Jón Pétursson (1944-1965) sjómaður Hólmavík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Pétursson (1944-1965) sjómaður Hólmavík

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Gunnar Pétursson (1944-1965) sjómaður Hólmavík

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14.12.1944 - 16.2.1965

Saga

Jón Gunnar Pétursson 14.12.1944 - 6.2.1965 [16.2.1965]. Sjómaður Hólmavík. Drukknaði í við bryggjuna í Cuxhaven 16.2.1956

Staðir

Réttindi

Sjómaður Hólmavík. Samferðamaður hans, sem ég veit ekki meira um en að hann var kallaður Manni [Arngrímur Kristmann Guðmundsson 26.10.1930 – 18.6.1965 drukknaði í Hólmavíkurhöfn]. Var í Reykjarvík, Kaldrananessókn, Strand. 1930. Sjómaður og vélstjóri. Ókvæntur og barnlaus. Taldi að honum hefði mögulega verið ráðinn bani, sá lést í Hólmavíkurhöfn fyrir nokkuð löngu síðan.

Starfssvið

b/v Skúli Magnússon RE 202 ( TFYD )
Skúli Magnússon var smíðaður hjá Cook, Welton & Gemmel, sm.nr. 791, í Beverley í Englandi fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur í Reykjavík. Skipið var sjósett 28. febrúar 1948 og afhent 30. júní sama ár. Það var 677 tonn, 184,1 fet á lengd og 31,1 á breidd. Aðalvélin var 1000 hestafla olíukynt gufuvél frá C.D. Holmes Ltd í Hull og ganghraði var 13,1 sjómílur.
Guðrún Zoega, eiginkona Þórarins Olgeirssonar vararæðismanns, gaf skipinu nafn.
Kostnaðarverð Skúla Magnússonar var kr. 3.938.513.00.
Alþýðublaðið segir svo frá komu togarans til Reykjavíkur í 152. tbl. 9. júlí 1948:
Annar togari bæjarútgerðar Reykjavíkur kom hingað í gær.
Skúli Magnússon er af stærri gerð nýsköpunartogaranna.
Skúli Magnússon, annar nýbyggingartogari Bæjarútgerðar Reykjavíkur, kom á ytri höfnina kl. 6 í gærmorgun og lagðist að bryggju fánum skreyttur kl. 9 fyrir hádegi. Útgerðarráð bæjarútgerðarinnar tík á móti skipinu og fleira fólk var statt við höfnina til að fagna komu þessa glæsilega skips.
„ Skúli Magnússon „ er smíðaður í Beverley, og er af stærri gerð nýbyggingartogara, eða sex fetum lengri en „ Ingólfur Arnarson „ og aðrir togarar af þeirri gerð. Að öðru leyti er skipið eins og hinir nýbyggingartogararnir, nema hvað lýsisbræðslutækin eru aftan til að skipinu, en borðsalur fram á. Lengd skipsins eru 199,6 fet en þilfarslengd 180 fet. Það er 722 brúttósmálestir, en 252 nettosmálestir. Í togaranum er 1200 hestafla vél, og var ganhraðinn 13,25 sjómílur í reynsluför.
Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, fór nýlega til Englands til þess að veita togaranum móttöku fyrir hönd bæjarins, og kom hann heim með honum í gær. Sagði jón að „Skúli Magnússon“ myndi fara á veiðar á laugardaginn kemur.
Ferðin heim gekk í alla staði ágætlega og var lagt af stað frá Bretlandi á sunnudagsmorgun. Skipstjóri á „Skúla Magnússyni“ er Halldór Ólafsson, fyrrum skipstjóri á botnvörpungnum Júní í Hafnarfirði, fyrsti stýrimaður er Sigurður Þorsteinsson, fyrrum skipstjóri á Skutli og fyrsti vélstjóri er Loftur Ólafsson.
Lífið var ekki dans á rósum alveg í byrjun, í Morgunblaðinu 4. ágúst 1948 segir:
„Skúli Magnússon“ skemmist í árekstri.
Skúli Magnússon, annar togari Reykjavíkurbæjar, lenti í árekstri s.l. mánudag. Slys varð ekki á mönnum, en skipið varð fyrir nokkrum skemmdum.
Þetta gerðist í Norðursjó. Niðaþoka var, er Skúli Magnússon rakst á annað skip. Togarinn var á leið frá Bremerhaven til Reykjavíkur, er þetta óhapp voldi til.
Við áreksturinn skemmdist stefni togarans verulega, svo og hvalbakur og leki kom að netalest.
Skúla Magnússyni var þegar siglt til Hull, en þar fer fram athugun á skemmdum og viðgerð þeirra látin fara fram.“
Skúli Magnússon kom aftur til Reykjavíkur 2. september að lokinni viðgerð í Hull.
