðist vera nefnd Sigurlaug í Ættum Austfirðinga við nr. 3239.

Fyrri kona hans; Jóhanna Pálsdóttir 18. nóv. 1864 - 9. des. 1897. Húskona í Mjóafirði, S-Múl.
Seinni kona; Guðríður Pálína Jónsdóttir 3. nóv. 1886 - 4. sept. 1935 af barnsförum. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavík frá um 1919 til dánardags. Húsfreyja þar 1930.

Börn;
1) Páll Jóhannsson Snæfeld 12. jan. 1893 - 19. ágúst 1989. Var í Reykjavík 1910. Sjómaður á Spítalastíg 1 a, Reykjavík 1930. Stýrimaður í Kúvíkum, síðar á Flateyri. Síðast verkamaður í Reykjavík. Fyrri kona hans var Elísabet Thorarenssen frá Kúvíkum í Reykjafirði. Foreldrar hennar voru Ólafur Thorarenssen bóndi í Kúvíkum og Ingunn Elísabet Bjarnadóttir. Seinni kona Páls er Guðlaug Bjarnadóttir sem nú kveður mannsinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson bóndi og steinsmiður Álfsnesi á Kjalarnesi og Diljá Ólafsdóttir.
2) Guðjón Bent Jóhannsson 3. júlí 1895 - 5. apríl 1933. Framkvæmdastjóri í Reykjavík. Var í Holti, Brekkusókn, S-Múl. 1901. Var í Reykjavík 1910.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05296

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 18.9.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir