Johan Holm-Hansen (1841-1920) í Þingmúla í Skriðdal, ljósmyndari, rithöfundur og leikari

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Johan Holm-Hansen (1841-1920) í Þingmúla í Skriðdal, ljósmyndari, rithöfundur og leikari

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.4.1841 - 18.7.1920

History

Johann Holm-Hansen 24.4.1841 - 18.7.1920. ljósmyndari í Þingmúla í Skriðdal, seinna rithöfundur og leikari. Fermdur í Ribe dómkirkju 1855. Látinn í Frederiksberg, Sokkelund

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Árið 1866 kom ungur maður að nafni Johan Holm-Hansen (24 ára) til Íslands og dvaldi í Reykjavík veturinn eftir. Höfuðið á honum var fullt af draumum um að verða leikari eða rithöfundur. Í farteskinu var hann með myndavél og tók til við að taka myndir af bæjarbúum. Vingaðist hann við menntamennina í bænum, t. d. Kristján Jónsson fjallaskáld, Valdimar Briem, Ólaf Jónsson, Sigurð Guðmundssonn og Matthías Jochumsson, en vinátta þeirra entist út ævi þeirra.
Bakgrunnur Johans Holm-Hansens
Bakgrunnur Johans Holm-HansensLjósmyndir Johans eru auðþekkjanlegar sökum þess að hann notaði tjald í bakgrunn sem er einstakur og líklega málaður eftir að hann kemur til Reykjavíkur. Á bakgrunninum er eins konar gluggi sem sýnir útsýnið frá fjörunni, nánast þar sem hann bjó, nærri húsi Geirs Zoëga í Grófinni.
Það má leiða að því líkur að Sigurður Guðmundsson málari hafi málað baktjaldið eða að minnsta kosti þann hluta sem sýnir íslenska landslagið. Því til er á Þjóðminjasafninu mynd af Sigurði tekin af Holm-Hansen þar sem hann er við eina af eftirgerðum sínum af altaristöflu Dómkirkjunnar með allt málaradótið sitt (Mms-87). Sigurður málaði meðal annars leiktjöld svo að hann kunni vel til verka á þessu sviði.
Bakgrunnsmyndin sýnir árabáta í stórgrýtisfjöru í forgrunni en síðan eru þrjú skip á legu á sundinu. Í fjarlægð sést upp í minni Hvalfjarðar, þar er Engey sem dökk rönd, en til hægri er Lokafjall (þar sem nú er suðurmunni Hvalfjarðargangnanna) og vinstramegin er Skarðsheiðin og aðeins sést í Akrafjall.
Vorið 1867 tekur Holm-Hansen með sér bakgrunninn austur á land, til Seyðisfjarðar, og virðist hafa haft hann með sér á myndaferðum sínum um Hérað, en hann heimsótti alla kirkjustaði meðfram Lagarfljóti og fór að lokum alla leið á Djúpavog til myndatöku. Á þeim myndum setur hann bakgrunninn alltaf upp eins og vörumerki sitt við mannamyndatökurnar. Hins vegar notar hann ekki alltaf tíglóttan gólfdúk, og skildi eftir stöpulinn sem hann notaði í Reykjavík, sem síðar hefur komist í hendur Sigfúsar Eymundssonar og birtist á myndum hans um langa hríð.
Merkustu myndirnar með þessum bakgrunni eru myndin af Jóni Thoroddsen, bæði einum og með fjölskyldu, líklega tekin í Reykjavík og síðan myndin af Nicoline Weywadt, sem seinna varð fyrsti kvenljósmyndari Íslendinga, tekin rétt fyrir brottför hans í september 1867 á Djúpavogi. Líklegt er að kviknað hafi áhugi hjá Nicoline til að læra ljósmyndun við kynni hennar af þessari myndtöku, en Holm-Hansen myndaði alla Weywadt fjölskylduna.
Allar mannamyndir Johans eru í visitstærð (6x9 sm), nema ein hópmynd sem varðveist hefur af Weywadt fjölskyldunni, faktorsfjölskyldunni á Djúpavogi, sem er stærri. Eldri dæturnar fjórar eru til á venjulegum visitmyndum en hópmyndin er á stóru spjaldi. Fyrir nokkrum árum voru einungis rúmlega 10 myndir þekktar eftir Johan, en eftir nokkurra ára rannsókn mína eru þær 64, bæði í einkaeigu og söfnum landsins.

Eftir heimkomuna lærði Johan Holm-Hansen leiklist en hætti því fljótt sökum skorts á hæfileikum en tók þá til við að skrifa bækur og ferðaðist um mestalla Evrópu. Hann lést 1920 og var þá öllum gleymdur.

Hörður Geirsson

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Thomas Hansen 1804. Snikkari Grönnegade og kona hans; Karen Sophie Holm 1810
Systkini;
1) Ana Maria Sophie Hansen 9.11.1835 Ribe - 6.5.1898 Middelfart Odense. Maður hennar 11.2.1887; Christen Nielsen 14.4.1824 Tjæreborg - 6.1.1905 Ribe.
2) Hans Christian Hansen 1838
3) Maren Hansen 1846

Kona hans; Karen Mikkelsen 1834

Börn;
1) Hans Peter Hansen 1866
2) Anton Martinus Hansen 1869

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH09335

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 8.11.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places