Jóhanna Gunnlaugsdóttir (1924-2012) Efri-Harrastöðum,

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhanna Gunnlaugsdóttir (1924-2012) Efri-Harrastöðum,

Hliðstæð nafnaform

  • Jóhanna Guðbjörg Gunnlaugsdóttir (1924-2012) Efri-Harrastöðum,

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.12.1924 - 18.4.2012

Saga

Jóhanna Guðbjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Blönduósi 29. desember 1924. Jóhanna ólst upp á heimili foreldra sinna að Efri-Harrastöðum í Skagahreppi.
Hún lést á Landakotsspítala í Reykjavík 18. apríl 2012. Útför Jóhönnu fór fram frá Garðakirkju á Álftanesi 27. apríl 2012, kl. 15.

Staðir

Blönduós 1924
Efri Harrastaðir
Garðabær 1968

Réttindi

Kvsk 1944-1945

Starfssvið

stundaði ásamt manni sínum búskap á Efri-Harrastöðum til 1955 er þau fluttu til Skagastrandar. Á Skagaströnd vann Jóhanna við fiskvinnslu og fleira uns hún réðst sem útibússtjóri hjá Kaupfélagi Skagstrendinga þar sem hún starfaði til 1968 er hún flutti til Garðabæjar. Hún var verslunarstjóri í Vogue í Hafnarfirði í nokkur ár, vann um árabil í Bitabæ í Garðabæ og stundaði síðan ýmis verslunar- og þjónustustörf. Jóhanna tók virkan þátt í félagsstarfi bæði á Skagaströnd og eins eftir að hún flutti suður.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Gunnlaugur Benedikt Björnsson 18. mars 1897 - 8. maí 1978. Var í Saurbæ, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi á Efri-Harrastöðum, Skagahreppi og kona hans; Ósk Ingibjörg Þorleifsdóttir, f. 12.7.1884, d. 14.7.1967. Húsfreyja á Efri-Harrastöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Efri-Harrastöðum, Skagahreppi.

Bróðir hennar sammæðra;
1) Þorleifur Ingibergur Ingimundarson 21. júní 1905 - 19. nóv. 1918. Var á Stórabúrfelli, Svínavatnssókn, A-Hún. 1910. Léttadrengur í Stóradal.

Maður hennar 15.5.1948; Sigmar Hróbjartsson 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014. Var á Hamri, Rípursókn, Skag. 1930. Var í Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Bóndi á Efri-Harrastöðum, kaupfélagsstjóri á Skagaströnd og síðar múrarameistari í Reykjavík. Síðast bús. í Kópavogi. Þau skildu 1976.
Jóhanna var síðar í sambúð með Ólafi M. Magnússyni, f. 22.9. 1920, d. 18.6. 1991. Var í Stykkishólmi 1930. Var í Stykkishólmi, Snæf. 1920. Húsgagnasmíðameistari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Vinur og samferðamaður Jóhönnu hin síðari ár var Árni Eymar Sigurbjörnsson, f. 29.8. 1927, d. 28.7. 2009. Var á Þröm á Langholti, Skag. 1930. Bóndi í Grófargili í Skagafirði, síðar vinnuvélastjóri í Kópavogi.

Börn hennar
1) Bergdís Ósk Sigmarsdóttir skrifstofumaður, f. 15.5. 1947, gift Davíð W. Jack flugvirkja, f. 25.6. 1945. Synir þeirra eru: a) Róbert Jack, f. 8.8. 1971, kvæntur Díönu Dröfn Heiðarsdóttur, f. 5.1. 1973. Börn þeirra eru Agata Erna, Daníel Heiðar og Kormákur Nói. b) Sigmar Jack, f. 6.6. 1974, kvæntur Önnu Kristínu Úlfarsdóttur, f. 28.7. 1974. Börn þeirra eru Hilmir Davíð, Brynjar Axel og Freyja Ísabella.
2) Gunnlaugur Gísli Sigmarsson viðskiptafræðingur, f. 26.6. 1949, kvæntur Steinunni Fríðhólm Friðriksdóttur verslunarmanni, f. 17.8. 1948. Börn þeirra eru: a) Jóhanna Gunnlaugsdóttir, f. 15.5. 1970. b) Ragnar Friðrik Gunnlaugsson, f. 8.2. 1974.
3) Sigurþór Heimir Sigmarsson, starfsmaður Securitas, f. 14.8. 1960, er í sambúð með Þjóðbjörgu Hjarðar Jónsdóttur skrifstofumanni, f. 4.7. 1965. Sonur þeirra er: a) Benedikt Aron Sigurþórsson, f. 13.11. 1999. Börn Sigurþórs Heimis og Arnheiðar Ragnarsdóttur, f. 4.9. 1960, eru: b) Sigríður Ragna Sigurþórsdóttir, f. 25.9. 1984, er í sambúð með Sigurði Pétri Ólafssyni, f. 6.5. 1982. Sonur þeirra er Ólafur Breki. c) Sigurþór Arnar Sigurþórsson, f. 1.12. 1990. d) Guðbjörg Ósk Sigurþórsdóttir, f. 23.5. 1992. Börn Þjóðbjargar eru: a) Ragnheiður Ágústa Árnadóttir, f. 16.12. 1982, er í sambúð með Ísaki Stefánssyni, f. 21.4. 1976. Dóttir þeirra er Katrín Silva. b) Andri Freyr Árnason, f. 8.7. 1987, er í sambúð með Elina Gundersen, f. 6.7. 1993.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03257

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 14.11.2022

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir