Jónína Sigurveig Guðmundsdóttir (1916-2006) kennslukona

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jónína Sigurveig Guðmundsdóttir (1916-2006) kennslukona

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

8.11.1916 - 8.6.2006

Saga

Jónína Sigurveig Guðmundsdóttir fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi 18. nóvember 1916. Jónína var ógift og barnlaus.
Hún lést á Landspítala í Fossvogi 8. júní 2006. Útför Jónínu var gerð í kyrrþey 15. júní 2006.

Staðir

Réttindi

Jónína stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1931-1932, Héraðsskólann á Laugarvatni og Húsmæðraskólann á Laugum. Hún nam hannyrðir, kjólasaum og vefnað á Norðurlöndunum á árunum 1938-1940.
Jónína stundaði nám í Handarbetets Vänner, Seminariet í Stokkhólmi 1946-1948.

Starfssvið

Hún kenndi við Húsmæðraskólann á Ísafirði 1940-1944, þar af var hún skólastjóri í tvö ár.
Hún kenndi handavinnu við Hússtjórnarskóla Suðurlands á Laugarvatni, í Námsflokkum Reykjavíkur og kjólasaum í Handíðaskólanum í Reykjavík á árunum 1948-1950. Jónína vann á saumastofum í Reykjavík árin 1950-1952 og var verslunarstjóri við Hannyrðabúðina í Reykjavík 1952-1955. Hún starfaði við vefnaðarvörudeild SÍS í nokkur ár.
Síðar kenndi hún við Gagnfræðaskólann við Lindargötu og síðast við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Eftir starfslok leiðbeindi hún eldri borgurum á Dalbraut 27.

Lagaheimild

Ljúf er minning æskuára
eins og stök á vatni bára.
Af innlifun þú sagðir sögur,
saddir huga barnsins unga.
Iðin vel og hög var höndin.
Í henni nálin lék við böndin.
Í anda birtist ásýnd fögur.
Óðar víkur sorgin þunga.
Komin er nú kveðjustundin.

Kvöldsins roða slær á sundin.
Heim í ættar haga leitar
hugur vor til þín, mín kæra.
Í friði hér þú færð að hvíla,
fósturjörðin þér að skýla
í faðmi þinnar fögru sveitar.
Frændur hinstu vöggu hræra.

(G.B.) Guðmundur Björnsson

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Guðmundur Kristjánsson 1. júní 1884 - 18. des. 1965. Skrifstofumaður á Kópaskeri 1930. Bóndi á Víkingavatni, síðar á Núpi í Öxarfirði og kona hans;Björg Indriðadóttir, f. 18. ágúst 1888 í Keldunesi í Kelduhverfi, d. 22. janúar 1925.

Alsystkini Jónínu voru fjögur: tveir bræður,
1-2) Árni og Indriði, létust í frumbernsku,
3) Björn Guðmundsson 29.3.1918 - 14.4.2006. Var á Kópaskeri 1930. Yfirmaðurmaður hjá SÍS, kennari við Samvinnuskólann í Reykjavík 1950-1953, söngmaður, hagyrðingur og íþróttamaður.
4) Guðrún Jakobína Guðmundsdóttir 14.4.1922 - 16.1.2010. Aðalbókari í Reykjavík.
Hálfsystkini hennar voru þrjú:
5) Kristján Guðmundsson 22,6,1933 - 1.8.1975. Bóndi og bifreiðarstjóri á Núpi í Öxarfirði. Lést af slysförum.
6) Árni Ragnar Guðmundsson 14.2.1935 - 7.10.2014. Rafvirki í Reykjavík.
7) Björg Guðmundsdóttir f. 20.5.1944.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1931 - 1932

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07753

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 5.4.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir