Jakob Gíslason (1902-1987) orkumálastjóri

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jakob Gíslason (1902-1987) orkumálastjóri

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

10.3.1902 - 9.3.1987

Saga

Jakob Gíslason 10.3.1902 - 9.3.1987. Orkumálastjóri í Reykjavík.

Staðir

Réttindi

stúdentspróf 1921
rafmagnsverkfræði við Danmarks Tekniske Hjskole árið 1929.

Starfssvið

Orkumálastjóri

Lagaheimild

Reglugerð Jakobs um raforkuvirki, sem hann skóp á árunum 1930-1933, ber það með sér að hún var samin af vandvirkni og framsýni. Mörg ákvæði hennar eiga við enn í dag. Hún er undirstaða þeirrar reglugerðar um raforkuvirki, sem í gildi er nú. Málfar hennar er líka vandað. Jakobi var annt um íslenzkt mál, og hann vildi ekki skilja við reglugerðina nema á lýtalausu íslenzku máli. Á síðasta fundi orðanefndar Verkfræðingafélags Íslands, sem haldinn var í febrúar 1933, var fjallað um "raf yrði" reglugerðarinnar. Þar var Jakob að sjálfsögðu staddur. Orðanefndin hafði hafið störf í október 1919 og var skipuð mætum mönnum, Guðmundi Finnbogasyni prófessor og síðar landsbókaverði, Sigurði Nordal prófessor og Geir G. Zoega vegamálastjóra. Það er störfum nefndarinnar og ýmsum áhugamönnum að þakka, að íslenzk tunga eignaðist þegar á fyrstu áratugum aldarinnar fjölmörg íslenzk orð á sviði rafmagnsfræði og -tækni. Störf orðanefndar Verkfræðingafélagsins lögðust því miður niður eftir að nefndin hafði fjallaðum orðaval reglugerðar um ra forkuvirki. Jakob átti þó eftir að láta að sér kveða á þessu sviði, einsog svo mörgum öðrum, eins og vikið verður að.
Í febrúar 1941 stofnuðu 13 raf magnsverkfræðingar deild innan Verkfræðingafélags Íslands. Jakob var meðal stofnendanna, og hann var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. Það hafa sennilega verið óskráð lög frá upphafi, að enginn félagsmaður gegndi störfum formanns oftar en einu sinni eða sæti lengur en eitt ár. Á þessu hvorutveggja er þó ein undantekning í 46 ára sögu deildarinnar: Jakob Gíslason var aftur kosinn formaður deildarinnar árið 1954.
Jakobi hlotnaðist líka sá heiðurað verða kjörinn heiðursfélagi rafmagnsverkfræðingadeildar (RVFÍ) eins og raunar svo margra annarra félaga og samtaka. Verður það ekki talið upp hér.
Orðanefnd RVFÍ hefur starfað óslitið síðan hún var stofnuð, árið 1941, og er elzt allra starfandi orðanefnda. Hún hefur sent frá sér 3 raftækniorðabækur með alls um 6.400 uppflettiorðum á íslenzku, en nærri 6.000 orð bíða útgáfu.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldar hans; Gísli Ólafur Pétursson 1.5.1867 - 19.6.1939. Héraðslæknir á Húsavík og síðar á Eyrarbakka. Héraðslæknir í Læknishúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930 og kona hans; Aðalbjörg Jakobsdóttir 30. okt. 1879 - 19. nóv. 1962. Húsfreyja á Húsavík og síðar á Eyrarbakka. Húsfreyja í Læknishúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930.

Systkini hans;
1) Pétur Ólafur Gíslason 8.11.1900 - 22.12.1992. Bókavörður á Eyrarbakka. Síðast bús. í Stokkseyrarhreppi.
2) Guðmundur Gíslason 25.2.1907 - 22.2.1969. Læknir, síðast bús. í Reykjavík.
3) Ketill Gíslason 19.10.1911 - 6.1.1994. Lögfræðingur, síðast bús. í Reykjavík.
4) Ólafur Gíslason 14.6.1913 - 30.1.1994. Rafmagnstæknifræðingur, síðast bús. í Reykjavík. Maki I skv. Reykjahl. : Kirsten Östergaard f. í Danmörku.
5) Sigurður Gíslason 13.4.1916 - 21.2.1997. Skrifstofumaður á Eyrarbakka. Síðast bús. í Stokkseyrarhreppi.
6) Valgerður Aðalbjörg Gísladóttir 1.3.1918 - 24.1.1926. Eyrarbakka 1920.
7) Guðrún Hólmfríður Gísladóttir 5.9.1920 - 2.7.2013. Forstöðumaður bókasafns Orkustofnunar. Maður hennar 1939; Pétur Guðmundur Sumarliðason 24.7.1916 - 5.9.1981. Kennari í Reykjavík 1945. Kennari í Kópavogi.

Fóstursystkini;
8) Vigdís Ólafsdóttir 12.9.1904 - 11.1.1926. Ógift Eyrarbakka 1920. Móðir hennar Hólmfríður Pétursdóttir 10. nóv. 1876 - 21. júní 1909. Húsfreyja í húsi Ólafs Th. Guðmundssonar, Reykjavík. 1901.
9) Ingibjörg Sigvaldadóttir 6.4.1929 - 11.7.1990. Var í Læknishúsi í Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Húsfreyja og kaupkona. Móðir hennar; Guðlaug Jóhanna Guðjónsdóttir 6. jan. 1897 - 3. jan. 1930. Verkakona

Fyrri kona hans Hedvig Emanuella Hansen, f. 26. júní 1908, d. 25. nóv. 1939. For.: Emanuel Christian Hansen, f. 25.1.1883 og Ella Andrea Hansen, f. 29.11.1885.
Seinni konu Jakobs 7.2.1946, Sigríður Ásmundsdóttir 6.8.1919 - 24.12.2005. Húsfreyja og skrifstofumaður, síðast bús. í Reykjavík. Var á Laufásvegi 75, Reykjavík 1930. Faðir hennar var Ásmundur Guðmundsson biskup.

Börn Jakobs og fyrri konu;
1) Gísli Ólafur Jakobsson f. 17. desember 1934, d. 29. mars 2003. Arkitekt, síðast bús. Danmörku. Barnsmóðir skv. Reykjahl.: Liza Knipschildt Jürgensen f.18.11.1953 í Kaupmannahöfn. Barn þeirra: Nanna Rósa Knipschildt Jürgensen f.27.5.1987 í Danmörku. Maki Johanne Agnes Jakobsson, f. Götze, f. 17. október 1935. Synir þeirra eru: a) Jakob, f. 23. desember 1953. b) Tómas, f. 29. júlí 1961, maki Nikoline Gíslason, f. 24. maí 1970. Dóttir Gísla og Lizu Knipschildt Jürgensen, f. 18. nóvember 1953, er c) Nanna Rósa Knipschildt Jürgensen, f. 27. maí 1987. Gísli á fjögur barnabörn.
2) Jakob Jakobsson f. 26. des. 1937, maki Moira Helen Blakeman, f. 11. maí 1944. Börn þeirra eru: a) Pétur, f. 20. desember 1964. b) Elín, f. 4. september 1968, maki Mark Sadler, f. 25. nóv. 1968. c) Signý, f. 4. ágúst 1969, maki Jon Keliehor, f. 18. október 1941. Jakob á tvö barnabörn.

Börn Jakobs og seinni konu;
3) Ásmundur Jakobsson f. 5. júlí 1946.
4) Aðalbjörg Jakobsdóttir f. 18. maí 1949, maki Hallgrímur B. Geirsson Hallgrímssonar borgarstjóra og síðar ráðgerra, f. 13. júlí 1949. Dóttir þeirra er Erna Sigríður, f. 28. apríl 1972.
5) Steinunn Sigríður Jakobsdóttir f. 6. maí 1953, maki Sverrir Ævar Hilmarsson, f. 20. ágúst 1955. Dóttir Steinunnar Sigríðar og Sigurjóns Haukssonar, f. 18. febrúar 1955, er Sigríður Soffía, f. 22. mars 1981.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ásmundur Guðmundsson (1888-1969) biskup (6.10.1888 - 29.5.1969)

Identifier of related entity

HAH01087

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Geir Hallgrímsson (1925-1990) borgarstjóri og ráðherra (16.12.1925 - 1.9.1990)

Identifier of related entity

HAH01235

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rafveituskurðurinn

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakobína Jakobsdóttir (1877-1960) Kennari Eyrarbakka (22.5.1877 - 18.11.1960)

Identifier of related entity

HAH05249

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jakobína Jakobsdóttir (1877-1960) Kennari Eyrarbakka

is the cousin of

Jakob Gíslason (1902-1987) orkumálastjóri

Dagsetning tengsla

1902

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07515

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 11.2.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir