Jón Sveinsson (1815-1890) pr á Mælifelli

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Sveinsson (1815-1890) pr á Mælifelli

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

20.11.1815 - 8.8.1890

Saga

Jón Sveinsson 20. nóv. 1815 - 8. ágúst 1890 Var í Syðri-Vík, Reynissókn, V-Skaft. 1816. Prestur í Miðgörðum í Grímsey 1841-1843, á Hvanneyri í Siglufirði, Eyj. 1844-1866 og á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi, Skag. 1866-1887. „Hann þótti fyrir margra hluta sakir hinn merkasti klerkur, vel gefinn, söngmaður ágætur og vel skáldmæltur“ segir í Hvanneyrarhr.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Prestur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Sveinn Pálsson 25. apríl 1762 - 23. apríl 1840. Læknir í Vík í Mýrdal. Bjó í Kotmúla, Breiðabólstaðarsókn í Fljótshlíð, Rang. 1801 og kona hans 19.10.1795; Þórunn Bjarnadóttir [Pálssonar landlæknis] 16.3.1776 - 11.4.1836

Systkini Jóns;
1) Guðrún Sveinsdóttir 1800
2) Benedikt Sveinsson 19. feb. 1805 - 25. mars 1854. Vígðist 1851 aðstoðarprestur í Hraungerði í Flóa, síðar prestur í Reynisþing í Mýrdal frá 1851 til æviloka. Prestur á Heiði og í Suður-Vík í Reynisþingi.
3) Björn Sveinsson 24. apríl 1811 - 1. nóv. 1865. Söðlasmiður, bjó m.a. á Móeiðarhvoli.
4) Ingibjörg Sveinsdóttir 21.11.1812 - 20.7.1864. Húsfreyja í Engigarði, Reynissókn, V-Skaft. 1845. Húsfreyja í Engigarði, í Norður-Hvammi og á Suður-Fossi í Mýrdal, V-Skaft. Maður hennar 15.6.1836; Einar Einarsson 9. mars 1811 - 2. sept. 1877. Bóndi í Engigarði, Reynissókn, V-Skaft 1845. Vinnumaður og bóndi víða í V-Skaft.
5) Sigríður Sveinsdóttir 23. ágúst 1814 - 11. okt. 1895. Húsfreyja í Hlíð. Var í Syðri-Vík, Reynissókn, V-Skaft. 1816. Maður hennar 15.5.1838; Eiríkur Jónsson 27. nóv. 1808 - 31. des. 1877. Bóndi og hreppstjóri í Hlíð í Skaftártungu.

Kona hans 8.5.1845; Hólmfríður Jónsdóttir 9. nóv. 1821 - 19. jan. 1915. Húsfreyja á Hvanneyri í Siglufirði og Mælifelli, Lýtingsstaðahr., Skag. Prestsekkja á Nautabúi, Mælifellssókn, Skag. 1890. Var á Reykjum, Reykjasókn, Skag. 1901.

Börn þeirra;
1) Stefán Jónsson 14. okt. 1847 - 9. feb. 1888. Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Prestur á Þóroddsstað i Köldukinn, Þing. 1875-1879, á Skútustöðum í Mývatnsþingum 1879-1881 og síðan aftur á Þóroddsstað til dauðadags. Þjónaði samhliða í Húsavík á Tjörnesi 1876, í Lundarbrekku í Bárðardal 1879 og á Helgastöðum í Reykjadal 1886. Varð úti í Reykjahverfi á heimleið frá Húsavík. Kona hans um 1880; Anna Ingibjörg Kristjánsdóttir 20. apríl 1854 - 13. feb. 1938. Húsfreyja á Þóroddstað í Kinn, Ljósavatnshr., S-Þing. Var á Akureyri 1930.
2) Steinunn Jónsdóttir 20. sept. 1850 - 20. ágúst 1932. Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Húsfreyja á Mælifelli, Lýtingsstaðahr., Skag., Hamarsgerði, Nautabúi, Reykjum í Tungusveit og síðast á Akureyri. Maður hennar 31.12.1883; Árni Eiríksson 3. sept. 1857 - 23. des. 1929. Organisti og bóndi á Reykjum í Tungusveit og síðar bankagjaldkeri á Akureyri. Húsbóndi í Nautabúi, Mælifellssókn, Skag. 1890. Meðal barna er Sveinn Bjarman faðir Jóns S Bjarman fangelsis og sjúkrahússprests.
3) Eggert Jónsson 18. júní 1853 - 6. nóv. 1877. Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Drukknaði með Gefion á leið til náms í Danmörku. Barnsmóðir hans 24.9.1869; Sigurveig Ingimundardóttir 15. sept. 1827 - 30. sept. 1903. Var á Austurey, Miðdalssókn, Árn. 1835. Vinnuhjú á Þrasastöðum, Knappsstaðasókn, Skag. 1845. Vinnukona á Engidal, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Vinnukona á Hömrum, Mælifellssókn, Skag. 1870. Húskona á Fagranesi, Bakkasókn, Eyj. 1880. Var í Nautabúi, Mælifellssókn, Skag. 1901. Vinnukona á Mælifelli. Barn þeirra var Sólveig (11869-1946) móðir Jóns á Hofi föður Pálma í Hagkaup og Herdísar konu Leós Árnasonar „Ljón norðursins“ frá Víkum á Skaga.
4) Jón Jónsson 1. nóv. 1855 - 4. apríl 1883. Bóndi og barnakennari á Mælifelli á Fremribyggð, Skag. Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860. Kona hans 23.9.1881; Kristbjörg Marteinsdóttir 30. mars 1863 - 28. feb. 1938. Húsfreyja á Mælifelli, Lýtingsstaðahr., Skag. og síðar í Ystafelli. Var í Yztafelli, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Mælifell í Skagafirði (bær)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Mælifell í Skagafirði (bær)

er stjórnað af

Jón Sveinsson (1815-1890) pr á Mælifelli

Dagsetning tengsla

1866 - 1887

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Mælifellskirkja í Skagafirði

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Mælifellskirkja í Skagafirði

er stjórnað af

Jón Sveinsson (1815-1890) pr á Mælifelli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07055

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 21.7.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir