Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jakob Smári (1889-1972) rithöfundur í Reykjavík.
Hliðstæð nafnaform
- Jakob Jóhannesson Smári (1889-1972) rithöfundur í Reykjavík.
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
9.10.1889.-.10.8.1972
Saga
Jakob Jóhannesson Smári 9. okt. 1889 - 10. ágúst 1972. Menntaskólakennari, skáld og rithöfundur í Reykjavík.
Staðir
Réttindi
Jakob lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1908, stundaði nám í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan meistaraprófi árið 1914.
Starfssvið
Jakob var kennari við ýmsa skóla í Reykjavík á árunum 1914-20 og við Menntaskólann í Reykjavík 1920-36 og yfirkennari þar. Hann sat lengi í stjórn Sálarrannsóknafélags Íslands eins og reyndar ýmsir aðrir virðulegir borgarar þess tíma.
Lagaheimild
Jakob sendi frá sér ljóðabækurnar Kaldavermsl, 1920, Handan storms og strauma, 1936, Undir sól að sjá, 1939, og Við djúpar lindir, 1957. Þá samdi hann kennslubækur, s.s. Íslenska setningafræði og Íslenska málfræði og tók saman Íslensk-danska orðabók.
Jakob þýddi m.a. sum verka Gunnars Gunnarssonar, leikrit eftir Ibsen og Strindberg og óperettur, að ógleymdri Bókinni um veginn, eftir Lao-tse, ásamt Yngva Jóhannessyni.
Jakob var nýrómantískt skáld. Skáldskapurinn var ljóðrænn og átakalítill, sonnettan var hans aðalljóðform en yrkisefnið gjarnan sótt í kyrrð og fegurð íslenskrar náttúru. Hann var því ekki beint barn síns tíma þegar leið á ferilinn. Samt urðu ýmis ljóða hans vel þekkt og oft sungin.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson 14. nóv. 1859 - 6. mars 1929. Sóknarprestur á Kvennabrekku í Miðdölum, Dal. 1890-1917, prentari og málfræðingur og fk hans 1889; Steinunn Jakobsdóttir 12. apríl 1861 - 10. sept. 1919. Var í Reykjavík 1910. Prestsfrú. Fráskilin Kirkjuskógi Dölum 1901
Seinni kona sra Jóhannesar 1898; Guðríður Helgadóttir 9. nóv. 1873 - 21. feb. 1958. Húsfreyja á Kvennabrekku í Miðdölum, Dal. Ekkja í Reykjavík 1930 og 1945.
Systkini Jakobs;
1) Arnbjörg Jóhannesdóttir 9. jan. 1891 - 5. mars 1951. Sjúklingur í Reykjavík 1910. Ógift.
2) Sigurður Jóhannesson 15. mars 1892 - 20. nóv. 1988. Afgreiðslumaður á Frakkastíg 21, Reykjavík 1930. Bókari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Pétur Jóhannesson 22. júní 1893 - 28. des. 1966. Var í Kvennabrekku, Sauðafellssókn, Dal. 1901. Innheimtumaður á Kárastíg 2, Reykjavík 1930. Skrifstofumaður, síðast bús. í Reykjavík.
4) Flosi Jóhannesson 3. nóv. 1894 - 10. ágúst 1898
5) Yngvi Jóhannesson 16. ágúst 1896 - 27. maí 1984. Skrifari á Bragagötu 29 a, Reykjavík 1930. Fulltrúi,skrifstofustjóri og ljóðaþýðandi, síðast bús. í Reykjavík.
Samfeðra;
6) Elín Jóhannesdóttir 22. feb. 1899 - 1. feb. 1912. Var í Kvennabrekku, Sauðafellssókn, Dal. 1901.
7) Helgi Jóhannesson 10. maí 1900 - 26. nóv. 1963. Loftskeytamaður í Hafnarfirði 1930. Heimili: Laugav. 54b, Reykjavík. Loftskeytamaður í Reykajvík 1945.
8) Leifur Jóhannesson 19. nóv. 1901 - 15. des. 1912
9) Guðný Jóhannesdóttir 21. apríl 1903 - 27. júlí 1993. Skrifstofustúlka á Laugavegi 54 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja og skrifstofumaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
10) Bogi Jóhannesson 2. apríl 1905 - 13. okt. 1966. Sútari á Hverfisgötu 86, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
11) Kristinn Jóhannesson 20. sept. 1906 - 29. ágúst 1970. Bakari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
12) Haukur Jóhannesson 29. ágúst 1908 - 11. des. 1912
13) Ragnheiður Jóhannesdóttir Lynge 6. sept. 1911 - 23. feb. 1996. Hárgreiðsludama á Reykjalundi og húsfreyja í Mosfellsbæ. Maður hennar; Oddur Ólafsson 11. maí 1914 - 4. jan. 1977. Var á Lindargötu 28, Reykjavík 1930. Læknir í Reykjavík.
14) Elín Jóhannesdóttir Arnholtz 16. okt. 1912 - 12. nóv. 2011. Starfaði við ljósmyndaframköllun og síðar skrifstofustörf í Reykjavík. Maki 6.9.1939, skildu: Axel Arnholtz, ljósmyndari í Kaupmannahöfn.
15) Haukur Jóhannesson Lynge 15. feb. 1915 - 13. ágúst 1999. Var á Laugavegi 54 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Loftskeytamaður.
16) Leifur Jóhannesson 14. des. 1918 - 29. sept. 2006. Hárskeri, síðast bús. í Reykjavík. Var á Laugavegi 54 b, Reykjavík 1930.
Kona hans Helga Þorkelsdóttir Smári 20.11. 1884, d. 1.2. 1974. Kjólameistari.
Börn þeirra;
1) Katrín Jakobsdóttir Smári 22. júlí 1911 - 13. jan. 2010. Varaþingmaður, kennari og síðar læknaritari í Reykjavík. Katrín giftist 8.6. 1940 Yngva Pálssyni, f. 22.5. 1909, d. 2.7. 1980. Foreldrar hans voru Páll Nikulásson, f. 11.12. 1864, d. 10.11. 1932, Leysingjastöðum 1870 og Björg Pétursdóttir, f. 6.1. 1875, d. 9.4. 1962.
2) Bergþór Smári 25. feb. 1920 - 28. sept. 2012. Læknir í Reykjavík. Fyrri kona Bergþórs var Unnur Erlendsdóttir, f. 14.11. 1917, d. 30.8. 1991.
Seinni kona Bergþórs er Anna Guðrún Júlíusdóttir, f. 27.7. 1929, stúdent frá MR, cand. phil. frá Háskóla Íslands og kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands, síðar fulltrúi hjá Landsvirkjun.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Jakob Smári (1889-1972) rithöfundur í Reykjavík.
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 16.2.2020. Innsetning og skráning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 9.10.2013. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1482818/
Guðfræðingatal 1847-1976 bls 203
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Jakob_Smri1889-1972rithfundur__Reykjavk..jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg