Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jakob Guðmundsson (1913-2005)
Hliðstæð nafnaform
- Jakob Guðmundsson (1913-2005) frá Hæli í Flókadal
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
31.5.1913 - 26.9.2005
Saga
Jakob Guðmundsson fæddist á Hæli í Flókadal 31. maí 1913. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 26. september sl. Jakob var bóndi á Hæli frá vori 1938 til hausts 1991. Frá árinu 1943 hófu Ingibjörg og Ingimundur maður hennar búskap á móti Jakobi, Ingimundur lézt haustið 1985 en búskapur Jakobs og Ingibjargar stóð til hausts 1991. Þar var um samvinnubúskap að ræða. Eftir búskaparlok dvaldi Jakob áfram á Hæli í rúma tvo mánuði, síðan um skeið hjá Herdísi systur sinni á Þverfelli, en vorið 1992 flutti hann á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, þar sem hann átti heima til æviloka.
Jakob var við nám í Reykholtsskóla 1933-1935. Hann vann mest að búinu á Hæli áður en hann hóf búskap sjálfur, en stundaði tímabundna vinnu utan heimilis, svo sem vegavinnu og önnur íhlaupaverk. Einnig vann hann á haustum í sláturhúsi á Hurðarbaki og hélt því áfram í mörg haust eftir að hann hóf búskap. Leitarmaður í Fljótsdrögum í fjölda ára og leitarstjóri í allnokkur ár. Starfaði mikið í Ungmennafélagi Reykdæla, tók virkan þátt í byggingu félagsheimilisins, leikstarfsemi og skógræktarstarfi.
Útför Jakobs var gerð frá Reykholtskirkju laugardaginn 8. október.
Staðir
Hæli í Flókadal, bóndi þar 1938-1991: Borgarnes 1992::
Réttindi
Bóndi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Helga Jakobsdóttir frá Varmalæk, f. 15. marz 1885, d. 6. október 1928, og Guðmundur Bjarnason frá Hömrum og Hæli, f. 28. desember 1886, d. 18. febrúar 1978, bændur á Hæli.
Systur Jakobs eru: 1) Ingibjörg Andrína, húsfreyja á Hæli, f. 5. desember 1916, nú búsett í Kópavogi. Maður hennar Ingimundur Ásgeirsson bóndi á Hæli, d. 1985. 2) Herdís, húsfreyja á Þverfelli í Lundarreykjadal, f. 7. júlí 1918. Maður hennar Björn Davíðsson bóndi á Þverfelli, d. 1998. 3) Valgerður, f. 4. júní 1923, d. 21. júlí s.á. 4) Stúlka, f. 10. júní 1924, d. 11. júní s.á. 5) Margrét Þórey Stefanía leikkona í Reykjavík, f. 22. nóvember 1933. Dóttir Guðmundar og seinni konu hans, Stefaníu Arnórsdóttur. Tvígift. Fyrri maður Emanúel Cilia, þau skildu. Síðari maður Bessi Bjarnason leikari, d. 2005.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.6.2017