Guðmundur Gunnarsson var stýrimaður á Skúla Magnússyni.
„Skúli Magnússon var að veiðum á Nýfundnalandsmiðum árið 1960. 2. október lagði skipið af stað heimleiðis og var aflinn um 160 tonn. Ferðin gekk vel fyrstu tímana en um fimm e.h. fékk skipið á sig brotsjó. Ekki var hægt að sjá nokkrar skemmdir ofanþilja og var þá ferðinni haldið áfram. Nokkru síðar varð þess vart að óvenjumikill sjór var kominn í vélarsúmsbotninn. Reynt var að dæla úr skipinu með tveimur rafmagnsdælum, en það gekk fremur illa vegna þess að síur á dælunum stífluðust sífellt af asbestmulningi sem losnað hafði af katli skipsins. Tveim tímum eftir að skipið fékk á sig brotsjóinn voru vélar skipsins stöðvaðar þar sem vélstjórarnir óttuðust að sjór kynni að komast í sveifaráslegur. Þótti sýnt að töluverður leki væri kominn að skipinu og var reynt að kanna hvar hann ætti uppruna sinn en það fannst ekki. Þegar sjór hélt áfram að vaxa í skipinu og dælurnar höfðu ekki undan var öll áhöfnin kölluð út og farið að ausa skipið, jafnframt því sem haft var samband við togarann sem var á veiðum á Nýfundnalandsmiðum og afráðið að hann kæmi til aðstoðar. Um svipað leyti hafði togarinn Þorsteinn Ingólfsson samband við Skúla Magnússon. Var Þorsteinn að leggja af stað heim af Nýfundnalandsmiðum og bauðst til að hinkra eftir Skúla og verða honum samferða yfir hafið. Var það afþakkað. Fljótlega þótti þó sýnt að Skúli Magnússon kæmist ekki fyrir eigin vélarafli heim. Sjór hafði hækkað í skipinu, þrátt fyrir austurinn og komist í rafmagnsmótora við olíubrennaradælur þannig að þær urðu óvirkar. Áhöfn skipsins stóð í stanslausum austri til klukkan sex að morgni 3. október. Þá hafði sjór lækkað það mikið í skipinu og lekinn minnkað þannig að dælurnar höfðu undan. Var þá aftur hafin leit að lekanum og kom brátt í ljós að loftrör hafði brotnað við þilfarsbrún og streymdi sjór niður um það þegar skipið hallaði til bakborða. Var tappi rekinn í rörið og síðan haldið áfram að dæla. Virtist skipverjum sem leka myndi víðar en út frá loftrörinu þar sem sjórinn í skipinu lækkaði lítið. Togarinn Maí kom að Skúla um klukkan tíu að morgna 3. október og var þá komið sæmilegt veður, en enn var talsverður sjór. Dráttartaug var komið á milli skipanna og síðan lagði Maí af stað til St. John´s á Nýfundnalandi með Skúla í togi. Gekk ferðin að óskum þrátt fyrir að veður versnaði á ný. Á höfninni í St. John´s tók dráttarbátur við Skúla Magnússyni en Maí hélt aftur til veiða. Var síðan gert við skemmdir togarans í St. John´s og tók það nokkurn tíma. ( Byggt á Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson.)
---Skúli Magnússon var á heimleið úr söluferð til Englands 16. febrúar 1962 þegar skipið fékk á sig brotsjó í óveðri sem gekk yfir Bretlandseyjar og olli miklu tjóni. Togarinn hélt til Aberdeen þar sem gert var við skemdirnar sem voru nokkrar. (Byggt á Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson.)
Skipið var tekið af skrá á Íslandi 1. ágúst 1968 og selt til Belgíu sama ár í brotajárn til Van Heyghen Freres.
Í febrúar 1968 lauk niðurrifi Skúla Magnússonar í Ghent í Belgíu.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08821

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 14.9.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 14.9.2021
Íslendingabók
Ræðismannsskrifstofan Í Cuxhaven
Borgarskjalasafnið í Cuxhaven
Íslendingur 25. tbl 25.6.1965. https://timarit.is/page/5169336?iabr=on
Facebooksíðan Hafliðafélagið. https://www.facebook.com/159816014130910/posts/3164070123705469/
Kriminal Polizei Cuxhaven

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir